Djokovic vann átjánda titilinn kvalinn af meiðslum Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2021 10:00 Novak Djokovic smellir kossi á verðlaunagripinn á ströndinni í Melbourne. Getty/Graham Denholm „Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Novak Djokovic. Serbinn viðurkenndi eftir átjánda risamótssigur sinn í tennis að hann hefði spilað meiddur í síðustu leikjunum á mótinu sem lauk í Ástralíu um helgina. Djokovic er nú aðeins tveimur risamótstitlum frá metinu sem Roger Federer og Rafael Nadal deila yfir flesta sigra á risamótunum fjórum. Það sem gerir sigur Djokovic á Opna ástralska mótinu enn merkilegri er að hann tognaði í kviðvöðva í sigrinum gegn Taylor Fritz í 3. umferð. „Ég var ansi áhyggjufullur. Það virtist ekki raunhæft að ég gæti spilað. Ég vissi það ekki fyrr en tveimur klukkutímum fyrir leikinn í fjórðu umferð. Þá fór ég aftur út á völl og spilaði í fyrsta sinn síðan í þriðju umferðinni,“ sagði Djokovic. „Sársaukinn var ekki meiri en svo að ég þoldi hann. Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Djokovic. Lék meiddur í fjórum leikjum en tapaði bara tveimur settum Á meðal þeirra sem Djokovic vann þrátt fyrir meiðslin voru tveir spilarar sem hafa náð að vera í þriðja sæti heimslistans, þeir Milos Raonic og Alexander Zverev, og í úrslitunum mætti Djokovic Rússanum Daniil Medvedev sem hafði unnið 20 leiki í röð. Djokovic vann raunar af miklu öryggi, meðal annars úrslitaleikinn í þremur settum, og skeytti ekki um að meiðslin gætu versnað við að negla uppgjöfum yfir netið. Hann tapaði aðeins tveimur settum meiddur, í samtals fjórum leikjum. „Hvort ég hafi verið meðvitaður um þá staðreynd að ég gæti mögulega gert meiðslin enn verri? Já, ég vissi það. Ef það var eitthvað mót sem ég hefði samt spilað á þá var það þetta mót, eða hvaða risamót sem er, þó að það gæti kostað verri meiðsli. Ég gerði þetta auðvitað ekki allt sjálfur. Læknateymið og sjúkraþjálfarinn minn unnu frábært starf. Með Guðs mildi tókst mér að vinna þetta afrek og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Djokovic. Tennis Ástralía Serbía Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Djokovic er nú aðeins tveimur risamótstitlum frá metinu sem Roger Federer og Rafael Nadal deila yfir flesta sigra á risamótunum fjórum. Það sem gerir sigur Djokovic á Opna ástralska mótinu enn merkilegri er að hann tognaði í kviðvöðva í sigrinum gegn Taylor Fritz í 3. umferð. „Ég var ansi áhyggjufullur. Það virtist ekki raunhæft að ég gæti spilað. Ég vissi það ekki fyrr en tveimur klukkutímum fyrir leikinn í fjórðu umferð. Þá fór ég aftur út á völl og spilaði í fyrsta sinn síðan í þriðju umferðinni,“ sagði Djokovic. „Sársaukinn var ekki meiri en svo að ég þoldi hann. Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Djokovic. Lék meiddur í fjórum leikjum en tapaði bara tveimur settum Á meðal þeirra sem Djokovic vann þrátt fyrir meiðslin voru tveir spilarar sem hafa náð að vera í þriðja sæti heimslistans, þeir Milos Raonic og Alexander Zverev, og í úrslitunum mætti Djokovic Rússanum Daniil Medvedev sem hafði unnið 20 leiki í röð. Djokovic vann raunar af miklu öryggi, meðal annars úrslitaleikinn í þremur settum, og skeytti ekki um að meiðslin gætu versnað við að negla uppgjöfum yfir netið. Hann tapaði aðeins tveimur settum meiddur, í samtals fjórum leikjum. „Hvort ég hafi verið meðvitaður um þá staðreynd að ég gæti mögulega gert meiðslin enn verri? Já, ég vissi það. Ef það var eitthvað mót sem ég hefði samt spilað á þá var það þetta mót, eða hvaða risamót sem er, þó að það gæti kostað verri meiðsli. Ég gerði þetta auðvitað ekki allt sjálfur. Læknateymið og sjúkraþjálfarinn minn unnu frábært starf. Með Guðs mildi tókst mér að vinna þetta afrek og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Djokovic.
Tennis Ástralía Serbía Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira