Fótbolti

Sara skoraði í sigri en hin Ís­lendinga­liðin töpuðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk með boltann í leik gegn Juventus í Meistaradeildinni.
Sara Björk með boltann í leik gegn Juventus í Meistaradeildinni. Jonathan Moscrop/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Lyon sem vann 2-0 sigur á Soyaux á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

Sara Björk skoraði á 25. mínútu. Markvörður Soyuax lenti í vandræðum með fyrirgjöf og boltinn féll fyrir fætur Söru sem skoraði.

Lyon tvöfaldaði svo forystuna á 88. mínútu en Lyon er með 42 stig eftir fimmtán leiki, stigi á eftir toppliði PSG sem vann 4-0 sigur á Issy á sama tíma.

Hitt Íslendingaliðið, Le Havre, steinlá fyrir Bordeaux, 6-0, en Le Havre er með fimm stig á botni deildarinnar. Le Havre er fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Anna Björk Kristjánsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir spiluðu allan leikinn fyrir Le Havre en Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í leikmannahópi Le Havre.

Guðný Árnadóttir og Lára Kristín Pedersen voru báðar í byrjunarliði Napoli sem tapaði 0-1 fyrir Sassuolo í ítalska boltanum.

Lára Kristín fór af velli eftir 65 mínútur en sgurmark Sassuolo kom sjö mínútum áður. Guðný spilaði allan leikinn en Napoli er í ellefta sætinu, fjórum stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×