„Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 18:16 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu verkfræðistofu. aðsend mynd Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. Mygla í húsnæði og möguleg áhrif hennar á lýðheilsu hefur verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið, einkum í tengslum við fréttir af myglu sem upp hefur komið á nýjan leik í Fossvogsskóla. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu ræddi um myglu í húsum og áhrif hennar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð hvort mygla sé algengari nú en áður. „Það er góð spurning og í rauninni kannski ekki eitthvað sem að við vitum nógu vel. Þetta er meira í umræðunni, við vitum meira af þessu. Við erum meðvituð um að ef við finnum einhver einkenni í ákveðnum byggingum að það gæti verið út af rakaskemmdum eða einhverju slíku,“ segir Sylgja. Lengi vel vanþekking á vandamálinu „Síðan er annað sem er svolítið mikilvægt að við áttum okkur á er að mjög mikið af okkar húsakosti er komið á þann tíma að við erum farin að finna fyrir því ef að við sinnum ekki nógu góðu viðhaldi,“ segir Sylgja. Vanþekking á rakavandamálum á Íslandi hafi verið til staðar og ekki hafi verið brugðist nógu vel við því hingað til. „Við höfum verið að gera við húsnæði sem leka án þess oft að fara inn og klára viðgerðirnar innandyra með því að fjarlægja rakaskemmdir í byggingarefni. Og það er það sem við erum helst að sjá núna með hús sem eru komin á þennan aldur núna, fjörutíu til sextíu ára, það eru gamlir lekar sem við höfðum ekki brugðist við innandyra,“ útskýrir Sylgja. Gluggalekar og léleg þétting meðfram gluggum sé ein helsta áskorunin. Þar séu tækifæri til bætingar. „Í dag í nýrri húsum sem eru einangruð að utan þá sjáum við lekana miklu fyrr, það er að segja, það kjaftar fyrr frá. Við tökum eftir því og getum brugðist við,“ segir Sylgja. Góð loftskipti lykillinn Þá leggur hún áherslu á mikilvægi góðrar loftræstingar. „Við þurfum að vera dugleg að hafa loftskipti í húsunum okkar af því að við byggjum þétt,“ segir Sylgja. Stundum dugi ekki til aðeins að opna glugga. „Við þurfum að kynda og tryggja loftskipti og stundum dugar ekkert annað en vélræn loftskipti til að tryggja gegnumblástur og loftskipti eins og við viljum hafa,“ segir Sylgja. Skoða þurfi í hverju tilfelli hvaða leiðir henta í hverju húsnæði. Mygla í hverju húsi Hún segir eðlilegt að mygla myndist á heimilum upp að vissu marki, algengt sé að mygla byrji að myndast til dæmis við óþétta glugga eða blöndunartæki. Alltaf ætti að fjarlægja mylgu sem byrjar að myndast verði maður hennar var. „Í lýðheilsulegu tilliti þá ættum við alltaf að fjarlægja það. Við ættum að hreinsa reglulega niðurföllin, fylgjast með kíttinu í kringum sturtuna og fylgjast með þessum þéttingum sem eru í kringum votrými og annað. Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi, ég get alveg sagt ykkur það, en við eigum samt að vera meðvituð um að halda því niðri og ekki hafa viðvarandi leka og raka,“ segir Sylgja. Viðtalið við hana í heild sinni í Reykjavík síðdegis í dag má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Húsráð Húsnæðismál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík síðdegis Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Mygla í húsnæði og möguleg áhrif hennar á lýðheilsu hefur verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið, einkum í tengslum við fréttir af myglu sem upp hefur komið á nýjan leik í Fossvogsskóla. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu ræddi um myglu í húsum og áhrif hennar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð hvort mygla sé algengari nú en áður. „Það er góð spurning og í rauninni kannski ekki eitthvað sem að við vitum nógu vel. Þetta er meira í umræðunni, við vitum meira af þessu. Við erum meðvituð um að ef við finnum einhver einkenni í ákveðnum byggingum að það gæti verið út af rakaskemmdum eða einhverju slíku,“ segir Sylgja. Lengi vel vanþekking á vandamálinu „Síðan er annað sem er svolítið mikilvægt að við áttum okkur á er að mjög mikið af okkar húsakosti er komið á þann tíma að við erum farin að finna fyrir því ef að við sinnum ekki nógu góðu viðhaldi,“ segir Sylgja. Vanþekking á rakavandamálum á Íslandi hafi verið til staðar og ekki hafi verið brugðist nógu vel við því hingað til. „Við höfum verið að gera við húsnæði sem leka án þess oft að fara inn og klára viðgerðirnar innandyra með því að fjarlægja rakaskemmdir í byggingarefni. Og það er það sem við erum helst að sjá núna með hús sem eru komin á þennan aldur núna, fjörutíu til sextíu ára, það eru gamlir lekar sem við höfðum ekki brugðist við innandyra,“ útskýrir Sylgja. Gluggalekar og léleg þétting meðfram gluggum sé ein helsta áskorunin. Þar séu tækifæri til bætingar. „Í dag í nýrri húsum sem eru einangruð að utan þá sjáum við lekana miklu fyrr, það er að segja, það kjaftar fyrr frá. Við tökum eftir því og getum brugðist við,“ segir Sylgja. Góð loftskipti lykillinn Þá leggur hún áherslu á mikilvægi góðrar loftræstingar. „Við þurfum að vera dugleg að hafa loftskipti í húsunum okkar af því að við byggjum þétt,“ segir Sylgja. Stundum dugi ekki til aðeins að opna glugga. „Við þurfum að kynda og tryggja loftskipti og stundum dugar ekkert annað en vélræn loftskipti til að tryggja gegnumblástur og loftskipti eins og við viljum hafa,“ segir Sylgja. Skoða þurfi í hverju tilfelli hvaða leiðir henta í hverju húsnæði. Mygla í hverju húsi Hún segir eðlilegt að mygla myndist á heimilum upp að vissu marki, algengt sé að mygla byrji að myndast til dæmis við óþétta glugga eða blöndunartæki. Alltaf ætti að fjarlægja mylgu sem byrjar að myndast verði maður hennar var. „Í lýðheilsulegu tilliti þá ættum við alltaf að fjarlægja það. Við ættum að hreinsa reglulega niðurföllin, fylgjast með kíttinu í kringum sturtuna og fylgjast með þessum þéttingum sem eru í kringum votrými og annað. Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi, ég get alveg sagt ykkur það, en við eigum samt að vera meðvituð um að halda því niðri og ekki hafa viðvarandi leka og raka,“ segir Sylgja. Viðtalið við hana í heild sinni í Reykjavík síðdegis í dag má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Húsráð Húsnæðismál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík síðdegis Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“