Thomas Tuchel um hetju Chelsea í gær: Eins og hann sé ennþá tvítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 12:00 Olivier Giroud fékk bæði hrós fyrir formið og hugarfarið þegar knattspyrnustjóri hans talaði um Frakkann eftir leikinn í gær. Getty/Cristi Preda Thomas Tuchel, knattspyrnspyrnustjóri Chelsea, var auðvitað mjög sáttur með hetju kvöldsins en franski framherjinn Olivier Giroud tryggði Chelsea 1-0 sigur á Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta var fyrri leikur liðanna og heimaleikur Atletico Madrid þótt að hann hafi verið spilaður í Búkarest í Rúmeníu vegna sóttvarnartakmarkanna á Spáni. Olivier Giroud skoraði þetta mikilvæga mark og eina mark leiksins með hjólhestaspyrnu á 68. mínútu. „Hann æfir eins og hann sé 20 ára eða 24 ára. Hann er gæi sem er með góða blöndu af alvarleika og gleði á æfingum,“ sagði Thomas Tuchel við Sky Sports eftir leikinn í gær. Olivier Giroud er hins vegar orðinn 34 ára og þurfti oft að dúsa á bekknum þegar Frank Lampard var knattspyrnustjóri Chelsea. Frakkinn hefur þrátt fyrir það alltaf nýtt tækifærin sín vel. Giroud skoraði sigurmark í uppbótartíma á móti Rennes í riðlakeppninni sem og fernu á móti Sevilla. Like fine wine? Olivier Giroud produces another Champions League special to make it advantage Chelsea at h/t #ATLCHE https://t.co/rnRzeE76nH— George Sessions (@GeorgeSessions) February 24, 2021 Giroud er því alls með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni í ár og alls 11 mörk í öllum keppnum. Hann er að skora á 91 mínútu fresti á þeim mínútum sem hann spilar. „Þetta kemur þeim sem sjá hann á hverjum degi ekki á óvart. Hann er í frábæru formi, skrokkurinn lítur vel út og hann er líkamlega í hæsta flokki,“ sagði Tuchel. „Hann er líka alltaf jákvæður og hefur mikil áhrif innan liðsins. Hann getur byrjað hjá okkur eða komið inn af bekknum. Hann hefur öll gæðin sem þarf til að hjálpa liðinu,“ sagði Tuchel. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Þetta var fyrri leikur liðanna og heimaleikur Atletico Madrid þótt að hann hafi verið spilaður í Búkarest í Rúmeníu vegna sóttvarnartakmarkanna á Spáni. Olivier Giroud skoraði þetta mikilvæga mark og eina mark leiksins með hjólhestaspyrnu á 68. mínútu. „Hann æfir eins og hann sé 20 ára eða 24 ára. Hann er gæi sem er með góða blöndu af alvarleika og gleði á æfingum,“ sagði Thomas Tuchel við Sky Sports eftir leikinn í gær. Olivier Giroud er hins vegar orðinn 34 ára og þurfti oft að dúsa á bekknum þegar Frank Lampard var knattspyrnustjóri Chelsea. Frakkinn hefur þrátt fyrir það alltaf nýtt tækifærin sín vel. Giroud skoraði sigurmark í uppbótartíma á móti Rennes í riðlakeppninni sem og fernu á móti Sevilla. Like fine wine? Olivier Giroud produces another Champions League special to make it advantage Chelsea at h/t #ATLCHE https://t.co/rnRzeE76nH— George Sessions (@GeorgeSessions) February 24, 2021 Giroud er því alls með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni í ár og alls 11 mörk í öllum keppnum. Hann er að skora á 91 mínútu fresti á þeim mínútum sem hann spilar. „Þetta kemur þeim sem sjá hann á hverjum degi ekki á óvart. Hann er í frábæru formi, skrokkurinn lítur vel út og hann er líkamlega í hæsta flokki,“ sagði Tuchel. „Hann er líka alltaf jákvæður og hefur mikil áhrif innan liðsins. Hann getur byrjað hjá okkur eða komið inn af bekknum. Hann hefur öll gæðin sem þarf til að hjálpa liðinu,“ sagði Tuchel.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira