Clippers batt enda á sigurgöngu Utah Jazz og stórkostlegur Embiid lagði grunninn að sigri Philadelphia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2021 09:31 Joel Embiid var stórkostlegur í sigri Philadelphia 76ers í nótt. Mitchell Leff/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers batt enda á níu leikja sigurhrinu Utah Jazz og Joel Embiid skoraði 50 stig í sigri Philadelphia 76ers. Þá má einnig sjá öll úrslit næturinnar hér að neðan sem og stöðuna í deildinni. Clippers byrjaði leikinn vel og stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George, fóru mikinn. Þá hjálpaði Lou Williams til með fjölda stiga af bekknum. Komst liðið frá Los Angeles mest fimmtán stigum yfir en munurinn var kominn niður í átta í hálfleik. Í Donovan Mitchell setti svo í fluggírinn í þriðja leikhluta og jafnaði metin fyrir Jazz er leikhlutinn var hálfnaður, staðan 61-61. Eftir það var mjótt á munum en Markus Morris setti niður þriggja stiga körfu fyrir Clippers í stöðunni 96-92 og jók þar með muninn í sjö stig. Fór það langleiðina með að tryggja sigurinn og Clippers vann leikinn að lokum með fjögurra stiga mun, 116-112. Kawhi skoraði 29 stig í liði Clippers og Lou Williams bætti við 19 stigum. Hjá Utah var Donovan Mitchell með 35 stig. 29 points for Kawhi power the @LAClippers at Staples Center. pic.twitter.com/p225nl7dbu— NBA (@NBA) February 20, 2021 Philadelphia 76ers vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, lokatölur 112-105. Sá leikur væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Joel Embiid setti niður 50 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa fimm stoðsendingar. 76ers tróna nú á toppi Austurdeildarinnar með 20 sigra og tíu töp. Þar á eftir koma Brooklyn Nets [19-12] og Milwaukee Bucks [17-13]. Í Vesturdeildinni eru Utah Jazz sem fyrr á toppnum en liðið hefur unnið 24 leiki og aðeins tapað sex. Þar á eftir koma liðin frá Englaborginni, Lakers í öðru sæti [22-8] og Clippers þar á eftir [22-9]. JOEL. EMBIID. TAKES. OVER. 50 points (career high) 17 boards, 2 steals, 4 blocks 17-26 FGM, 15-17 FTM@JoelEmbiid x @sixers pic.twitter.com/692R6rOzEa— NBA (@NBA) February 20, 2021 Önnur úrslit Orlando Magic 124-120 Golden State Warriors Cleveland Cavaliers 103-120 Denver NuggetsBoston Celtics 121-109 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 114-132 Phoenix SunsMemphis Grizzlies 109-95 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 98-85 Oklahoma City Thunder Minnesota Timberwolves 81-86 Toronto Raptors NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Clippers byrjaði leikinn vel og stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George, fóru mikinn. Þá hjálpaði Lou Williams til með fjölda stiga af bekknum. Komst liðið frá Los Angeles mest fimmtán stigum yfir en munurinn var kominn niður í átta í hálfleik. Í Donovan Mitchell setti svo í fluggírinn í þriðja leikhluta og jafnaði metin fyrir Jazz er leikhlutinn var hálfnaður, staðan 61-61. Eftir það var mjótt á munum en Markus Morris setti niður þriggja stiga körfu fyrir Clippers í stöðunni 96-92 og jók þar með muninn í sjö stig. Fór það langleiðina með að tryggja sigurinn og Clippers vann leikinn að lokum með fjögurra stiga mun, 116-112. Kawhi skoraði 29 stig í liði Clippers og Lou Williams bætti við 19 stigum. Hjá Utah var Donovan Mitchell með 35 stig. 29 points for Kawhi power the @LAClippers at Staples Center. pic.twitter.com/p225nl7dbu— NBA (@NBA) February 20, 2021 Philadelphia 76ers vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, lokatölur 112-105. Sá leikur væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Joel Embiid setti niður 50 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa fimm stoðsendingar. 76ers tróna nú á toppi Austurdeildarinnar með 20 sigra og tíu töp. Þar á eftir koma Brooklyn Nets [19-12] og Milwaukee Bucks [17-13]. Í Vesturdeildinni eru Utah Jazz sem fyrr á toppnum en liðið hefur unnið 24 leiki og aðeins tapað sex. Þar á eftir koma liðin frá Englaborginni, Lakers í öðru sæti [22-8] og Clippers þar á eftir [22-9]. JOEL. EMBIID. TAKES. OVER. 50 points (career high) 17 boards, 2 steals, 4 blocks 17-26 FGM, 15-17 FTM@JoelEmbiid x @sixers pic.twitter.com/692R6rOzEa— NBA (@NBA) February 20, 2021 Önnur úrslit Orlando Magic 124-120 Golden State Warriors Cleveland Cavaliers 103-120 Denver NuggetsBoston Celtics 121-109 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 114-132 Phoenix SunsMemphis Grizzlies 109-95 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 98-85 Oklahoma City Thunder Minnesota Timberwolves 81-86 Toronto Raptors NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira