Thomas Tuchel um hetju Chelsea í gær: Eins og hann sé ennþá tvítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 12:00 Olivier Giroud fékk bæði hrós fyrir formið og hugarfarið þegar knattspyrnustjóri hans talaði um Frakkann eftir leikinn í gær. Getty/Cristi Preda Thomas Tuchel, knattspyrnspyrnustjóri Chelsea, var auðvitað mjög sáttur með hetju kvöldsins en franski framherjinn Olivier Giroud tryggði Chelsea 1-0 sigur á Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta var fyrri leikur liðanna og heimaleikur Atletico Madrid þótt að hann hafi verið spilaður í Búkarest í Rúmeníu vegna sóttvarnartakmarkanna á Spáni. Olivier Giroud skoraði þetta mikilvæga mark og eina mark leiksins með hjólhestaspyrnu á 68. mínútu. „Hann æfir eins og hann sé 20 ára eða 24 ára. Hann er gæi sem er með góða blöndu af alvarleika og gleði á æfingum,“ sagði Thomas Tuchel við Sky Sports eftir leikinn í gær. Olivier Giroud er hins vegar orðinn 34 ára og þurfti oft að dúsa á bekknum þegar Frank Lampard var knattspyrnustjóri Chelsea. Frakkinn hefur þrátt fyrir það alltaf nýtt tækifærin sín vel. Giroud skoraði sigurmark í uppbótartíma á móti Rennes í riðlakeppninni sem og fernu á móti Sevilla. Like fine wine? Olivier Giroud produces another Champions League special to make it advantage Chelsea at h/t #ATLCHE https://t.co/rnRzeE76nH— George Sessions (@GeorgeSessions) February 24, 2021 Giroud er því alls með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni í ár og alls 11 mörk í öllum keppnum. Hann er að skora á 91 mínútu fresti á þeim mínútum sem hann spilar. „Þetta kemur þeim sem sjá hann á hverjum degi ekki á óvart. Hann er í frábæru formi, skrokkurinn lítur vel út og hann er líkamlega í hæsta flokki,“ sagði Tuchel. „Hann er líka alltaf jákvæður og hefur mikil áhrif innan liðsins. Hann getur byrjað hjá okkur eða komið inn af bekknum. Hann hefur öll gæðin sem þarf til að hjálpa liðinu,“ sagði Tuchel. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira
Þetta var fyrri leikur liðanna og heimaleikur Atletico Madrid þótt að hann hafi verið spilaður í Búkarest í Rúmeníu vegna sóttvarnartakmarkanna á Spáni. Olivier Giroud skoraði þetta mikilvæga mark og eina mark leiksins með hjólhestaspyrnu á 68. mínútu. „Hann æfir eins og hann sé 20 ára eða 24 ára. Hann er gæi sem er með góða blöndu af alvarleika og gleði á æfingum,“ sagði Thomas Tuchel við Sky Sports eftir leikinn í gær. Olivier Giroud er hins vegar orðinn 34 ára og þurfti oft að dúsa á bekknum þegar Frank Lampard var knattspyrnustjóri Chelsea. Frakkinn hefur þrátt fyrir það alltaf nýtt tækifærin sín vel. Giroud skoraði sigurmark í uppbótartíma á móti Rennes í riðlakeppninni sem og fernu á móti Sevilla. Like fine wine? Olivier Giroud produces another Champions League special to make it advantage Chelsea at h/t #ATLCHE https://t.co/rnRzeE76nH— George Sessions (@GeorgeSessions) February 24, 2021 Giroud er því alls með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni í ár og alls 11 mörk í öllum keppnum. Hann er að skora á 91 mínútu fresti á þeim mínútum sem hann spilar. „Þetta kemur þeim sem sjá hann á hverjum degi ekki á óvart. Hann er í frábæru formi, skrokkurinn lítur vel út og hann er líkamlega í hæsta flokki,“ sagði Tuchel. „Hann er líka alltaf jákvæður og hefur mikil áhrif innan liðsins. Hann getur byrjað hjá okkur eða komið inn af bekknum. Hann hefur öll gæðin sem þarf til að hjálpa liðinu,“ sagði Tuchel.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira