Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2021 08:01 Zlatko Saracevic sneri sér að þjálfun árið 2003 og var meðal annars um tíma aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins. EPA/ANTONIO BAT Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. Saracevic, sem á tíma sínum sem leikmaður vann til að mynda ólympíugull í Atlanta árið 1996, varð 59 ára gamall. Eftir farsælan feril sem leikmaður gerðist Saracevic þjálfari. Hann hefur stýrt sigursælasta kvennaliði Króatíu, Podravka, síðustu ár. Saracevic hafði nýlokið við að stýra Podravka til 32-29 sigurs á aðalkeppinautunum í Lokomotiva í gær þegar hann lést af völdum hjartaáfalls. Zlatko Saracevic í landsleik með Króatíu.EPA/ATTILA KISBENEDEK Saracevic var samkvæmt króatískum miðlum að aka markmannsþjálfaranum Barböru Stancin heim þegar hann fékk hjartaáfallið þar sem þau biðu við umferðarljós. Stancin hringdi strax á sjúkrabíl og læknar reyndu lífgunartilraunir í 40 mínútur en án árangurs. Saracevic lék með landsliði Júgóslavíu á árum áður og varð heimsmeistari með liðinu árið 1986 í Sviss þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Hann vann einnig brons með Júgóslavíu á Ólympíuleikunum í Seúl 1988. Eftir að Króatía hlaut sjálfstæði vann Saracevic til þrennra verðlauna með liðinu á stórmótum á árunum 1994-1996. Fyrst vann Króatía brons á EM 1994, svo silfur á HM á Íslandi árið 1995, og loks gullið í Atlanta á Ólympíuleikunum. Handbolti Andlát Króatía Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Saracevic, sem á tíma sínum sem leikmaður vann til að mynda ólympíugull í Atlanta árið 1996, varð 59 ára gamall. Eftir farsælan feril sem leikmaður gerðist Saracevic þjálfari. Hann hefur stýrt sigursælasta kvennaliði Króatíu, Podravka, síðustu ár. Saracevic hafði nýlokið við að stýra Podravka til 32-29 sigurs á aðalkeppinautunum í Lokomotiva í gær þegar hann lést af völdum hjartaáfalls. Zlatko Saracevic í landsleik með Króatíu.EPA/ATTILA KISBENEDEK Saracevic var samkvæmt króatískum miðlum að aka markmannsþjálfaranum Barböru Stancin heim þegar hann fékk hjartaáfallið þar sem þau biðu við umferðarljós. Stancin hringdi strax á sjúkrabíl og læknar reyndu lífgunartilraunir í 40 mínútur en án árangurs. Saracevic lék með landsliði Júgóslavíu á árum áður og varð heimsmeistari með liðinu árið 1986 í Sviss þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Hann vann einnig brons með Júgóslavíu á Ólympíuleikunum í Seúl 1988. Eftir að Króatía hlaut sjálfstæði vann Saracevic til þrennra verðlauna með liðinu á stórmótum á árunum 1994-1996. Fyrst vann Króatía brons á EM 1994, svo silfur á HM á Íslandi árið 1995, og loks gullið í Atlanta á Ólympíuleikunum.
Handbolti Andlát Króatía Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira