Fótbolti

Hjörtur lék allan leikinn er Brönd­by fór á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bröndby er komið á topp dönsku úrvalsdeildarinnar.
Bröndby er komið á topp dönsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Hjörtur Hermannsson lék með Bröndby í dag er liðið lyfti sér upp á topp dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Þá var Jón Dagur Þorsteinsson í byrjunarliði AGF sem vann einnig sinn leik.

Hjörtur var hægra megin í þriggja manna vörn Bröndby er liðið tók á móti Vejle í dag. Hjörtur lék allan leikinn í 2-1 sigri en heiammenn komust í 2-0 áður en gestirnir minnkuðu muninn.

Bröndby er með 37 stig eftir sigur dagsins en ríkjandi meistarar Midtjylland eru í öðru sæti með aðeins stigi minna.

Þá var Jón Dagur í byrjunarliði AGF sem vann 2-0 sigur á SönderjyskE á heimavelli. Mörkin komu sein í leiknum en það fyrra kom úr vítaspyrnu eftir að Stefan Gartenman braut af sér og fékk þar af leiðandi sitt annað gula spjald í liði gestanna. AGF refsaði og skoraði tvívegis áður en Jón Dagur var tekinn af velli á 85. mínútu.

AGF er í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×