Spillingin liggur víða Brynjar Níelsson skrifar 22. febrúar 2021 10:03 Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. Það gerist á sama tíma og Alþingi hefur staðið í umtalsverðum lagabreytingum í þeim tilgangi að sporna við og draga úr möguleika á spillingu. Má þar nefna ný upplýsingalög og breytingar á þeim síðustu ár til að auka gagnsæi í stjórnsýslunni og meðferð mála þar. Hertar reglur um fjármál stjórnmálaflokka og aukið eftirlit. Settar hafa verið siðareglur og gerðar auknar kröfur um hagsmunaskráningu þeirra sem fara með opinbert vald. Aukið gangsæi í opinberum innkaupum með lögum frá árinu 2016. Rannsókn og saksókn í efnahagsbrotum bætt til muna og refsingar fyrir mútur þyngdar. Þá tóku gildi á síðasta ári lög um vernd uppljóstrara og varnir efldar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar sem þessi mæling og þróun á spillingarvísitölu Íslands stenst augljóslega enga skoðun vaknaði áhugi minn á því hverjir stæðu að baki Íslandsdeild Transparency International, sem kallar sig Gagnsæi, og hverjir mæli þessa spillingu og hvernig. Í ljós kom að í stjórn og framkvæmdastjórn Gagnsæis er fólk sem hefur verið áberandi þátttakendur í stjórnmálum og pólitískri umræðu og verið mjög gagnrýnið á ríkisstjórnir frá árinu 2013. Þá þegar byrjuðu að klingja viðvörunarbjöllur hjá mér og urðu háværari eftir að Viðskiptablaðið gerði mjög góða úttekt á þessu ferli öllu saman. Samkvæmt umfjöllun blaðsins eru sjö alþjóðlegar stofnanir sem leggja mat á spillingu í hverju ríki. Nú liggur ekki fyrir við hvaða „sérfræðinga“ þessar stofnanir töluðu við í matinu á spillingu á Íslandi en ætla má að þeir hafi fæstir verið vel kunnugir því sem löggjafinn og stjórnvöld hafi verið að gera á undanförnum árum í baráttu gegn hvers konar spillingu eða ákveðið að líta fram hjá því. Ein þessara stofnana, Bertelsmann Foundation, var fullkomlega á skjön við hinar sex í matinu. Samkvæmt niðurstöðu hennar er Ísland á pari við Mexíkó og Búlgaríu þegar kemur að spillingu í opinbera kerfinu. Hver skyldi svo hafa verið í framlínunni hjá þessari stofnun? Jú, enginn annar en Þorvaldur Gylfason af öllum mönnum. Þorvaldur hefur ekki aðeins verið þátttakandi í pólitískri umræðu heldur einnig verið í framboði til Alþingis, að vísu án nokkurs árangurs. Byggðist sú barátta hans á því að hér væri allt grasserandi í spillingu og pólitískir andstæðingar hans, hvort sem það voru flokkar eða einstaklingar, væru spilltir niður í tær. Ég er stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. Traust og trúverðugleiki er forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi. Ekki bætir úr skák að þessi fráleita niðurstaða á spillingarvísitölu Íslands byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar. Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum. Ef alþjóðlegu samtökin, Transparency International, láta þessi vinnubrögð óátalin, eins og allt bendir til, glata þeir trausti og trúverðugleika. Það væri miður því mikilvægt er að veita stjórnvöldum á hverjum tíma aðhald. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Alþingi Stjórnsýsla Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. Það gerist á sama tíma og Alþingi hefur staðið í umtalsverðum lagabreytingum í þeim tilgangi að sporna við og draga úr möguleika á spillingu. Má þar nefna ný upplýsingalög og breytingar á þeim síðustu ár til að auka gagnsæi í stjórnsýslunni og meðferð mála þar. Hertar reglur um fjármál stjórnmálaflokka og aukið eftirlit. Settar hafa verið siðareglur og gerðar auknar kröfur um hagsmunaskráningu þeirra sem fara með opinbert vald. Aukið gangsæi í opinberum innkaupum með lögum frá árinu 2016. Rannsókn og saksókn í efnahagsbrotum bætt til muna og refsingar fyrir mútur þyngdar. Þá tóku gildi á síðasta ári lög um vernd uppljóstrara og varnir efldar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar sem þessi mæling og þróun á spillingarvísitölu Íslands stenst augljóslega enga skoðun vaknaði áhugi minn á því hverjir stæðu að baki Íslandsdeild Transparency International, sem kallar sig Gagnsæi, og hverjir mæli þessa spillingu og hvernig. Í ljós kom að í stjórn og framkvæmdastjórn Gagnsæis er fólk sem hefur verið áberandi þátttakendur í stjórnmálum og pólitískri umræðu og verið mjög gagnrýnið á ríkisstjórnir frá árinu 2013. Þá þegar byrjuðu að klingja viðvörunarbjöllur hjá mér og urðu háværari eftir að Viðskiptablaðið gerði mjög góða úttekt á þessu ferli öllu saman. Samkvæmt umfjöllun blaðsins eru sjö alþjóðlegar stofnanir sem leggja mat á spillingu í hverju ríki. Nú liggur ekki fyrir við hvaða „sérfræðinga“ þessar stofnanir töluðu við í matinu á spillingu á Íslandi en ætla má að þeir hafi fæstir verið vel kunnugir því sem löggjafinn og stjórnvöld hafi verið að gera á undanförnum árum í baráttu gegn hvers konar spillingu eða ákveðið að líta fram hjá því. Ein þessara stofnana, Bertelsmann Foundation, var fullkomlega á skjön við hinar sex í matinu. Samkvæmt niðurstöðu hennar er Ísland á pari við Mexíkó og Búlgaríu þegar kemur að spillingu í opinbera kerfinu. Hver skyldi svo hafa verið í framlínunni hjá þessari stofnun? Jú, enginn annar en Þorvaldur Gylfason af öllum mönnum. Þorvaldur hefur ekki aðeins verið þátttakandi í pólitískri umræðu heldur einnig verið í framboði til Alþingis, að vísu án nokkurs árangurs. Byggðist sú barátta hans á því að hér væri allt grasserandi í spillingu og pólitískir andstæðingar hans, hvort sem það voru flokkar eða einstaklingar, væru spilltir niður í tær. Ég er stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. Traust og trúverðugleiki er forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi. Ekki bætir úr skák að þessi fráleita niðurstaða á spillingarvísitölu Íslands byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar. Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum. Ef alþjóðlegu samtökin, Transparency International, láta þessi vinnubrögð óátalin, eins og allt bendir til, glata þeir trausti og trúverðugleika. Það væri miður því mikilvægt er að veita stjórnvöldum á hverjum tíma aðhald. Höfundur er alþingismaður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun