Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 21:55 Tuanzebe hélt hann hefði komið Manchester United yfir en Victor Lindelöf sá til þess að staðan var markalaus. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. Gestirnir frá Spáni byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu þeir vítaspyrnu snemma leiks þegar Daniel James braut klaufalega af sér innan vítateigs. Mikel Oyarzabal – sem hafði skorað úr 18 vítaspyrnum í röð – tók vítið og skaut tölvuert fram hjá markinu eftir einkar skrautlegt aðhlaup. Skömmu síðar átti Victor Lindelöf góða tæklingu sem kom að öllum líkindum í veg fyrir mark. Eftir þetta jafnaðist leikurinn töluvert og átti Bruno Fernandes gott skot í slá áður en Alex Remiro varði skalla Daniel James vel af stuttu færi – eftir sendingu Bruno. Staðan þó enn markalaus er flautað var til hálfleiks. Gestirnir áttu skalla í slá í upphafi síðari hálfleiks en ekki vildi boltinn inn. Varamaðurinn Axel Tuanzebe hélt hann hefði komið Man United yfir þegar hann stangaði knöttinn af öllu afli í netið eftir hornspyrnu Alex Telles þegar rúmlega klukkustund var liðin af leiknum. Lindelof hit the flying knee.Ouch pic.twitter.com/i7DfL2ZfT1— ESPN FC (@ESPNFC) February 25, 2021 Markið var hins vegar dæmt af þar sem Victor Lindelöf stökk upp í boltann – en missti af honum – og skall af öllu afli með hnéskeljarnar í andliti leikmanns Real Sociedad. Lindelöf eflaust aldrei hoppað jafn hátt á ferlinum en því miður fyrir hann – og Tuanzebe – var markið dæmt af og Svíinn fékk gult spjald fyrir brotið. Skömmu áður hafði James farið meiddur af velli og kom Amad Diallo inn af varamannabekknum í sínum fyrsta leik fyrir aðallið Manchester United. Áður en leik lauk kom Shola Shoretire einnig inn af bekknum í sínum öðrum leik fyrir félagið. Varð Shoretire þar með yngsti leikmaður í sögu Man United til að taka þátt í Evrópukeppni. 1 7 years and 2 3 days.Shola Shoretire becomes the youngest- #MUFC player to feature in European competition. #UEL pic.twitter.com/HdzgsX0pXj— Manchester United (@ManUtd) February 25, 2021 Fór það svo að leiknum lauk með markalausu jafntefli og Man United fór því nokkuð þægilega áfram eftir að hafa unnið fyrr leik liðanna 4-0. Dregið verður í 16-liða úrslitin í hádeginu á morgun, föstudag. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45
Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. Gestirnir frá Spáni byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu þeir vítaspyrnu snemma leiks þegar Daniel James braut klaufalega af sér innan vítateigs. Mikel Oyarzabal – sem hafði skorað úr 18 vítaspyrnum í röð – tók vítið og skaut tölvuert fram hjá markinu eftir einkar skrautlegt aðhlaup. Skömmu síðar átti Victor Lindelöf góða tæklingu sem kom að öllum líkindum í veg fyrir mark. Eftir þetta jafnaðist leikurinn töluvert og átti Bruno Fernandes gott skot í slá áður en Alex Remiro varði skalla Daniel James vel af stuttu færi – eftir sendingu Bruno. Staðan þó enn markalaus er flautað var til hálfleiks. Gestirnir áttu skalla í slá í upphafi síðari hálfleiks en ekki vildi boltinn inn. Varamaðurinn Axel Tuanzebe hélt hann hefði komið Man United yfir þegar hann stangaði knöttinn af öllu afli í netið eftir hornspyrnu Alex Telles þegar rúmlega klukkustund var liðin af leiknum. Lindelof hit the flying knee.Ouch pic.twitter.com/i7DfL2ZfT1— ESPN FC (@ESPNFC) February 25, 2021 Markið var hins vegar dæmt af þar sem Victor Lindelöf stökk upp í boltann – en missti af honum – og skall af öllu afli með hnéskeljarnar í andliti leikmanns Real Sociedad. Lindelöf eflaust aldrei hoppað jafn hátt á ferlinum en því miður fyrir hann – og Tuanzebe – var markið dæmt af og Svíinn fékk gult spjald fyrir brotið. Skömmu áður hafði James farið meiddur af velli og kom Amad Diallo inn af varamannabekknum í sínum fyrsta leik fyrir aðallið Manchester United. Áður en leik lauk kom Shola Shoretire einnig inn af bekknum í sínum öðrum leik fyrir félagið. Varð Shoretire þar með yngsti leikmaður í sögu Man United til að taka þátt í Evrópukeppni. 1 7 years and 2 3 days.Shola Shoretire becomes the youngest- #MUFC player to feature in European competition. #UEL pic.twitter.com/HdzgsX0pXj— Manchester United (@ManUtd) February 25, 2021 Fór það svo að leiknum lauk með markalausu jafntefli og Man United fór því nokkuð þægilega áfram eftir að hafa unnið fyrr leik liðanna 4-0. Dregið verður í 16-liða úrslitin í hádeginu á morgun, föstudag. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45
Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45