Þægilegt hjá Tottenham í Ungverjalandi | Úrslit kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2021 19:50 Þessir tveir skemmtu sér vel í kvöld. EPA-EFE/Tamas Kovacs Segja má að Tottenham Hotspur hafi aðeins þurft 35 mínútur af þeim 180 sem í boði voru til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liðið var 3-0 yfir á þeim tímapunkti og vann leik kvöldsins sannfærandi 4-1. Lærisveinar José Mourinho voru ekkert að tvínóna við hlutina er þeir heimsóttu Wolfsberger AC til Ungverjalands í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld, staðan orðin 3-0 gestunum frá Lundúnum í vil eftir rúmlega hálftíma leik.Wolfsberger hins vegar frá Austurríki en vegna kórónufaraldrusins og ferðatakmarkanna var leikið í Ungverjalandi. Heung-Min Son kom Tottenham yfir með góðum skalla eftir sendingu Gareth Bale strax á 13. mínútu leiksins. Var þetta 18. mark Son á leiktíðinni, eru það jafn mörg mörk og hann skoraði á öllu síðasta tímabili. Bale sjálfur tvöfaldaði forystu gestanna með góðu vinstri fótar skoti þegar 28 mínútur voru liðnar af leiknum. 18 goals12 assistsHeung-min Son now has 30 goal involvements this season pic.twitter.com/yOiActZU2a— B/R Football (@brfootball) February 18, 2021 Lucas Moura kom Tottenham í 3-0 aðeins sex mínútum síðar með frábæru einstaklingsframtaki. Á milli markanna hafði Hugo Lloris varið skalla Dario Vizinger í slánna og út. Staðan því 3-0 í hálfleik. Michael Liendl minnkaði muninn í 3-1 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu. Nær komust heimamenn þó ekki og skoraði varamaðurinn Vinicius fjórða mark Tottenham undir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur í Austurríki 4-1 Tottenham í vil. Önnur úrslit kvöldsins Dynamo Kiev 1-1 Club Brugge Krasnodar 2-3 Dinamo Zagreb Rauða Stjarnan 2-2 AC Milan Olympiacos 4-2 PSV Eindhoven Braga 0-2 Roma Slavía Prag 0-0 Leicester City Young Boys 4-3 Bayer Leverkusen Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Man United í góðum málum eftir fyrri leikinn Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Manchester United eru í góðum málum eftir fyrri leik liðsins gegn Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Unnu þeir leikinn 4-0 og eru því í kjörstöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á Old Trafford eftir viku. 18. febrúar 2021 19:45
Segja má að Tottenham Hotspur hafi aðeins þurft 35 mínútur af þeim 180 sem í boði voru til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liðið var 3-0 yfir á þeim tímapunkti og vann leik kvöldsins sannfærandi 4-1. Lærisveinar José Mourinho voru ekkert að tvínóna við hlutina er þeir heimsóttu Wolfsberger AC til Ungverjalands í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld, staðan orðin 3-0 gestunum frá Lundúnum í vil eftir rúmlega hálftíma leik.Wolfsberger hins vegar frá Austurríki en vegna kórónufaraldrusins og ferðatakmarkanna var leikið í Ungverjalandi. Heung-Min Son kom Tottenham yfir með góðum skalla eftir sendingu Gareth Bale strax á 13. mínútu leiksins. Var þetta 18. mark Son á leiktíðinni, eru það jafn mörg mörk og hann skoraði á öllu síðasta tímabili. Bale sjálfur tvöfaldaði forystu gestanna með góðu vinstri fótar skoti þegar 28 mínútur voru liðnar af leiknum. 18 goals12 assistsHeung-min Son now has 30 goal involvements this season pic.twitter.com/yOiActZU2a— B/R Football (@brfootball) February 18, 2021 Lucas Moura kom Tottenham í 3-0 aðeins sex mínútum síðar með frábæru einstaklingsframtaki. Á milli markanna hafði Hugo Lloris varið skalla Dario Vizinger í slánna og út. Staðan því 3-0 í hálfleik. Michael Liendl minnkaði muninn í 3-1 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu. Nær komust heimamenn þó ekki og skoraði varamaðurinn Vinicius fjórða mark Tottenham undir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur í Austurríki 4-1 Tottenham í vil. Önnur úrslit kvöldsins Dynamo Kiev 1-1 Club Brugge Krasnodar 2-3 Dinamo Zagreb Rauða Stjarnan 2-2 AC Milan Olympiacos 4-2 PSV Eindhoven Braga 0-2 Roma Slavía Prag 0-0 Leicester City Young Boys 4-3 Bayer Leverkusen Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Man United í góðum málum eftir fyrri leikinn Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Manchester United eru í góðum málum eftir fyrri leik liðsins gegn Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Unnu þeir leikinn 4-0 og eru því í kjörstöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á Old Trafford eftir viku. 18. febrúar 2021 19:45
Man United í góðum málum eftir fyrri leikinn Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Manchester United eru í góðum málum eftir fyrri leik liðsins gegn Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Unnu þeir leikinn 4-0 og eru því í kjörstöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á Old Trafford eftir viku. 18. febrúar 2021 19:45