Anna Rún handhafi Guðmunduverðlaunanna 2021 Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2021 18:19 Anna Rún Tryggvadóttir er sögð vera fulltrúi kraftmikillar kynslóðar íslenskra myndlistamanna sem kveða sér hljóðs jafnt á Íslandi sem alþjóðlega. Listasafn Reykjavíkur Myndlistarkonan Anna Rún Tryggvadóttir hlaut í dag Guðmunduverðlaunin 2021 og einnar milljóna króna styrk úr Listasjóði Guðmundu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Önnu viðurkenninguna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag en hún er veitt listakonum sem eru taldar skara fram úr á sínu sviði. Fram kemur á vef Listasafns Reykjavíkur að verk Önnu hafi vakið athygli jafnt hér á landi sem erlendis en hún hefur undanfarin ár skipt tíma sínum á milli Reykjavíkur og Berlínar. „Í verkum sínum teflir Anna Rún saman tækni og náttúru þar sem lögmál tækni og náttúru taka þátt í sköpunarferlinu. Hún hefur unnið bæði skúlptúra og innsetningar þar sem ekkert er endanlegt og verkin mótast á meðan á sýningum stendur. Vélbúnaður skapar heim fegurðar í endurteknu ferli sem Annar Rún hefur sett af stað. Þannig verður listaverkið til fyrir augum áhorfenda. Náttúran og hið manngerða mætast í sjálfvirkni sem skapar fegurð fulla af tilviljunum þar sem ferlið sjálft er jafn mikilvægt og endanleg úrkoma – sem raunar getur verið erfitt að sjá fyrir hver verði. Þó verk Önnu Rúnar séu þaulhugsuð og mörg flókin í framkvæmd er tilviljunin og fegurðin sem felst í flæði lita og forma alltaf nálæg. Anna Rún er verðugur handhafi viðurkenningar Guðmundusjóðs Errós og fulltrúi kraftmikillar kynslóðar íslenskra myndlistamanna sem kveða sér hljóðs jafnt hér heima sem alþjóðlega,“ segir á vef Listasafnsins. Stofnaði sjóðinn til minningar um móðursystur sína Myndlistarmaðurinn Erró stofnaði Guðmunduverðlaunin árið 1997 til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Með því vildi hann leggja sitt af mörkum til framþróunar íslenskrar myndlistar og er styrknum ætlað að vera hvatning til frekari dáða á sviði myndlistar. Peningaupphæðin, ein milljón króna, er nú ein hæsta viðurkenning sem veitt er á sviði myndlistar á Íslandi að sögn Listasafns Reykjavíkur en þetta er í 21. sinn sem styrkurinn er veittur. Meðal nýlegra sýningarverkefna Önnu má nefna einkasýningu hennar í Kunstlerhaus Bethanien í Berlín á síðasta ári og einkasýningu í D-sal í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur árið 2017. Þá sýndi Anna Rún verkið Garð sem nú er hluti af safneign Listasafns Reykjavíkur. Einnig tekur hún þátt í stórsýningunni Iðavelli sem sett verður upp í Hafnarhúsi í júní á þessu ári og verður þar ein fimmtán listamanna sem munu yfirtaka bygginguna. Anna er fædd árið 1980 og stundaði myndlistarnám í Listaháskóla Íslands og framhaldsnám í Concordia-háskólanum í Montréal í Kanada. Myndlist Reykjavík Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fram kemur á vef Listasafns Reykjavíkur að verk Önnu hafi vakið athygli jafnt hér á landi sem erlendis en hún hefur undanfarin ár skipt tíma sínum á milli Reykjavíkur og Berlínar. „Í verkum sínum teflir Anna Rún saman tækni og náttúru þar sem lögmál tækni og náttúru taka þátt í sköpunarferlinu. Hún hefur unnið bæði skúlptúra og innsetningar þar sem ekkert er endanlegt og verkin mótast á meðan á sýningum stendur. Vélbúnaður skapar heim fegurðar í endurteknu ferli sem Annar Rún hefur sett af stað. Þannig verður listaverkið til fyrir augum áhorfenda. Náttúran og hið manngerða mætast í sjálfvirkni sem skapar fegurð fulla af tilviljunum þar sem ferlið sjálft er jafn mikilvægt og endanleg úrkoma – sem raunar getur verið erfitt að sjá fyrir hver verði. Þó verk Önnu Rúnar séu þaulhugsuð og mörg flókin í framkvæmd er tilviljunin og fegurðin sem felst í flæði lita og forma alltaf nálæg. Anna Rún er verðugur handhafi viðurkenningar Guðmundusjóðs Errós og fulltrúi kraftmikillar kynslóðar íslenskra myndlistamanna sem kveða sér hljóðs jafnt hér heima sem alþjóðlega,“ segir á vef Listasafnsins. Stofnaði sjóðinn til minningar um móðursystur sína Myndlistarmaðurinn Erró stofnaði Guðmunduverðlaunin árið 1997 til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Með því vildi hann leggja sitt af mörkum til framþróunar íslenskrar myndlistar og er styrknum ætlað að vera hvatning til frekari dáða á sviði myndlistar. Peningaupphæðin, ein milljón króna, er nú ein hæsta viðurkenning sem veitt er á sviði myndlistar á Íslandi að sögn Listasafns Reykjavíkur en þetta er í 21. sinn sem styrkurinn er veittur. Meðal nýlegra sýningarverkefna Önnu má nefna einkasýningu hennar í Kunstlerhaus Bethanien í Berlín á síðasta ári og einkasýningu í D-sal í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur árið 2017. Þá sýndi Anna Rún verkið Garð sem nú er hluti af safneign Listasafns Reykjavíkur. Einnig tekur hún þátt í stórsýningunni Iðavelli sem sett verður upp í Hafnarhúsi í júní á þessu ári og verður þar ein fimmtán listamanna sem munu yfirtaka bygginguna. Anna er fædd árið 1980 og stundaði myndlistarnám í Listaháskóla Íslands og framhaldsnám í Concordia-háskólanum í Montréal í Kanada.
Myndlist Reykjavík Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira