Kyrie vill fá Kobe á nýtt merki NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2021 12:00 Kyrie Irving og til hliðar er hugmynd hans af NBA merkinu með Kobe Bryant. Samsett/Getty og Instagram Bandaríska körfuboltastjarnan Kyrie Irving vill að Kobe Bryant verði minnst sérstaklega með því að gera nýtt merki NBA-deildarinnar sem yrði byggt á mynd af Kobe. Merki NBA-deildarinnar er grafísk mynd af körfuboltamanni og enginn vafi er á því að útlínumyndin á því er af Jerry West. Merki NBA deildarinnar var hannað af grafíska hönnuðinum Alan Siegel árið 1969 og hann notaði þá mynd af West sem fyrirmynd þótt að hann hafi aldrei staðfest það sjálfur. West var þá stærsta hvíta stjarna NBA-deildarinnar. Kyrie Irving vill ekki aðeins breyta merkinu til að minnast Kobe Bryant heldur vill hann líka að þeldökkir körfuboltamenn NBA-deildarinnar fái meiri viðurkenningu. Kyrie Irving talaði fyrir nýju Kobe merki á samfélagsmiðlum og birti mynd af sinni hugmynd sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kyrie (Kaire) (@kyrieirving) Kyrie Irving spilar nú með Brooklyn Nets en hann hefur lengi verið í hópi bestu sóknarmanna NBA-deildarinnar og varð á sínum tíma NBA-meistari með Cleveland Cavaliers. „Þetta verður að gerast sama hvað einhverjir segja við því. Svartir kóngar byggðu upp þessa deild,“ skrifaði Kyrie Irving við myndina af hans tillögu að nýju merki NBA-deildarinnar. Meðal þeirra sem hafa tekið vel í hugmynd Kyrie er Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. „Elska þetta,“ skrifaði hún. Jerry West er enn að störfum í tengslum við NBA-deildina þrátt fyrir að vera orðinn 82 ára gamall. Hann spilaði i deildinni frá 1960 til 1974 og þjálfaði í NBA frá 1976 til 1979. Hann er núna í framkvæmdastjóri Los Angeles Clippers. Jerry West var með 31,2 stig að meðaltali í leik tímabilið 1969 til 1970 eða um það bil að NBA merkið varð til. Hann gaf þá einnig 7,5 stoðsendingar í leik. West lék alls 932 deildarleiki í NBA og var með 27,0 stig, 5,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann varð aftur á móti aðeins einu sinni NBA meistari. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmu ári, þá aðeins 41 árs gamall. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers á ferlinum og var með 25,0 stig, 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í 1346 deildarleikjum en skoraði 25,6 stig í 220 leikjum í úrslitakeppninni. Það er hins vegar ólíklegt að Kyrie verði að ósk sinni því það væri alveg eins hægt að nota mynd af mönnum eins og Michael Jordan eða Bill Russell ef það ætti að breyta. Mestar líkur eru á því að NBA-deildin haldi merkinu óbreyttu. NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Merki NBA-deildarinnar er grafísk mynd af körfuboltamanni og enginn vafi er á því að útlínumyndin á því er af Jerry West. Merki NBA deildarinnar var hannað af grafíska hönnuðinum Alan Siegel árið 1969 og hann notaði þá mynd af West sem fyrirmynd þótt að hann hafi aldrei staðfest það sjálfur. West var þá stærsta hvíta stjarna NBA-deildarinnar. Kyrie Irving vill ekki aðeins breyta merkinu til að minnast Kobe Bryant heldur vill hann líka að þeldökkir körfuboltamenn NBA-deildarinnar fái meiri viðurkenningu. Kyrie Irving talaði fyrir nýju Kobe merki á samfélagsmiðlum og birti mynd af sinni hugmynd sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kyrie (Kaire) (@kyrieirving) Kyrie Irving spilar nú með Brooklyn Nets en hann hefur lengi verið í hópi bestu sóknarmanna NBA-deildarinnar og varð á sínum tíma NBA-meistari með Cleveland Cavaliers. „Þetta verður að gerast sama hvað einhverjir segja við því. Svartir kóngar byggðu upp þessa deild,“ skrifaði Kyrie Irving við myndina af hans tillögu að nýju merki NBA-deildarinnar. Meðal þeirra sem hafa tekið vel í hugmynd Kyrie er Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. „Elska þetta,“ skrifaði hún. Jerry West er enn að störfum í tengslum við NBA-deildina þrátt fyrir að vera orðinn 82 ára gamall. Hann spilaði i deildinni frá 1960 til 1974 og þjálfaði í NBA frá 1976 til 1979. Hann er núna í framkvæmdastjóri Los Angeles Clippers. Jerry West var með 31,2 stig að meðaltali í leik tímabilið 1969 til 1970 eða um það bil að NBA merkið varð til. Hann gaf þá einnig 7,5 stoðsendingar í leik. West lék alls 932 deildarleiki í NBA og var með 27,0 stig, 5,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann varð aftur á móti aðeins einu sinni NBA meistari. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmu ári, þá aðeins 41 árs gamall. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers á ferlinum og var með 25,0 stig, 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í 1346 deildarleikjum en skoraði 25,6 stig í 220 leikjum í úrslitakeppninni. Það er hins vegar ólíklegt að Kyrie verði að ósk sinni því það væri alveg eins hægt að nota mynd af mönnum eins og Michael Jordan eða Bill Russell ef það ætti að breyta. Mestar líkur eru á því að NBA-deildin haldi merkinu óbreyttu.
NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira