Anna Rún handhafi Guðmunduverðlaunanna 2021 Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2021 18:19 Anna Rún Tryggvadóttir er sögð vera fulltrúi kraftmikillar kynslóðar íslenskra myndlistamanna sem kveða sér hljóðs jafnt á Íslandi sem alþjóðlega. Listasafn Reykjavíkur Myndlistarkonan Anna Rún Tryggvadóttir hlaut í dag Guðmunduverðlaunin 2021 og einnar milljóna króna styrk úr Listasjóði Guðmundu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Önnu viðurkenninguna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag en hún er veitt listakonum sem eru taldar skara fram úr á sínu sviði. Fram kemur á vef Listasafns Reykjavíkur að verk Önnu hafi vakið athygli jafnt hér á landi sem erlendis en hún hefur undanfarin ár skipt tíma sínum á milli Reykjavíkur og Berlínar. „Í verkum sínum teflir Anna Rún saman tækni og náttúru þar sem lögmál tækni og náttúru taka þátt í sköpunarferlinu. Hún hefur unnið bæði skúlptúra og innsetningar þar sem ekkert er endanlegt og verkin mótast á meðan á sýningum stendur. Vélbúnaður skapar heim fegurðar í endurteknu ferli sem Annar Rún hefur sett af stað. Þannig verður listaverkið til fyrir augum áhorfenda. Náttúran og hið manngerða mætast í sjálfvirkni sem skapar fegurð fulla af tilviljunum þar sem ferlið sjálft er jafn mikilvægt og endanleg úrkoma – sem raunar getur verið erfitt að sjá fyrir hver verði. Þó verk Önnu Rúnar séu þaulhugsuð og mörg flókin í framkvæmd er tilviljunin og fegurðin sem felst í flæði lita og forma alltaf nálæg. Anna Rún er verðugur handhafi viðurkenningar Guðmundusjóðs Errós og fulltrúi kraftmikillar kynslóðar íslenskra myndlistamanna sem kveða sér hljóðs jafnt hér heima sem alþjóðlega,“ segir á vef Listasafnsins. Stofnaði sjóðinn til minningar um móðursystur sína Myndlistarmaðurinn Erró stofnaði Guðmunduverðlaunin árið 1997 til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Með því vildi hann leggja sitt af mörkum til framþróunar íslenskrar myndlistar og er styrknum ætlað að vera hvatning til frekari dáða á sviði myndlistar. Peningaupphæðin, ein milljón króna, er nú ein hæsta viðurkenning sem veitt er á sviði myndlistar á Íslandi að sögn Listasafns Reykjavíkur en þetta er í 21. sinn sem styrkurinn er veittur. Meðal nýlegra sýningarverkefna Önnu má nefna einkasýningu hennar í Kunstlerhaus Bethanien í Berlín á síðasta ári og einkasýningu í D-sal í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur árið 2017. Þá sýndi Anna Rún verkið Garð sem nú er hluti af safneign Listasafns Reykjavíkur. Einnig tekur hún þátt í stórsýningunni Iðavelli sem sett verður upp í Hafnarhúsi í júní á þessu ári og verður þar ein fimmtán listamanna sem munu yfirtaka bygginguna. Anna er fædd árið 1980 og stundaði myndlistarnám í Listaháskóla Íslands og framhaldsnám í Concordia-háskólanum í Montréal í Kanada. Myndlist Reykjavík Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Fram kemur á vef Listasafns Reykjavíkur að verk Önnu hafi vakið athygli jafnt hér á landi sem erlendis en hún hefur undanfarin ár skipt tíma sínum á milli Reykjavíkur og Berlínar. „Í verkum sínum teflir Anna Rún saman tækni og náttúru þar sem lögmál tækni og náttúru taka þátt í sköpunarferlinu. Hún hefur unnið bæði skúlptúra og innsetningar þar sem ekkert er endanlegt og verkin mótast á meðan á sýningum stendur. Vélbúnaður skapar heim fegurðar í endurteknu ferli sem Annar Rún hefur sett af stað. Þannig verður listaverkið til fyrir augum áhorfenda. Náttúran og hið manngerða mætast í sjálfvirkni sem skapar fegurð fulla af tilviljunum þar sem ferlið sjálft er jafn mikilvægt og endanleg úrkoma – sem raunar getur verið erfitt að sjá fyrir hver verði. Þó verk Önnu Rúnar séu þaulhugsuð og mörg flókin í framkvæmd er tilviljunin og fegurðin sem felst í flæði lita og forma alltaf nálæg. Anna Rún er verðugur handhafi viðurkenningar Guðmundusjóðs Errós og fulltrúi kraftmikillar kynslóðar íslenskra myndlistamanna sem kveða sér hljóðs jafnt hér heima sem alþjóðlega,“ segir á vef Listasafnsins. Stofnaði sjóðinn til minningar um móðursystur sína Myndlistarmaðurinn Erró stofnaði Guðmunduverðlaunin árið 1997 til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Með því vildi hann leggja sitt af mörkum til framþróunar íslenskrar myndlistar og er styrknum ætlað að vera hvatning til frekari dáða á sviði myndlistar. Peningaupphæðin, ein milljón króna, er nú ein hæsta viðurkenning sem veitt er á sviði myndlistar á Íslandi að sögn Listasafns Reykjavíkur en þetta er í 21. sinn sem styrkurinn er veittur. Meðal nýlegra sýningarverkefna Önnu má nefna einkasýningu hennar í Kunstlerhaus Bethanien í Berlín á síðasta ári og einkasýningu í D-sal í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur árið 2017. Þá sýndi Anna Rún verkið Garð sem nú er hluti af safneign Listasafns Reykjavíkur. Einnig tekur hún þátt í stórsýningunni Iðavelli sem sett verður upp í Hafnarhúsi í júní á þessu ári og verður þar ein fimmtán listamanna sem munu yfirtaka bygginguna. Anna er fædd árið 1980 og stundaði myndlistarnám í Listaháskóla Íslands og framhaldsnám í Concordia-háskólanum í Montréal í Kanada.
Myndlist Reykjavík Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira