Jafnt hjá Arsenal í Róm | Molde kom til baka gegn Hoffenheim

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bukayo Saka sá til þess að Arsenal náði jafntefli í Róm í kvöld.
Bukayo Saka sá til þess að Arsenal náði jafntefli í Róm í kvöld. Paolo Bruno/Getty Images

Arsenal náði 1-1 jafntefli í fyrri leik liðsins gegn Benfica í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Molde gerðu 3-3 jafntefli við Hoffenheim. Hér að neðan má sjá önnur úrslit kvöldsins.

Leikurinn Benfica og Arsenal fór fram í Róm vegna ferðatakmarkanna sökum kórónufaraldursins. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Pierre-Emerick Aubameyang brenndi af sannkölluðu dauðafæri fyrir Arsenal.

Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu „heimamenn“ umdeilda vítaspyrnu þar sem boltinn fór í hönd varnarmanns Arsenal af stuttu færi. Pizzi fór á punktinn og kom Benfica yfir.

Arsenal brunaði í sókn og Bukayo Saka jafnaði metin eftir sendingu Cedric Soares skömmu síðar. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Arsenal því í ágætis málum fyrir síðari leik liðanna á Emirates-vellinum í Lundúnum að viku liðinni.

Björn Bergmann byrjaði frammi hjá Molde er liðið náði ótrúlegu 3-3 jafntefli gegn Hoffenheim á heimavelli eftir að lenda 3-1 undir. Björn Bergmann spilaði 65 mínútur.

Önnur úrslit

Granada 2-0 Napoli

Lille 1-2 Ajax

Maccabi Tel Aviv 0-2 Shakhtar Donetsk

Royal Antwerp 3-4 Rangers

Salzburg 0-2 Villareal


Tengdar fréttir

Man United í góðum málum eftir fyrri leikinn

Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Manchester United eru í góðum málum eftir fyrri leik liðsins gegn Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Unnu þeir leikinn 4-0 og eru því í kjörstöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á Old Trafford eftir viku.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira