Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 12:53 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar telur ástæðu til bjartsýni í atvinnumálum ef áfram gengur vel í baráttunni við kórónuveiruna hér innanlands. Vísir/Egill Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. Vissulega séu margir óvissuþættir enn uppi vegna faraldursins en staðan, eins og hún lítur út núna, sé tilefni til bjartsýni í atvinnumálum hvað framhaldið varðar. Ferðamannaþjónustan sé mannfrek og landsmenn ættu í það minnsta að geta ferðast innanlands í sumar. „Ef allt gengur áfram eins og best verður á kosið þá fer landið að rísa í atvinnulífinu vonandi frá og með vorinu. Þá verður þetta mun styttri tími sem fer í að vinna úr þessu áfalli samanborið við hrunið.“ Almennt atvinnuleysi í janúar nam 11.6% og jókst það úr 10,7% í desember. „Mér sýnist atvinnuleysið hafa náð hámarki. Það hafa komið inn færri nýjar umsóknir í febrúar en sáum mánuðina á undan. Ef slakað verður á í sóttvörnum mun það skila sér fljótt inn í atvinnulífið þannig að ég á ekki von á neinni holskeflu í þessum efnum núna fram undan, sem betur fer. Það er þó alltaf erfitt að spá fyrir um þetta.“ Formaður BSRB kallaði eftir því á dögunum að tímabil réttar til atvinnuleysisbóta yrði lengt í fjögur ár líkt og gert var eftir bankahrunið. Unnur var spurð hversu margir hafi fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. „Í kringum hundrað manns hafa verið að ljúka bótarétti frá áramótum. Það var hægur stígandi í þessu á síðasta ári, fjörutíu og níu manns í janúar og svo fór þetta hægt og sígandi upp á við allt árið. Þetta voru um hundrað um áramótin. Það rétt að halda því til haga að þessi fjöldi fer ekki allur beint til sveitarfélaganna. Okkur telst til að það sé sirka fjórði hver einstaklingur sem fer til sveitarfélaganna og það eru ýmsar ástæður fyrir því.“ Unnur segir að flest þeirra sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta hafi leitað til stærstu sveitarfélaganna á borð við Reykjavík, Hafnarfjörð og Kópavog. Reykjanesbær og Akureyri fylgi síðan á eftir. „Þetta er alveg í takt við atvinnuleysistölurnar í rauninni.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vissulega séu margir óvissuþættir enn uppi vegna faraldursins en staðan, eins og hún lítur út núna, sé tilefni til bjartsýni í atvinnumálum hvað framhaldið varðar. Ferðamannaþjónustan sé mannfrek og landsmenn ættu í það minnsta að geta ferðast innanlands í sumar. „Ef allt gengur áfram eins og best verður á kosið þá fer landið að rísa í atvinnulífinu vonandi frá og með vorinu. Þá verður þetta mun styttri tími sem fer í að vinna úr þessu áfalli samanborið við hrunið.“ Almennt atvinnuleysi í janúar nam 11.6% og jókst það úr 10,7% í desember. „Mér sýnist atvinnuleysið hafa náð hámarki. Það hafa komið inn færri nýjar umsóknir í febrúar en sáum mánuðina á undan. Ef slakað verður á í sóttvörnum mun það skila sér fljótt inn í atvinnulífið þannig að ég á ekki von á neinni holskeflu í þessum efnum núna fram undan, sem betur fer. Það er þó alltaf erfitt að spá fyrir um þetta.“ Formaður BSRB kallaði eftir því á dögunum að tímabil réttar til atvinnuleysisbóta yrði lengt í fjögur ár líkt og gert var eftir bankahrunið. Unnur var spurð hversu margir hafi fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. „Í kringum hundrað manns hafa verið að ljúka bótarétti frá áramótum. Það var hægur stígandi í þessu á síðasta ári, fjörutíu og níu manns í janúar og svo fór þetta hægt og sígandi upp á við allt árið. Þetta voru um hundrað um áramótin. Það rétt að halda því til haga að þessi fjöldi fer ekki allur beint til sveitarfélaganna. Okkur telst til að það sé sirka fjórði hver einstaklingur sem fer til sveitarfélaganna og það eru ýmsar ástæður fyrir því.“ Unnur segir að flest þeirra sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta hafi leitað til stærstu sveitarfélaganna á borð við Reykjavík, Hafnarfjörð og Kópavog. Reykjanesbær og Akureyri fylgi síðan á eftir. „Þetta er alveg í takt við atvinnuleysistölurnar í rauninni.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50