Við tökur á myndbandi til vina þegar 4,6 skjálftinn reið yfir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 13:26 Margrét Kristín ásamt syni sínum á lóð Heilsuleikskóla Grindavíkur en foreldrar sem tök hefðu á voru beðnir um að sækja börn sín fyrr í dag vegna skjálftanna. Vísir/Vilhelm Margrét Kristín Pétursdóttir, Grindvíkingur í húð og hár og starfsmaður hjá fiskvinnslunni Vísi, segir margan bæjarbúann vanann jarðskjálftum, finnist þeir jafnvel spennandi eða fyndnir. Það sem gekk á í morgun hafi verið ólíkt fyrri skjálftum enda margir óvenju stórir skjálftar sem geri að verkum að vanasta fólk verði smeykt. Óhætt er að segja að suðvesturhornið hafi leikið á reiðiskjálfi á ellefta tímanum í morgun. Hver stóri skjálftinn reið yfir á fætur öðrum, sá stærsti 5,7 að stærð. Margrét hafði fundið fyrir nokkrum skjálftum í vinnunni þegar hún tók upp myndband við tölvuskjáinn. Hún ætlaði að sýna vinum sínum skjálfana í töflu á vef Veðurstofunnar en þá dundi enn einn stóri skjálftinn yfir. „Þetta var svakalegt,“ segir Margrét Kristín. Margt starfsfólk óvant skjálftum „Ég ætlaði að senda vinahópnum myndir af skjálftahrinunni og svo kemur bara þessi stóri. Það var mjög óþægilegt.“ Umræddur skjálfti, sem sjá má á myndbandinu hér að neðan, dundi yfir klukkan 10:17. Sá var 4,6 að stærð samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Einn sá stærsti í morgun en þó nokkur fjöldi var yfir fjórir að stærð, einn fimm að stærð og svo sá stærsti 5,7. Hún segist hafa upplifað hræðslu meðal starfsfólks í fiskivinnslunni. Þar séu meðal annars margir Pólverjar sem séu ekki svo vanir jarðskjálftum. „Við tókum þá ákvörðun up úr ellefu að leyfa þeim sem líður illa að fara heim,“ segir Margrét Kristín. Þá hafi reyndar vinnudagurinn verið hálfnaður enda hefjist starfsdagurinn í frystihúsinu klukkan sjö. Nokkrum sinnum pakkað í neyðarkassann Óvissustigi var lýst yfir á Reykjanesi í byrjun árs 2020. Skjálftar réðu yfir í ágúst og svo aftur stór skjálfti í október. Síðan hefur allt verið með kyrrum kjörum, þótt alltaf sé einhver hreyfing. „Maður er nokkrum sinnum búinn að pakka í neyðarkassann,“ segir Margrét Kristín. Frá íbúafundi í íþróttahúsinu í Grindavík í janúar í fyrra þegar óvissustigi hafði verið lýst yfir á svæðinu.Vísir/Egill „Maður var farinn að trúa því að þetta væri búið, Covid væri að verða búið og maður gæti loksins farið að slaka á.“ Margrét hafði nýfengið tölvupóst frá leikskólanum í Grindavík þegar hún ræddi við blaðamann. Eðlilega segir hún enda grípi um sig hræðsla á leikskólanum í svona langri skjálftahrinu. Hinir vönu samt smeykir Hún segist sjálf hafa verið stödd í frystihúsinu í morgun og upplifað að margt fólk væri mjög hrætt. Hún segir Grindvíkinga öllu vana en ástandið í morgun hafi varað í langan tíma og verið öðruvísi en skjálftar undanfarinna ára. „Margir í Grindavík eru vanir, finnst þetta spennandi og jafnvel fyndið. Þetta eru óvenju margir stórir skjálftar sem gera að verkum að maður verði smá smeykur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fjölmörg myndbönd frá lesendum sýna hristinginn í morgun Lesendur Vísis á suðvesturhorninu fundu margir hverjir fyrir jarðskjálftahrinunni í morgun. Margir svöruðu kalli fréttastofu og sendu myndbönd sem þeir náðu og sýndu skjálftann. 24. febrúar 2021 12:32 Með stærri hrinum frá upphafi mælinga „Þetta er með stærri hrinum sem við höfum upplifað á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Svoleiðis að þetta er mjög athyglisverður atburður sem er í gangi núna þessa klukkutímana,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Ekki er útilokað að kvika rati upp á yfirborðið. 24. febrúar 2021 12:32 Starfsmaður Landsbankans slasaðist í skjálftanum Starfsmaður Landsbankans sem var við störf í höfuðstöðvum bankans í miðbæ Reykjavíkur varð fyrir því óláni í skjálftahrinunni í morgun að fá loftplötu í höfuðið. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 24. febrúar 2021 12:02 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira
Óhætt er að segja að suðvesturhornið hafi leikið á reiðiskjálfi á ellefta tímanum í morgun. Hver stóri skjálftinn reið yfir á fætur öðrum, sá stærsti 5,7 að stærð. Margrét hafði fundið fyrir nokkrum skjálftum í vinnunni þegar hún tók upp myndband við tölvuskjáinn. Hún ætlaði að sýna vinum sínum skjálfana í töflu á vef Veðurstofunnar en þá dundi enn einn stóri skjálftinn yfir. „Þetta var svakalegt,“ segir Margrét Kristín. Margt starfsfólk óvant skjálftum „Ég ætlaði að senda vinahópnum myndir af skjálftahrinunni og svo kemur bara þessi stóri. Það var mjög óþægilegt.“ Umræddur skjálfti, sem sjá má á myndbandinu hér að neðan, dundi yfir klukkan 10:17. Sá var 4,6 að stærð samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Einn sá stærsti í morgun en þó nokkur fjöldi var yfir fjórir að stærð, einn fimm að stærð og svo sá stærsti 5,7. Hún segist hafa upplifað hræðslu meðal starfsfólks í fiskivinnslunni. Þar séu meðal annars margir Pólverjar sem séu ekki svo vanir jarðskjálftum. „Við tókum þá ákvörðun up úr ellefu að leyfa þeim sem líður illa að fara heim,“ segir Margrét Kristín. Þá hafi reyndar vinnudagurinn verið hálfnaður enda hefjist starfsdagurinn í frystihúsinu klukkan sjö. Nokkrum sinnum pakkað í neyðarkassann Óvissustigi var lýst yfir á Reykjanesi í byrjun árs 2020. Skjálftar réðu yfir í ágúst og svo aftur stór skjálfti í október. Síðan hefur allt verið með kyrrum kjörum, þótt alltaf sé einhver hreyfing. „Maður er nokkrum sinnum búinn að pakka í neyðarkassann,“ segir Margrét Kristín. Frá íbúafundi í íþróttahúsinu í Grindavík í janúar í fyrra þegar óvissustigi hafði verið lýst yfir á svæðinu.Vísir/Egill „Maður var farinn að trúa því að þetta væri búið, Covid væri að verða búið og maður gæti loksins farið að slaka á.“ Margrét hafði nýfengið tölvupóst frá leikskólanum í Grindavík þegar hún ræddi við blaðamann. Eðlilega segir hún enda grípi um sig hræðsla á leikskólanum í svona langri skjálftahrinu. Hinir vönu samt smeykir Hún segist sjálf hafa verið stödd í frystihúsinu í morgun og upplifað að margt fólk væri mjög hrætt. Hún segir Grindvíkinga öllu vana en ástandið í morgun hafi varað í langan tíma og verið öðruvísi en skjálftar undanfarinna ára. „Margir í Grindavík eru vanir, finnst þetta spennandi og jafnvel fyndið. Þetta eru óvenju margir stórir skjálftar sem gera að verkum að maður verði smá smeykur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fjölmörg myndbönd frá lesendum sýna hristinginn í morgun Lesendur Vísis á suðvesturhorninu fundu margir hverjir fyrir jarðskjálftahrinunni í morgun. Margir svöruðu kalli fréttastofu og sendu myndbönd sem þeir náðu og sýndu skjálftann. 24. febrúar 2021 12:32 Með stærri hrinum frá upphafi mælinga „Þetta er með stærri hrinum sem við höfum upplifað á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Svoleiðis að þetta er mjög athyglisverður atburður sem er í gangi núna þessa klukkutímana,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Ekki er útilokað að kvika rati upp á yfirborðið. 24. febrúar 2021 12:32 Starfsmaður Landsbankans slasaðist í skjálftanum Starfsmaður Landsbankans sem var við störf í höfuðstöðvum bankans í miðbæ Reykjavíkur varð fyrir því óláni í skjálftahrinunni í morgun að fá loftplötu í höfuðið. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 24. febrúar 2021 12:02 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira
Fjölmörg myndbönd frá lesendum sýna hristinginn í morgun Lesendur Vísis á suðvesturhorninu fundu margir hverjir fyrir jarðskjálftahrinunni í morgun. Margir svöruðu kalli fréttastofu og sendu myndbönd sem þeir náðu og sýndu skjálftann. 24. febrúar 2021 12:32
Með stærri hrinum frá upphafi mælinga „Þetta er með stærri hrinum sem við höfum upplifað á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Svoleiðis að þetta er mjög athyglisverður atburður sem er í gangi núna þessa klukkutímana,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Ekki er útilokað að kvika rati upp á yfirborðið. 24. febrúar 2021 12:32
Starfsmaður Landsbankans slasaðist í skjálftanum Starfsmaður Landsbankans sem var við störf í höfuðstöðvum bankans í miðbæ Reykjavíkur varð fyrir því óláni í skjálftahrinunni í morgun að fá loftplötu í höfuðið. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 24. febrúar 2021 12:02
Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07