Stuðningsmenn Liverpool skotspónn á samfélagmiðlum vegna áforma sinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 09:00 Liverpool fólk fagnaði sigri í Meistaradeildinni í júní 2010 en máttu ekki fagna Englandsmeistaratitlinum í fyrra. Getty/Nigel Roddis Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool fái að heyra það á samfélagsmiðlum fyrir það að þrjóskast við að fá að halda sína sigurhátíð í sumar þó að hún verði ári of seint og mögulega eftir sannkallað martraðartímabil. Liverpool er ennþá Englandsmeistari en það styttist í það að félagið missi krúnuna aftur til Manchester City. Titilvörnin hefur gengið það illa upp á síðkastið að Liverpool er ekki aðeins að missa meistaratitilinn heldur á góðri leik með því að missa Meistaradeildarsæti líka. Liverpool endaði þrjátíu ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum síðasta sumar en fegna sóttvarnarreglna þá máttu stuðningsmennirnir ekki halda upp á það með hefðbundni sigurhátíð. Góður hópur fagnaði vissulega í óleyfi fyrir utan Anfield en stuðningsmennirnir fengu ekki að halda upp á þetta saman. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, biðlaði til stuðningsmanna sinna i júní að bíða með fagnaðarlætin og í staðinn myndu allir halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. 'That will be one of the most embarrassing things the club has ever done'Liverpool fans are wanting to hold a Premier League title parade in June. https://t.co/7kiEsBWaSg— SPORTbible (@sportbible) February 23, 2021 „Það mun renna upp sá dagur þegar allt verður eðlilegt á ný,“ sagði Jürgen Klopp og bætti við: „Þegar einhver hefur búið til bóluefni, þegar einhver hefur fundið lausnina á vandamálinu og þegar smitunum hefur verið útrýmt. Sá dagur mun koma á endanum. Þá höfum við okkar rétt til að fagna því sem viljum fagna,“ sagði Klopp. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í gær að áhorfendur mættu mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíða Liverpool á Twitter sagði frá því að 21. júní næstkomandi er búist við að verði búið að létta á öllum hömlum vegna kórónuveirunnar í Bretlandi. „Það þýðir líka að við getum haldið sigurskrúðgönguna sem Jürgen lofaði okkur,“ sagði í færslunni á stuðningsmannasíðunni. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool hafi orðið fyrir athlægi og verið skotspónn á samfélagsmiðlum þegar fréttist af því að þeir vilji enn halda sigurhátíð þrátt fyrir hörmungargengi liðsins á þessari leiktíð. Menn finnst það heldur hjákátlegt að ætla að halda sigurhátíð á sama tíma og liðið sem var að tryggja sér titilinn og eftir tímabil þegar engin ástæða er til að fagna einu eða neinu. Titilvörn Liverpool er búin þótt að það sé aðeins febrúar, liðið er bara í sjötta sætinu og úr leik í báðum bikarkeppnum. Einu möguleikinn á titli er í Meistaradeildinni en miðað við spilamennskuna að undanförnu þá eru sigurlíkurnar ekki miklar þar. Hvort stuðningsmenn Liverpool standi að sér háðsglósurnar og brandarana verður bara að koma í ljós. Það var sárt fyrir þá flesta að geta ekki haldið almennilega upp á fyrsta Englandsmeistaratitilinn í þrjátíu ár. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira
Liverpool er ennþá Englandsmeistari en það styttist í það að félagið missi krúnuna aftur til Manchester City. Titilvörnin hefur gengið það illa upp á síðkastið að Liverpool er ekki aðeins að missa meistaratitilinn heldur á góðri leik með því að missa Meistaradeildarsæti líka. Liverpool endaði þrjátíu ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum síðasta sumar en fegna sóttvarnarreglna þá máttu stuðningsmennirnir ekki halda upp á það með hefðbundni sigurhátíð. Góður hópur fagnaði vissulega í óleyfi fyrir utan Anfield en stuðningsmennirnir fengu ekki að halda upp á þetta saman. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, biðlaði til stuðningsmanna sinna i júní að bíða með fagnaðarlætin og í staðinn myndu allir halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. 'That will be one of the most embarrassing things the club has ever done'Liverpool fans are wanting to hold a Premier League title parade in June. https://t.co/7kiEsBWaSg— SPORTbible (@sportbible) February 23, 2021 „Það mun renna upp sá dagur þegar allt verður eðlilegt á ný,“ sagði Jürgen Klopp og bætti við: „Þegar einhver hefur búið til bóluefni, þegar einhver hefur fundið lausnina á vandamálinu og þegar smitunum hefur verið útrýmt. Sá dagur mun koma á endanum. Þá höfum við okkar rétt til að fagna því sem viljum fagna,“ sagði Klopp. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í gær að áhorfendur mættu mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíða Liverpool á Twitter sagði frá því að 21. júní næstkomandi er búist við að verði búið að létta á öllum hömlum vegna kórónuveirunnar í Bretlandi. „Það þýðir líka að við getum haldið sigurskrúðgönguna sem Jürgen lofaði okkur,“ sagði í færslunni á stuðningsmannasíðunni. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool hafi orðið fyrir athlægi og verið skotspónn á samfélagsmiðlum þegar fréttist af því að þeir vilji enn halda sigurhátíð þrátt fyrir hörmungargengi liðsins á þessari leiktíð. Menn finnst það heldur hjákátlegt að ætla að halda sigurhátíð á sama tíma og liðið sem var að tryggja sér titilinn og eftir tímabil þegar engin ástæða er til að fagna einu eða neinu. Titilvörn Liverpool er búin þótt að það sé aðeins febrúar, liðið er bara í sjötta sætinu og úr leik í báðum bikarkeppnum. Einu möguleikinn á titli er í Meistaradeildinni en miðað við spilamennskuna að undanförnu þá eru sigurlíkurnar ekki miklar þar. Hvort stuðningsmenn Liverpool standi að sér háðsglósurnar og brandarana verður bara að koma í ljós. Það var sárt fyrir þá flesta að geta ekki haldið almennilega upp á fyrsta Englandsmeistaratitilinn í þrjátíu ár.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira