Lífið

Vilhelm Neto rannsakar furðulegt mál í tengslum við Friðrik Dór

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vilhelm hefur unnið að heimildarþáttum um málið í eitt og hálft ár. 
Vilhelm hefur unnið að heimildarþáttum um málið í eitt og hálft ár. 

Nokkuð einkennilega umræða hefur verið á Twitter-reikningi Vilhelms Neto síðustu daga.

Þar er hann mikið að tala um hver hafi í raun og veru drepið Friðrik Dór.

 „Ég myndi segja að söngvarinn Friðrik Dór hafi dáið. Eftir lokatónleikana hans í Kaplakriki fór ég baksviðs og sá Friðrik Dór var dauður á gólfinu. Síðan fer ég og reyni að fá aðstoð og þá er hann horfinn,“ segir Vilhelm sem er að rannsaka hvað varð um Friðrik Dór sem er að vinna að heimildaþáttum um málið í viðtali við Brennsluna í gær.

Víðs vegar um borgina má sjá skilti með yfirskriftinni Hver drap Friðrik Dór? og hægt er að hringja í númer til að koma með ábendingar. Einnig má fara inn á vefsíðuna fridrikdo.info.

Miðað við viðtalið er augljóslega um grín að ræða en hér að neðan má hlusta á það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.