„Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 08:01 Starfsfólk Hljóðfærahússins í Reykjavík, fv.: Guðni Finnsson, Jón Kjartan Ingólfsson, Örn Eldjárn, Hörður Jónsson, Arnar Freyr Gunnarsson, Þórbergur Skagfjörð Ólafsson og Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri. Vísir/Vilhelm „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. „Músík er frumþörf í öllum. Við höfum til dæmis lært það í Covid að ef við komumst ekki á tónleika finnum við leið til að tónleikarnir komist til okkar,“ segir Arnar og bætir við: „Við höfum líka upplifað það hér í Hljóðfærahúsinu að í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast og kaupa sér hljóðfæri. Því í Covid hefur þörfin fyrir því að skapa orðið meira áberandi.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Hljóðfærahúsið sem stofnað var árið 1916. Þröngt í búi Stofnandi Hljóðfærahússins hét Anna Ellen Christense-Heines. Anna fæddist í Kaupmannahöfn árið 1889, hlaut æðri menntun og lauk einnig píanónámi. Á þessum tíma þekktist menntun sem þessi aðeins á betri heimilum. Í Morgunblaðinu árið 1941 var sagt frá því þegar Anna Friðriksson færði Háskóla Íslands konsertflygil að gjöf. Árið 1946 tók Alþýðublaðið viðtal við Önnu í tilefni þrjátíu ára afmælis verslunarinnar. Anna var þá sögð sú kona sem starfað hefði lengst allra kvenna í verslunarrekstri. Árið 1912 giftist Anna Ólafi Müller Friðrikssyni sem hafði verið við nám í Kaupmannahöfn. Þau fluttust til Íslands og eignuðust soninn Atla. Ólafur sinnti ýmsum félagsstörfum og var ritstjóri útgáfu Dagsbrúnar, sjaldnast greidd störf. Anna var fljót að átta sig á því að hugsjónaeldur eiginmannsins nægðu ekki til að sjá fjölskyldunni farborða. Til að bregðast við því datt Önnu í hug að stofna verslun. Hún seldi því píanóið sitt og fjármagnaði þannig fyrstu kaup á varningi frá Danmörku. Þann 1.desember 1916 birti Anna eftirfarandi auglýsingu í Morgunblaðinu. „Ég hefi einkasölu fyrir hinar alþekktu hljóðfæraverskmiðjur Petersen & Steenstrup og T.M. Hornung & Sönner. Nokkur piano, harmonium og gitarar til sýnis. Pósthússtræti 14 (hornið á Templarasundi). Anna Friðriksson. Opið kl.1-4 og 7-8.“ Tungumálakennsla og leður Verslunin gekk ekkert of vel í byrjun en fór að ganga betur þegar hún var flutt á Laugaveginn. Þá var Anna farin að flytja inn grammófóna, harmonikur og fleira. Til að virkja söluna lét Anna einnig semja íslenska texta við vinsælustu erlendu dægurlögin. Þá sló það í gegn hjá landanum að læra tungumál af plötum. Þær plötur voru keyptar frá London og voru námskeið haldin í Hljóðfærahúsinu þar sem fólk kom saman og lærði ný tungumál af plötum. Atli sonur Önnu og Ólafar var hugmyndaríkur eins og móðir sín. Fyrir hans tilstilli jókst vöruúrvalið og um tíma voru í versluninni seldar ýmsar leðurvörur. Atli varð síðan stofnandi fjölskyldufyrirtækisins Leðuriðjan Atson, sem margir muna eflaust eftir. Arnar Þór byrjaði að vinna í Hljóðfærahúsinu árið 2004. Þá var verslunin staðsett í gamla Sjónvarpshúsinu við Laugaveg en í dag er verslunin í Síðumúla 20. Arnar segir að það að skapa tónlist og spila á hljóðfæri gefi fólki svo mikið og vonar að fólk haldi áfram að láta gamla drauma rætast eins og verið hefur í Covid.Vísir/Vilhelm Eigendaskipti Eftir að Anna féll frá árið 1960 keyptu bræðurnir Árni og Jóhann Ragnarssynir reksturinn. Þeir fluttu verslunina í Hafnarstræti 1 en árið 1967 á Laugaveg 96 sem þá var við hliðina á Stjörnubíói sem eitt sinn var. Bræðurnir ráku Hljóðfærahúsið allt þar til árið 1988 þegar Jón Ólafsson og Helga Ólafson í Skífunni keyptu verslunina. Hljóðfærahúsið var rekið sem deild innan Skífunnar til ársins 2006 þegar verslunin var seld Lyf og Heilsu og Sindra Má Heimissyni. Enn þann dag í dag er eignarhaldið undir hatti Lyf og Heilsu og fram til ársins 2017 starfaði Sindri Már þar sem framkvæmdastjóri. Þá tók við framkvæmdastjórn Arnar Þór Gíslason, bleiki trommarinn í Pollapönk. Ég byrjaði hér í íhlaupavinnu árið 2004. Byrjaði snemma sem gutti að berja á potta og pönnur og vera með læti. Mamma og pabbi gáfu mér á endanum trommusett í jólagjöf, sem þau gátu gert því við vorum með bílskúr,“ segir Arnar og hlær. Tónlistarmenn sækja um störf Þegar Arnar byrjaði að vinna í Hljóðfæraversluninni, var verslunin staðsett í gamla Sjónvarpshúsinu á Laugavegi. Í dag er hún staðsett í Síðumúla 20. Arnar er eins og flest aðrir starfsmenn verslunarinnar einnig tónlistarmaður og hefur trommað í fjölmörgum hljómsveitum. Til dæmis Mugison, með Jónasi Sig, Ensími, Dr. Spock, Pollapönk og fleiri. „Ég held að ég hafi aldrei vitað um umsækjanda að starfi hér sem er ekki líka í tónlist,“ segir Arnar og bætir við: „En ég myndi vilja fá fleiri konur sem umsækjendur.“ Arnar segir það í raun ákveðna þversögn að þótt stofnandi og rekstraraðili Hljóðfærahússins hafi lengst af verið kona, sé geirinn almennt enn með of karllæga tengingu. „Því miður, því það geta allir spilað á hljóðfæri. En þetta er eitthvað samfélagslegt því lengst af voru það frekar strákarnir sem stofnuðu hljómsveitir í bílskúrnum, fóru að spila á gítar eða bassa eða trommur.“ Að sögn Arnars er þróunin smátt og smátt í rétta átt en hún megi vera hraðari. Aðalmálið sé að fólk breyti viðhorfi sínu því góð tónlist kemur jafnt frá körlum og konum og val á hljóðfæri eigi alls ekki að skiptast í stráka- eða stelpuhljóðfæri. „Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir sem var að vinna hjá okkur er til dæmis að mínu mati einn færasti trommari landsins,“ segir Arnar. Þá segir hann félag eins og KÍTON, félag kvenna í tónlist, vera gera góða hluti. Arnar Þór er bleiki pollinn úr Pollapönki sem fór í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 2014. Arnar byrjaði sem gutti að berja á potta og pönnur en á endanum gáfu foreldrar hans honum trommusett í bílskúrinn.Vísir/Vilhelm Sumt breytist, annað ekki Þótt margt breytist með tímanum, er sumt sem breytist ekki. Þannig hefur píanóið alla tíð verið vinsælasta hljóðfærið og það sama á við um gítar. Tækniframfarir hafa hins vegar breytt miklu. „Mörgum finnst ótrúlega skemmtilegt að fyrir fjörtíu- til fimmtíu þúsund krónur er hægt að kaupa lítið upptökustúdeó, míkrafón og snúru og fara að pródúsera músík. Unga fólkið sýnir þessu sérstakan áhuga. En síðan leiðir eitt af öðru því á endanum er frumþörfin hljóðfærið sjálft.“ En hvað með gömul hljóðfæri eins og harmonikuna? Hún er vissulega á undanhaldi. Það er lítil endurnýjun í þessum hópi þótt samfélag harmonikuspilara sé reyndar mjög virkt. Það eru því fjölmörg harmonikufélög á landinu sem ég myndi benda yngra fólki á að kynna sér.“ Enn er blokkflautan vinsælasta byrjendahljóðfærið en að sögn Arnars bjóða þó sumir tónlistarskólar upp á Ukele sem byrjendanám. Ukele er lítill gítar með fjórum strengjum, oft kallaður Hawaíian gítarinn og hentar börnum vel. Tíðarandinn hefur líka áhrif. Til dæmis selst meira af Gong hljóðfærinu í dag eftir að jóga og hugleiðsla fóru að verða vinsæl, en Gong er mikið notað við hvoru tveggja. Þegar Vestmannaeyjar lokuðust Í Covid hefur gengið vel og segir Arnar þennan tíma gjörólíkan því þegar bankahrunið var. „Ég veit ekkert hvernig þetta verður þegar allt opnast á ný. Hvort fólk fari þá bara aftur til Tenerife. En ég vona ekki því það er svo sturlað geggjað að skapa og spila á hljóðfæri.“ Sem dæmi um hvernig hljóðfærasalan hefur verið í Covid, nefnir Arnar það þegar Vestmannaeyjar nánast lokuðust í fyrra. Þá fengum við mikið af pöntunum þaðan. Fólk í sóttkví og alls kyns ráðstafanir sem þurfti að gera þannig að hljóðfærin kæmust til fólks. Og svona hefur þetta verið alls staðar. Sumir eru mikið heima fyrir, sumir panta úr sóttkví eða einangrun. Þörfin til að skapa er bara svo mikil og þar gefa hljóðfærin svo mikið.“ Þá segir Arnar netsöluna hafa stóraukist á tímum Covid. „Við sendum út um allt land og oft er maður að keyra hljóðfærapantanirnar sjálfur heim til fólks á Reykjavíkursvæðinu.“ Tónabúðin á Akureyri var stofnuð árið 1966 og sameinaðist Hljóðfærahúsinu í Reykjavík árið 2008. Í Tónabúðinni á Akureyri starfa reynsluboltarnir Trausti Már Ingólfsson og Pétur Steinar Hallgrímsson. Tónabúðin á Akureyri Í gegnum tíðina hafa verið sameiningar og kaup. Árið 2001 bættist Samspil Nótan við, árið 2004 keypti Hljóðfærahúsið Hljóðfæraverslun Leifs Magnússonar og árið 2007 Hljóma og list. Hljóðfærahúsið og Tónabúðin á Akureyri voru síðan sameinuð árið 2008. Það myndi einfalda reksturinn mjög ef allt væri rekið undir sama nafni. En málið er að Tónabúðin á Akureyri er svo rótgróin verslun og sterk í hugum fólks. Þannig að það kemur ekki til greina að breyta því nafni. Hún er bara of sterk undir nafni Tónabúðarinnar,“ segir Arnar. „Ég held að Tónabúðin sé eina hljóðfæraverslunin á landsbyggðinni og vona að ég fari ekki rangt með. Og það er svo skrýtið að fólk á landsbyggðinni kaupir oft meira af Tónabúðinni á Akureyri þótt það búi sjálft í öðrum landshluta.“ Þá segir Arnar Hljóðfærahúsið og Tónabúðina búa yfir dýrmætum mannauði. „Í bæði Hljóðfærahúsinu og Tónabúðinni er til staðar gríðarleg þekking og reynslumikið starfsfólk. Velgengnin okkar byggir að öllu leyti á fólkinu sem hjá okkur starfar og viðskiptvinunum sem til okkar koma.“ Arnar segir píanó og gítar enn vera vinsælustu hljóðfærin, það hafi ekki breyst í áratugi. Tækniframfarir hafa þó verið miklar og segir Arnar áberandi vinsælt hjá ungu fólki að kaupa lítil upptökustúdeó sem gerir því kleift að pródúsera tónlist.Vísir/Vilhelm Heimsókn í horn Hljóðfærahússins Þegar Anna Friðriksson rak búðina, var hún snemma dugleg í því að fá til sín þekkt tónlistarfólk og standa fyrir viðburðum. Rúmri öld síðar eru viðburðir enn mikilvægur liður hjá Hljóðfærahúsinu. Heimsókn í horn Hljóðfærahússins er mánaðarlegur viðburður hjá okkur. Þá fáum við til okkar tónlistarfólk og auðvitað er þetta núna á streymi á Facebook vegna Covid. Þetta eru vinsælir viðburðir og gestirnir okkar hafa til dæmis verið Eyþór Gunnars, Valgeir Guðjóns úr Stuðmönnum, Ingibjörg Turchi, Helga Möller, Jón Ólafs og fleiri,“ segir Arnar og bætir við: „En streymið er líka að gera ýmislegt gott. Ég gæti til dæmis alveg trúað því að eftir Covid haldi streymið áfram. Tökum sem dæmi jólatónleika Siggu Beinteins. Þeir verða örugglega haldnir sem tónleikar aftur en ég yrði ekki hissa ef fólki yrði líka boðið upp á miða á streymisútgáfu. Þá komast fleiri og þannig hefur það verið með viðburðina okkar á Facebook.“ Arnar segir starfsmennina vera sjö í versluninni í Reykjavík og tvo á Akureyri. Þá starfar Sindri Már Heimisson, fyrrum framkvæmdastjóri, þar einnig sem píanó- og flyglasérfræðingur. Arnar segir fyrirtækið blessunarlega aldrei hafa þurft að loka vegna Covid, en um tíma var hópnum skipt upp. Þá segir Arnar markmiðið vera að heimsókn í búðina sé upplifun fyrir fólk. „Hér erum við með alls kyns hljóðfæri og ég vill bara taka það fram að þau má snerta! Í guðs bænum, ekki vera feimin við að koma við hljóðfærin og prófa þau hljóðfæri sem þú vilt prófa,“ segir Arnar. Arnar segist ekki vita hvað sjáist í kristalkúlunni um tímann eftir Covid. Hann voni þó að heimsfaraldurinn hafi sannfært fólk um að sköpun og tónlist er mikilvæg og gefandi. Við ljúkum viðtalinu á orðum sem verslunin sendi viðskiptavinum sínum sem kveðju á Facebook fyrir síðustu jól. Þar sagði meðal annars: Þegar eitthvað bjátar á höfum við nefnilega alltaf tvennt, ástina og tónlistina.“ Tónlist Verslun Reykjavík Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00 Bankahrunið ekkert á við Covid „Asíubúarnir eru áberandi jákvætt og hresst fólk. Maður setur kannski fyrirvara á ökufærnina hjá þeim en þessi hópur fer hvorki hratt yfir eða langt upp á jökul. Það þýðir til dæmis ekkert að blanda Asíubúum saman við hóp af Norðmönnum því Norðmennirnir vilja fara hraðar og lengra,“ segir Haukur Herbertsson rekstrarstjóri fjölskyldufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. febrúar 2021 08:01 „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 „Úti á bílastæði hitti hann Elvis Presley, Ronald Reagan og fleiri“ „Jú þetta hefur mikið breyst,“ segja félagarnir Ágúst Andri Eiríksson, Eiríkur Eyfjörð Benediktsson og Árni Jóhann Elfar um breytingar sem hafa orðið á bílaverkstæðum síðustu áratugina. Félagarnir þrír eiga og reka Réttingaþjónustuna. „Menn voru grímulausir að vinna með alls kyns eiturefni, mála og sprauta,“ segir Árni um aðbúnaðinn eins og hann eitt sinn var. „Og enginn með hanska eða neitt, það þótti bara aumingjaskapur,“ segir Eiríkur. 24. janúar 2021 08:01 „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Músík er frumþörf í öllum. Við höfum til dæmis lært það í Covid að ef við komumst ekki á tónleika finnum við leið til að tónleikarnir komist til okkar,“ segir Arnar og bætir við: „Við höfum líka upplifað það hér í Hljóðfærahúsinu að í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast og kaupa sér hljóðfæri. Því í Covid hefur þörfin fyrir því að skapa orðið meira áberandi.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Hljóðfærahúsið sem stofnað var árið 1916. Þröngt í búi Stofnandi Hljóðfærahússins hét Anna Ellen Christense-Heines. Anna fæddist í Kaupmannahöfn árið 1889, hlaut æðri menntun og lauk einnig píanónámi. Á þessum tíma þekktist menntun sem þessi aðeins á betri heimilum. Í Morgunblaðinu árið 1941 var sagt frá því þegar Anna Friðriksson færði Háskóla Íslands konsertflygil að gjöf. Árið 1946 tók Alþýðublaðið viðtal við Önnu í tilefni þrjátíu ára afmælis verslunarinnar. Anna var þá sögð sú kona sem starfað hefði lengst allra kvenna í verslunarrekstri. Árið 1912 giftist Anna Ólafi Müller Friðrikssyni sem hafði verið við nám í Kaupmannahöfn. Þau fluttust til Íslands og eignuðust soninn Atla. Ólafur sinnti ýmsum félagsstörfum og var ritstjóri útgáfu Dagsbrúnar, sjaldnast greidd störf. Anna var fljót að átta sig á því að hugsjónaeldur eiginmannsins nægðu ekki til að sjá fjölskyldunni farborða. Til að bregðast við því datt Önnu í hug að stofna verslun. Hún seldi því píanóið sitt og fjármagnaði þannig fyrstu kaup á varningi frá Danmörku. Þann 1.desember 1916 birti Anna eftirfarandi auglýsingu í Morgunblaðinu. „Ég hefi einkasölu fyrir hinar alþekktu hljóðfæraverskmiðjur Petersen & Steenstrup og T.M. Hornung & Sönner. Nokkur piano, harmonium og gitarar til sýnis. Pósthússtræti 14 (hornið á Templarasundi). Anna Friðriksson. Opið kl.1-4 og 7-8.“ Tungumálakennsla og leður Verslunin gekk ekkert of vel í byrjun en fór að ganga betur þegar hún var flutt á Laugaveginn. Þá var Anna farin að flytja inn grammófóna, harmonikur og fleira. Til að virkja söluna lét Anna einnig semja íslenska texta við vinsælustu erlendu dægurlögin. Þá sló það í gegn hjá landanum að læra tungumál af plötum. Þær plötur voru keyptar frá London og voru námskeið haldin í Hljóðfærahúsinu þar sem fólk kom saman og lærði ný tungumál af plötum. Atli sonur Önnu og Ólafar var hugmyndaríkur eins og móðir sín. Fyrir hans tilstilli jókst vöruúrvalið og um tíma voru í versluninni seldar ýmsar leðurvörur. Atli varð síðan stofnandi fjölskyldufyrirtækisins Leðuriðjan Atson, sem margir muna eflaust eftir. Arnar Þór byrjaði að vinna í Hljóðfærahúsinu árið 2004. Þá var verslunin staðsett í gamla Sjónvarpshúsinu við Laugaveg en í dag er verslunin í Síðumúla 20. Arnar segir að það að skapa tónlist og spila á hljóðfæri gefi fólki svo mikið og vonar að fólk haldi áfram að láta gamla drauma rætast eins og verið hefur í Covid.Vísir/Vilhelm Eigendaskipti Eftir að Anna féll frá árið 1960 keyptu bræðurnir Árni og Jóhann Ragnarssynir reksturinn. Þeir fluttu verslunina í Hafnarstræti 1 en árið 1967 á Laugaveg 96 sem þá var við hliðina á Stjörnubíói sem eitt sinn var. Bræðurnir ráku Hljóðfærahúsið allt þar til árið 1988 þegar Jón Ólafsson og Helga Ólafson í Skífunni keyptu verslunina. Hljóðfærahúsið var rekið sem deild innan Skífunnar til ársins 2006 þegar verslunin var seld Lyf og Heilsu og Sindra Má Heimissyni. Enn þann dag í dag er eignarhaldið undir hatti Lyf og Heilsu og fram til ársins 2017 starfaði Sindri Már þar sem framkvæmdastjóri. Þá tók við framkvæmdastjórn Arnar Þór Gíslason, bleiki trommarinn í Pollapönk. Ég byrjaði hér í íhlaupavinnu árið 2004. Byrjaði snemma sem gutti að berja á potta og pönnur og vera með læti. Mamma og pabbi gáfu mér á endanum trommusett í jólagjöf, sem þau gátu gert því við vorum með bílskúr,“ segir Arnar og hlær. Tónlistarmenn sækja um störf Þegar Arnar byrjaði að vinna í Hljóðfæraversluninni, var verslunin staðsett í gamla Sjónvarpshúsinu á Laugavegi. Í dag er hún staðsett í Síðumúla 20. Arnar er eins og flest aðrir starfsmenn verslunarinnar einnig tónlistarmaður og hefur trommað í fjölmörgum hljómsveitum. Til dæmis Mugison, með Jónasi Sig, Ensími, Dr. Spock, Pollapönk og fleiri. „Ég held að ég hafi aldrei vitað um umsækjanda að starfi hér sem er ekki líka í tónlist,“ segir Arnar og bætir við: „En ég myndi vilja fá fleiri konur sem umsækjendur.“ Arnar segir það í raun ákveðna þversögn að þótt stofnandi og rekstraraðili Hljóðfærahússins hafi lengst af verið kona, sé geirinn almennt enn með of karllæga tengingu. „Því miður, því það geta allir spilað á hljóðfæri. En þetta er eitthvað samfélagslegt því lengst af voru það frekar strákarnir sem stofnuðu hljómsveitir í bílskúrnum, fóru að spila á gítar eða bassa eða trommur.“ Að sögn Arnars er þróunin smátt og smátt í rétta átt en hún megi vera hraðari. Aðalmálið sé að fólk breyti viðhorfi sínu því góð tónlist kemur jafnt frá körlum og konum og val á hljóðfæri eigi alls ekki að skiptast í stráka- eða stelpuhljóðfæri. „Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir sem var að vinna hjá okkur er til dæmis að mínu mati einn færasti trommari landsins,“ segir Arnar. Þá segir hann félag eins og KÍTON, félag kvenna í tónlist, vera gera góða hluti. Arnar Þór er bleiki pollinn úr Pollapönki sem fór í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 2014. Arnar byrjaði sem gutti að berja á potta og pönnur en á endanum gáfu foreldrar hans honum trommusett í bílskúrinn.Vísir/Vilhelm Sumt breytist, annað ekki Þótt margt breytist með tímanum, er sumt sem breytist ekki. Þannig hefur píanóið alla tíð verið vinsælasta hljóðfærið og það sama á við um gítar. Tækniframfarir hafa hins vegar breytt miklu. „Mörgum finnst ótrúlega skemmtilegt að fyrir fjörtíu- til fimmtíu þúsund krónur er hægt að kaupa lítið upptökustúdeó, míkrafón og snúru og fara að pródúsera músík. Unga fólkið sýnir þessu sérstakan áhuga. En síðan leiðir eitt af öðru því á endanum er frumþörfin hljóðfærið sjálft.“ En hvað með gömul hljóðfæri eins og harmonikuna? Hún er vissulega á undanhaldi. Það er lítil endurnýjun í þessum hópi þótt samfélag harmonikuspilara sé reyndar mjög virkt. Það eru því fjölmörg harmonikufélög á landinu sem ég myndi benda yngra fólki á að kynna sér.“ Enn er blokkflautan vinsælasta byrjendahljóðfærið en að sögn Arnars bjóða þó sumir tónlistarskólar upp á Ukele sem byrjendanám. Ukele er lítill gítar með fjórum strengjum, oft kallaður Hawaíian gítarinn og hentar börnum vel. Tíðarandinn hefur líka áhrif. Til dæmis selst meira af Gong hljóðfærinu í dag eftir að jóga og hugleiðsla fóru að verða vinsæl, en Gong er mikið notað við hvoru tveggja. Þegar Vestmannaeyjar lokuðust Í Covid hefur gengið vel og segir Arnar þennan tíma gjörólíkan því þegar bankahrunið var. „Ég veit ekkert hvernig þetta verður þegar allt opnast á ný. Hvort fólk fari þá bara aftur til Tenerife. En ég vona ekki því það er svo sturlað geggjað að skapa og spila á hljóðfæri.“ Sem dæmi um hvernig hljóðfærasalan hefur verið í Covid, nefnir Arnar það þegar Vestmannaeyjar nánast lokuðust í fyrra. Þá fengum við mikið af pöntunum þaðan. Fólk í sóttkví og alls kyns ráðstafanir sem þurfti að gera þannig að hljóðfærin kæmust til fólks. Og svona hefur þetta verið alls staðar. Sumir eru mikið heima fyrir, sumir panta úr sóttkví eða einangrun. Þörfin til að skapa er bara svo mikil og þar gefa hljóðfærin svo mikið.“ Þá segir Arnar netsöluna hafa stóraukist á tímum Covid. „Við sendum út um allt land og oft er maður að keyra hljóðfærapantanirnar sjálfur heim til fólks á Reykjavíkursvæðinu.“ Tónabúðin á Akureyri var stofnuð árið 1966 og sameinaðist Hljóðfærahúsinu í Reykjavík árið 2008. Í Tónabúðinni á Akureyri starfa reynsluboltarnir Trausti Már Ingólfsson og Pétur Steinar Hallgrímsson. Tónabúðin á Akureyri Í gegnum tíðina hafa verið sameiningar og kaup. Árið 2001 bættist Samspil Nótan við, árið 2004 keypti Hljóðfærahúsið Hljóðfæraverslun Leifs Magnússonar og árið 2007 Hljóma og list. Hljóðfærahúsið og Tónabúðin á Akureyri voru síðan sameinuð árið 2008. Það myndi einfalda reksturinn mjög ef allt væri rekið undir sama nafni. En málið er að Tónabúðin á Akureyri er svo rótgróin verslun og sterk í hugum fólks. Þannig að það kemur ekki til greina að breyta því nafni. Hún er bara of sterk undir nafni Tónabúðarinnar,“ segir Arnar. „Ég held að Tónabúðin sé eina hljóðfæraverslunin á landsbyggðinni og vona að ég fari ekki rangt með. Og það er svo skrýtið að fólk á landsbyggðinni kaupir oft meira af Tónabúðinni á Akureyri þótt það búi sjálft í öðrum landshluta.“ Þá segir Arnar Hljóðfærahúsið og Tónabúðina búa yfir dýrmætum mannauði. „Í bæði Hljóðfærahúsinu og Tónabúðinni er til staðar gríðarleg þekking og reynslumikið starfsfólk. Velgengnin okkar byggir að öllu leyti á fólkinu sem hjá okkur starfar og viðskiptvinunum sem til okkar koma.“ Arnar segir píanó og gítar enn vera vinsælustu hljóðfærin, það hafi ekki breyst í áratugi. Tækniframfarir hafa þó verið miklar og segir Arnar áberandi vinsælt hjá ungu fólki að kaupa lítil upptökustúdeó sem gerir því kleift að pródúsera tónlist.Vísir/Vilhelm Heimsókn í horn Hljóðfærahússins Þegar Anna Friðriksson rak búðina, var hún snemma dugleg í því að fá til sín þekkt tónlistarfólk og standa fyrir viðburðum. Rúmri öld síðar eru viðburðir enn mikilvægur liður hjá Hljóðfærahúsinu. Heimsókn í horn Hljóðfærahússins er mánaðarlegur viðburður hjá okkur. Þá fáum við til okkar tónlistarfólk og auðvitað er þetta núna á streymi á Facebook vegna Covid. Þetta eru vinsælir viðburðir og gestirnir okkar hafa til dæmis verið Eyþór Gunnars, Valgeir Guðjóns úr Stuðmönnum, Ingibjörg Turchi, Helga Möller, Jón Ólafs og fleiri,“ segir Arnar og bætir við: „En streymið er líka að gera ýmislegt gott. Ég gæti til dæmis alveg trúað því að eftir Covid haldi streymið áfram. Tökum sem dæmi jólatónleika Siggu Beinteins. Þeir verða örugglega haldnir sem tónleikar aftur en ég yrði ekki hissa ef fólki yrði líka boðið upp á miða á streymisútgáfu. Þá komast fleiri og þannig hefur það verið með viðburðina okkar á Facebook.“ Arnar segir starfsmennina vera sjö í versluninni í Reykjavík og tvo á Akureyri. Þá starfar Sindri Már Heimisson, fyrrum framkvæmdastjóri, þar einnig sem píanó- og flyglasérfræðingur. Arnar segir fyrirtækið blessunarlega aldrei hafa þurft að loka vegna Covid, en um tíma var hópnum skipt upp. Þá segir Arnar markmiðið vera að heimsókn í búðina sé upplifun fyrir fólk. „Hér erum við með alls kyns hljóðfæri og ég vill bara taka það fram að þau má snerta! Í guðs bænum, ekki vera feimin við að koma við hljóðfærin og prófa þau hljóðfæri sem þú vilt prófa,“ segir Arnar. Arnar segist ekki vita hvað sjáist í kristalkúlunni um tímann eftir Covid. Hann voni þó að heimsfaraldurinn hafi sannfært fólk um að sköpun og tónlist er mikilvæg og gefandi. Við ljúkum viðtalinu á orðum sem verslunin sendi viðskiptavinum sínum sem kveðju á Facebook fyrir síðustu jól. Þar sagði meðal annars: Þegar eitthvað bjátar á höfum við nefnilega alltaf tvennt, ástina og tónlistina.“
Tónlist Verslun Reykjavík Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00 Bankahrunið ekkert á við Covid „Asíubúarnir eru áberandi jákvætt og hresst fólk. Maður setur kannski fyrirvara á ökufærnina hjá þeim en þessi hópur fer hvorki hratt yfir eða langt upp á jökul. Það þýðir til dæmis ekkert að blanda Asíubúum saman við hóp af Norðmönnum því Norðmennirnir vilja fara hraðar og lengra,“ segir Haukur Herbertsson rekstrarstjóri fjölskyldufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. febrúar 2021 08:01 „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 „Úti á bílastæði hitti hann Elvis Presley, Ronald Reagan og fleiri“ „Jú þetta hefur mikið breyst,“ segja félagarnir Ágúst Andri Eiríksson, Eiríkur Eyfjörð Benediktsson og Árni Jóhann Elfar um breytingar sem hafa orðið á bílaverkstæðum síðustu áratugina. Félagarnir þrír eiga og reka Réttingaþjónustuna. „Menn voru grímulausir að vinna með alls kyns eiturefni, mála og sprauta,“ segir Árni um aðbúnaðinn eins og hann eitt sinn var. „Og enginn með hanska eða neitt, það þótti bara aumingjaskapur,“ segir Eiríkur. 24. janúar 2021 08:01 „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég leiðrétti hana og benti á að ég er ekki mamma mín“ „Ég myndi segja að kvenleggurinn í fjölskyldunni samanstandi af miklum fagurkerum. Við viljum allar hafa fínt í kringum okkur. Meira að segja amma er enn að, nú 92 ára og rétt nýbúin að láta mála hjá sér og skipta um gardínur,“ segir Hrund Kristjánsdóttir og hlær. Hrund rekur húsgagnaverslunina Línuna með eiginmanni sínum Ágústi Jenssyni húsasmíðameistara. Línan var stofnuð árið 1976 og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu. 14. febrúar 2021 08:00
Bankahrunið ekkert á við Covid „Asíubúarnir eru áberandi jákvætt og hresst fólk. Maður setur kannski fyrirvara á ökufærnina hjá þeim en þessi hópur fer hvorki hratt yfir eða langt upp á jökul. Það þýðir til dæmis ekkert að blanda Asíubúum saman við hóp af Norðmönnum því Norðmennirnir vilja fara hraðar og lengra,“ segir Haukur Herbertsson rekstrarstjóri fjölskyldufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. febrúar 2021 08:01
„Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00
„Úti á bílastæði hitti hann Elvis Presley, Ronald Reagan og fleiri“ „Jú þetta hefur mikið breyst,“ segja félagarnir Ágúst Andri Eiríksson, Eiríkur Eyfjörð Benediktsson og Árni Jóhann Elfar um breytingar sem hafa orðið á bílaverkstæðum síðustu áratugina. Félagarnir þrír eiga og reka Réttingaþjónustuna. „Menn voru grímulausir að vinna með alls kyns eiturefni, mála og sprauta,“ segir Árni um aðbúnaðinn eins og hann eitt sinn var. „Og enginn með hanska eða neitt, það þótti bara aumingjaskapur,“ segir Eiríkur. 24. janúar 2021 08:01
„Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00