Spilaði bókstaflega allt frá sér Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2021 10:29 Karítas hefur ekki spilað í fjögur ár. Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. Vandamálið byrjaði þegar hún var í kringum tíu ára aldurinn en þá byrjaði hún að fara í spilakassa úti í sjoppu. „Margir af krökkunum sem voru með mér í skóla tóku eftir þessu og byrjuðu að kalla mig spilafíkil og mér fannst það rosalega sárt og erfitt,“ segir Karítas í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún var lögð í einelti í skóla, átti ekki marga vini og fann öryggi í spilakössum sem hún sótti meira og meira í. „Það var einn og einn staður sem ég varð stöðvuð vegna aldurs en þá valdi maður bara þá staði sem maður komst upp með þetta. Ég notaði nammipeninginn minn og einstaka sinnum notaði ég það sem átti að vera fyrir nesti í skólanum. Svo var ég rosalega dugleg með svona tombólur og safnaði flöskum,“ segir Karítas og viðurkennir að hafa stolið peningum, farið í buxur og úlpuvasa hjá pabba sínum og jafnvel fleirum til að komast í spilakassa og alltaf tapaði hún öllu. Send aftur til Íslands „Ég fer svo eftir tíunda bekk til Bandaríkjanna til mömmu minnar og hún átti svona poolstofu og inni á henni voru spilakassar. Í raun og veru voru þessir fjórir, fimm spilakassar það sem hélt fyrirtækinu gangandi. Það sýnir í raun að þetta er búið til til að taka af þér peninga fyrst þetta gat haldið á floti heilu fyrirtæki,“ segir Karítas sem komst aldrei í gegnum daginn án þess að spila og stal hún peningum úr sjálfsölum. Var þetta orðið svo mikið vandamál þegar hún var aðeins sextán ára að sá peningur sem hún vann sér inn á staðnum fór allur í kassana. Mamma hennar komst að þessu og varð samband þeirra þannig að Karítas var aftur send heim til Íslands. Hún flutti inn til ömmu sinnar, byrjaði að vinna, var dugleg og flutti inn til stráks og byrjaði að vera með honum. Karítas eignaðist ung sitt fyrsta barn. „Ég varð mjög fljótt ólétt og var ég búin að ákveða það að ég myndi ekki spila þegar barnið kæmi. En ákvað að spila nægilega mikið þangað til og nota tímann. Þá vorum við bæði að spila. Við missum íbúðina og ég fæ að vera í bílskúrnum hjá frænku minni. Ég var þarna kasólétt og svaf á dýnu í bílskúrnum og í rauninni hefðum við alveg geta leigt, en þá hefðum við ekki getað spilað og við lögðum þetta á okkur til þess.“ Eftir að barnið kemur í heiminn skilur hún við barnsföður sinn, flytur heim til pabba síns með kornabarn. Hún segist hafa sett sér allskonar reglur eins og taka aldrei lán og fleira. „En smá saman því veikari sem þú verður fer maður yfir þessi mörk,“ segir Karítas sem kynnist seinna öðrum manni. Hvarf allt í einu „Það gengur rosalega vel. Hann var yndislegur við strákinn minn og ég man eftir yndislegu augnabliki þar sem hann er að leika við strákinn minn úti í garði og það var rosalega fallegt en þá kemur upp þessi fíkn og ég læt mig bara hverfa og skil þennan mann bara eftir með eins árs barninu mínu og þetta var í raun bláókunnugur maður fyrir honum. Ég hvarf í einhvern tíma og fór að spila. Svo kem ég aftur og hann var bara í sjokki. Þarna viðurkenni ég fyrir honum að ég væri spilafíkill,“ segir Karítas en maðurinn lét sig ekki hverfa og vildi hjálpa henni. Hann fékk hana til að leita sér hjálpar, fara á fundi og allt gekk vel. Hún verður ólétt og þau eignast barn saman en þá helltist löngunin yfir hana. Fyrsta ferðin í spilakassann var þegar hún var aðeins tíu ára gömul. „Ég var í fæðingarorlofi og var pirruð allan daginn. Það eina sem ég gat hugsað um var hvenær hann myndi eiginlega koma svo ég gæti farið og spilað. Svo var líka þessi hugsun, hvað á ég að gera til að ég geti farið út. Þá var búin til einhver bomba til að geta rokið út og skellt hurðinni og farið að spila.“ Hún segist varla hafa geta sinnt börnunum sínum á þessum tíma og segir að líkami hennar hafi kannski verið á staðnum en hugurinn ekki. Oftast var hún að reyna finna út hvernig hún gæti unnið til baka því sem hún hefði tapað. Hann hafi sýnt ótrúlega þolinmæði jafnvel lagt inn á hana. Auðvitað hafi hann verið ráðalaus og jafnvel meðvirkur. „Hann var alltaf að reyna ýta mér á fundi því ég náði þarna einu ári,“ segir Karítas. Þau eignast annað barn saman og nær Karítas að halda sér frá kössunum í heil níu ár. Þau flytja til Vestmannaeyja þar sem stuðningurinn var minni og færri fundir að fara á og hún dettur í sama gír og áður. Heppin með hann „Ég byrja að stela af Visa kortinu hans, brjóta upp baukana hjá börnunum mínum og fór bara í alla vasa inni í húsinu. Ég bara varð að fá pening.“ Hún segir skömmina mikla, að hafa ekki þessa stjórn á sér og stela og ljúga út í eitt og fara með fjárhag fjölskyldunnar út í kassa. Milljónir í þessu tilfelli. Karítas fór fram á skilnað, maðurinn fékk forræði og tók einnig son hennar úr fyrra sambandi sem hún var þakklát fyrir. Líðan Karítasar var allt annað en góð og á hana leituðu sjálfsvígshugsanir sem gengu allt of langt. Hún reyndi að taka eigið líf en sem betur fer kom hennar fyrrverandi að henni áður en illa fór. Eftir þetta segir hann við hana: „Karítas, viltu vera svo góð að vilja hjálpa sjálfri þér. Ég skal gera allt fyrir þig. Þegar þú ert orðin betri getur þú fengið forræðið aftur til hálfs og hann var tilbúinn að ganga með mér þessa leið þótt við værum ekki saman. Ég er bara rosalega heppin með hann.“ Karítas ákvað að fara í meðferð en síðan eru liðin tæp fjögur ár. Hún hefur ekki fengið forræðið en verið dugleg að vinna í sér á þessu tímabili. Sambandið við börnin er gott. Á Vogi vann hún einnig í öðrum áföllum, áföllum eins og nauðgun, áfalli sem hún vann aldrei í hér áður fyrr. „Ég er dauðhrædd við að falla en eins og mér líður núna er það ekki inni í myndinni.“ Karítas sagði sögu sína fyrst í Kompás á síðasta ári þegar fjallað var um heim þeirra sem glíma við spilafíkn. Ísland í dag Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Vandamálið byrjaði þegar hún var í kringum tíu ára aldurinn en þá byrjaði hún að fara í spilakassa úti í sjoppu. „Margir af krökkunum sem voru með mér í skóla tóku eftir þessu og byrjuðu að kalla mig spilafíkil og mér fannst það rosalega sárt og erfitt,“ segir Karítas í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún var lögð í einelti í skóla, átti ekki marga vini og fann öryggi í spilakössum sem hún sótti meira og meira í. „Það var einn og einn staður sem ég varð stöðvuð vegna aldurs en þá valdi maður bara þá staði sem maður komst upp með þetta. Ég notaði nammipeninginn minn og einstaka sinnum notaði ég það sem átti að vera fyrir nesti í skólanum. Svo var ég rosalega dugleg með svona tombólur og safnaði flöskum,“ segir Karítas og viðurkennir að hafa stolið peningum, farið í buxur og úlpuvasa hjá pabba sínum og jafnvel fleirum til að komast í spilakassa og alltaf tapaði hún öllu. Send aftur til Íslands „Ég fer svo eftir tíunda bekk til Bandaríkjanna til mömmu minnar og hún átti svona poolstofu og inni á henni voru spilakassar. Í raun og veru voru þessir fjórir, fimm spilakassar það sem hélt fyrirtækinu gangandi. Það sýnir í raun að þetta er búið til til að taka af þér peninga fyrst þetta gat haldið á floti heilu fyrirtæki,“ segir Karítas sem komst aldrei í gegnum daginn án þess að spila og stal hún peningum úr sjálfsölum. Var þetta orðið svo mikið vandamál þegar hún var aðeins sextán ára að sá peningur sem hún vann sér inn á staðnum fór allur í kassana. Mamma hennar komst að þessu og varð samband þeirra þannig að Karítas var aftur send heim til Íslands. Hún flutti inn til ömmu sinnar, byrjaði að vinna, var dugleg og flutti inn til stráks og byrjaði að vera með honum. Karítas eignaðist ung sitt fyrsta barn. „Ég varð mjög fljótt ólétt og var ég búin að ákveða það að ég myndi ekki spila þegar barnið kæmi. En ákvað að spila nægilega mikið þangað til og nota tímann. Þá vorum við bæði að spila. Við missum íbúðina og ég fæ að vera í bílskúrnum hjá frænku minni. Ég var þarna kasólétt og svaf á dýnu í bílskúrnum og í rauninni hefðum við alveg geta leigt, en þá hefðum við ekki getað spilað og við lögðum þetta á okkur til þess.“ Eftir að barnið kemur í heiminn skilur hún við barnsföður sinn, flytur heim til pabba síns með kornabarn. Hún segist hafa sett sér allskonar reglur eins og taka aldrei lán og fleira. „En smá saman því veikari sem þú verður fer maður yfir þessi mörk,“ segir Karítas sem kynnist seinna öðrum manni. Hvarf allt í einu „Það gengur rosalega vel. Hann var yndislegur við strákinn minn og ég man eftir yndislegu augnabliki þar sem hann er að leika við strákinn minn úti í garði og það var rosalega fallegt en þá kemur upp þessi fíkn og ég læt mig bara hverfa og skil þennan mann bara eftir með eins árs barninu mínu og þetta var í raun bláókunnugur maður fyrir honum. Ég hvarf í einhvern tíma og fór að spila. Svo kem ég aftur og hann var bara í sjokki. Þarna viðurkenni ég fyrir honum að ég væri spilafíkill,“ segir Karítas en maðurinn lét sig ekki hverfa og vildi hjálpa henni. Hann fékk hana til að leita sér hjálpar, fara á fundi og allt gekk vel. Hún verður ólétt og þau eignast barn saman en þá helltist löngunin yfir hana. Fyrsta ferðin í spilakassann var þegar hún var aðeins tíu ára gömul. „Ég var í fæðingarorlofi og var pirruð allan daginn. Það eina sem ég gat hugsað um var hvenær hann myndi eiginlega koma svo ég gæti farið og spilað. Svo var líka þessi hugsun, hvað á ég að gera til að ég geti farið út. Þá var búin til einhver bomba til að geta rokið út og skellt hurðinni og farið að spila.“ Hún segist varla hafa geta sinnt börnunum sínum á þessum tíma og segir að líkami hennar hafi kannski verið á staðnum en hugurinn ekki. Oftast var hún að reyna finna út hvernig hún gæti unnið til baka því sem hún hefði tapað. Hann hafi sýnt ótrúlega þolinmæði jafnvel lagt inn á hana. Auðvitað hafi hann verið ráðalaus og jafnvel meðvirkur. „Hann var alltaf að reyna ýta mér á fundi því ég náði þarna einu ári,“ segir Karítas. Þau eignast annað barn saman og nær Karítas að halda sér frá kössunum í heil níu ár. Þau flytja til Vestmannaeyja þar sem stuðningurinn var minni og færri fundir að fara á og hún dettur í sama gír og áður. Heppin með hann „Ég byrja að stela af Visa kortinu hans, brjóta upp baukana hjá börnunum mínum og fór bara í alla vasa inni í húsinu. Ég bara varð að fá pening.“ Hún segir skömmina mikla, að hafa ekki þessa stjórn á sér og stela og ljúga út í eitt og fara með fjárhag fjölskyldunnar út í kassa. Milljónir í þessu tilfelli. Karítas fór fram á skilnað, maðurinn fékk forræði og tók einnig son hennar úr fyrra sambandi sem hún var þakklát fyrir. Líðan Karítasar var allt annað en góð og á hana leituðu sjálfsvígshugsanir sem gengu allt of langt. Hún reyndi að taka eigið líf en sem betur fer kom hennar fyrrverandi að henni áður en illa fór. Eftir þetta segir hann við hana: „Karítas, viltu vera svo góð að vilja hjálpa sjálfri þér. Ég skal gera allt fyrir þig. Þegar þú ert orðin betri getur þú fengið forræðið aftur til hálfs og hann var tilbúinn að ganga með mér þessa leið þótt við værum ekki saman. Ég er bara rosalega heppin með hann.“ Karítas ákvað að fara í meðferð en síðan eru liðin tæp fjögur ár. Hún hefur ekki fengið forræðið en verið dugleg að vinna í sér á þessu tímabili. Sambandið við börnin er gott. Á Vogi vann hún einnig í öðrum áföllum, áföllum eins og nauðgun, áfalli sem hún vann aldrei í hér áður fyrr. „Ég er dauðhrædd við að falla en eins og mér líður núna er það ekki inni í myndinni.“ Karítas sagði sögu sína fyrst í Kompás á síðasta ári þegar fjallað var um heim þeirra sem glíma við spilafíkn.
Ísland í dag Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira