Hrottaleg árás samstarfsmanna sem sögðust ekki þekkjast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2021 17:02 Árásin átti sér stað í Laugardalnum, í hverfinu milli Laugardalslaugar og Sundahafnar. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn, annar íslenskur og hinn rúmenskur, hafa verið dæmdir í átta og tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fyrirvaralausa árás á par í Laugardalnum í maí 2016. Parið sat í bíl fyrir utan húsið sitt þegar árásin var gerð en árásarmennirnir notuðu hamar við verkið. Mennirnir lýstu yfir sakleysi sínu og sögðust ekki þekkjast. Dómurinn taldi skýringar mannanna afar ótrúverðugar. Dómurinn var skilorðsbundinn þar sem á fimmta ár leið frá árásinni og þar til dómur féll á dögunum. Parið lýsti því að það hefði verið að aka heim til sín í Laugardalnum þegar þau urðu vör við að feðga í bíl nærri heimili sínu. Þeir hefðu verið við þriðja mann og veitt þeim eftirför heim til þeirra. Þegar þangað kom hafi faðirinn brotið aftur rúðu á bílnum og í framhaldinu opnað dyrnar ökumannsmegin og slegið ökumanninn sem sat undir stýri margsinnis í höfuð og víðs vegar um líkamann. Rúmeninn var sakaður um að hafa opnað dyrnar bílstjóramegin og slegið konuna ítrekað í höfuðið með hnúajárni og sömuleiðis kærasta hennar sem reyndi að verja hana fyrir höggunum. Hlutu þau bæði ýmis eymsli, meðal annars á höfði. Nágrannar urðu vitni að árásinni eftir að hafa flykkst að gluggum á heimilum sínum vegna hávaða sem barst að utan. Sögðust ekki þekkjast Faðirinn og Rúmeninn sögðust fyrir dómi ekki þekkjast og neituðu báðir sök en sonurinn, sem var með í för, var ekki ákærður. Neituðu allir að hafa verið á vettvangi. Kærustuparið bar strax á vettvangi um að faðirinn hefði tekið þátt í árásinni og sonur hans líka en þau þekktust. Þeim var sýnd mynd af Rúmenanum og sagði konan hann hafa verið á meðal árásarmannanna. Fyrir dómi báru þau á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem rengdi framburð þeirra. Þvert á móti studdi ýmislegt sem fram kom í málinu frásögn þeirra. Árásarmennirnir komu á vettvang á bíl sem skráður var á Rúmenann. Hann gat ekki gefið skýringu á því hvers vegna bíllinn var á vettvangi. Hann hefði ekki tilkynnt að henni hefði verið stolið fyrr en daginn eftir. Lykilgagn í málinu var myndband sem nágranni tók út um gluggann sem sýndi árásina. Þar sást líka hvernig kærastinn bakkaði bíl sínum á fjóra bíla, blindaður af piparúða, þegar verið var að ráðast á þau. Mikil læti urðu til þess að nokkrir nágrannar fóru út í glugga sína, fylgdust með og báru vitni í málinu. Ótrúverðugur framburður Rannsóknarlögreglumaður sagðist hafa skoðað myndbandið sem tekið var á vettvangi ásamt fleiri lögreglumönnum. Þeir hefðu þekkt feðgana á myndbandinu. Eftir að hafa tekið skýrslu af Rúmenanum var lögreglumaðurinn í engum vafa um að hann væri þriðji maðurinn á myndbandinu. Af símagögnum væri ljóst að mennirnir hefðu þekkst og verið í sambandi. Starfsmaður hjá rútufyrirtækinu Greyline sagðist hafa unnið með báðum hjá fyrirtækinu fyrir mörgum árum. Hann vissi til þess að mennirnir þekktust. Þótti héraðsdómi framburður ákærðu ekki trúverðugir og voru þeir því ekki lagðir til grundvallar í málinu. Héraðsdómur leit til þess að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að aðrir en ákærðu hefðu tekið þátt í árásinni eins og henni var lýst í ákæru. Þá hefði ekkert komið fram um að kærustuparið hefði haft hag af því að segja svo frá árásinni. Miskabætur til parsins Voru mennirnir sakfelldir fyrir sinn þátt í ákærunni að því frátöldu að ekki þótti sannað að Rúmeninn hefði notað hnúajárn við árásina. Ekki var gerður greinarmunur á þætti mannanna í árásinni og tekið fram að árásarvopnið, hamar, væri stórhættulegt verkfæri. Faðirinn á nokkurn brotaferil að baki og fékk tíu mánaða dóm. Sá rúmenski fékk átta mánaða dóm. Þar sem ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir atvik, og dráttur málsins væri ákærðu ekki að kenna, þótti ástæða til að skilorðsbinda refsinguna. Þá voru þeir dæmdir til að greiða ökumanninum 400 þúsund krónur í miskabætur en kærustu hans 250 þúsund krónur. Dóminn má lesa hér. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Mennirnir lýstu yfir sakleysi sínu og sögðust ekki þekkjast. Dómurinn taldi skýringar mannanna afar ótrúverðugar. Dómurinn var skilorðsbundinn þar sem á fimmta ár leið frá árásinni og þar til dómur féll á dögunum. Parið lýsti því að það hefði verið að aka heim til sín í Laugardalnum þegar þau urðu vör við að feðga í bíl nærri heimili sínu. Þeir hefðu verið við þriðja mann og veitt þeim eftirför heim til þeirra. Þegar þangað kom hafi faðirinn brotið aftur rúðu á bílnum og í framhaldinu opnað dyrnar ökumannsmegin og slegið ökumanninn sem sat undir stýri margsinnis í höfuð og víðs vegar um líkamann. Rúmeninn var sakaður um að hafa opnað dyrnar bílstjóramegin og slegið konuna ítrekað í höfuðið með hnúajárni og sömuleiðis kærasta hennar sem reyndi að verja hana fyrir höggunum. Hlutu þau bæði ýmis eymsli, meðal annars á höfði. Nágrannar urðu vitni að árásinni eftir að hafa flykkst að gluggum á heimilum sínum vegna hávaða sem barst að utan. Sögðust ekki þekkjast Faðirinn og Rúmeninn sögðust fyrir dómi ekki þekkjast og neituðu báðir sök en sonurinn, sem var með í för, var ekki ákærður. Neituðu allir að hafa verið á vettvangi. Kærustuparið bar strax á vettvangi um að faðirinn hefði tekið þátt í árásinni og sonur hans líka en þau þekktust. Þeim var sýnd mynd af Rúmenanum og sagði konan hann hafa verið á meðal árásarmannanna. Fyrir dómi báru þau á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem rengdi framburð þeirra. Þvert á móti studdi ýmislegt sem fram kom í málinu frásögn þeirra. Árásarmennirnir komu á vettvang á bíl sem skráður var á Rúmenann. Hann gat ekki gefið skýringu á því hvers vegna bíllinn var á vettvangi. Hann hefði ekki tilkynnt að henni hefði verið stolið fyrr en daginn eftir. Lykilgagn í málinu var myndband sem nágranni tók út um gluggann sem sýndi árásina. Þar sást líka hvernig kærastinn bakkaði bíl sínum á fjóra bíla, blindaður af piparúða, þegar verið var að ráðast á þau. Mikil læti urðu til þess að nokkrir nágrannar fóru út í glugga sína, fylgdust með og báru vitni í málinu. Ótrúverðugur framburður Rannsóknarlögreglumaður sagðist hafa skoðað myndbandið sem tekið var á vettvangi ásamt fleiri lögreglumönnum. Þeir hefðu þekkt feðgana á myndbandinu. Eftir að hafa tekið skýrslu af Rúmenanum var lögreglumaðurinn í engum vafa um að hann væri þriðji maðurinn á myndbandinu. Af símagögnum væri ljóst að mennirnir hefðu þekkst og verið í sambandi. Starfsmaður hjá rútufyrirtækinu Greyline sagðist hafa unnið með báðum hjá fyrirtækinu fyrir mörgum árum. Hann vissi til þess að mennirnir þekktust. Þótti héraðsdómi framburður ákærðu ekki trúverðugir og voru þeir því ekki lagðir til grundvallar í málinu. Héraðsdómur leit til þess að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að aðrir en ákærðu hefðu tekið þátt í árásinni eins og henni var lýst í ákæru. Þá hefði ekkert komið fram um að kærustuparið hefði haft hag af því að segja svo frá árásinni. Miskabætur til parsins Voru mennirnir sakfelldir fyrir sinn þátt í ákærunni að því frátöldu að ekki þótti sannað að Rúmeninn hefði notað hnúajárn við árásina. Ekki var gerður greinarmunur á þætti mannanna í árásinni og tekið fram að árásarvopnið, hamar, væri stórhættulegt verkfæri. Faðirinn á nokkurn brotaferil að baki og fékk tíu mánaða dóm. Sá rúmenski fékk átta mánaða dóm. Þar sem ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir atvik, og dráttur málsins væri ákærðu ekki að kenna, þótti ástæða til að skilorðsbinda refsinguna. Þá voru þeir dæmdir til að greiða ökumanninum 400 þúsund krónur í miskabætur en kærustu hans 250 þúsund krónur. Dóminn má lesa hér. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira