Fullt hús hjá Keflavík og góðir sigrar Hauka og Skallagríms Anton Ingi Leifsson skrifar 17. febrúar 2021 20:51 Keflavík og Haukar unnu bæði í kvöld. vísir/hulda margrét Domino’s deild kvenna rúllaði aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé. Haukar höfðu betur gegn Breiðabliki í Kópavogi, Skallagrímur rúllaði yfir KR og Keflavík er á toppnum eftir sigur í Stykkishólmi. Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig eftir 70-60 sigur á Breiðabliki í kvöld. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Haukastúlkna en þær unnu annan leikhlutann 21-10. Breiðablik er með fjögur stig í sjöunda sæti. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði sautján stig fyrir Hauka og tók sjö fráköst. Eva Margrét Kristjánsdóttir bætti við fjórtán stigum og fimm fráköstum. Birgit Ósk Snorradóttir skoraði fimmtán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í liði Blika. Sóllilja Bjarnadóttir kom næst með ellefu stig og fimm fráköst. Skallagrímur lenti ekki í neinum vandræðum með botnlið KR á heimavelli en lokatölur 67-53. KR-liðið er en án stiga en Borgnesingar voru með góð tök á leiknum. Þær voru 33-22 yfir í hálfleik og unnu svo þriðja leikhlutann 26-17. Tuttugu stiga munur fyrir fjórða leikhlutann var of stór biti fyrir KR. Sanja Orozovic gerði átján stig fyrir Skallagrím og tók tíu fráköst. Nikita Telesford bætti við sextán stigum og Embla Kristínardóttir tólf. Taryn Ashley Mc Cutcheon skoraði sautján stig og tók fjögur fráköst fyrir gestina sem og gaf níu stoðsendingar. Annika Holopainen gerði fimmtán stig. Skallagrímur er með átta stig í fimmta sæti deilarinnar en KR er á botninum, án stiga eftir átta leiki. Keflavík er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö umferðir en þær keflvísku sóttu tvö stig í Stykkishólm í kvöld. Mikið var skorað í fyrsta leikhlutanum, 28-31, en Keflavík leiddi með þrettán stigum í hálfleik, 54-41. Lokatölur 91-79. Daniela Wallen Morillo var mögnuð hjá Keflavík. Hún skoraði 37 stig og tók sautján fráköst. Katla Rún Garðarsdóttir bætti við sextán stigum og Anna Ingunn Svansdóttir fjórtán. Emese Vida gerði 22 stig og tók átján fráköst fyrir Snæfell en Haiden Denise Palmer kom næst með sextán. Keflavík er með fjórtán stig á toppi deildarinnar — með fullt hús stiga en Snæfell er í sjötta sætinu með fjögur stig. Dominos-deild kvenna KR Keflavík ÍF Skallagrímur Snæfell Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Í beinni: Valur - Fjölnir | Spútnikliðið mætir meisturunum Fjölnir hefur komið liða mest á óvart í Domino's deild kvenna og er í 2. sæti. Íslandsmeistarar Vals eru í 3. sætinu en jafna Fjölni að stigum með sigri í kvöld. 17. febrúar 2021 19:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig eftir 70-60 sigur á Breiðabliki í kvöld. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Haukastúlkna en þær unnu annan leikhlutann 21-10. Breiðablik er með fjögur stig í sjöunda sæti. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði sautján stig fyrir Hauka og tók sjö fráköst. Eva Margrét Kristjánsdóttir bætti við fjórtán stigum og fimm fráköstum. Birgit Ósk Snorradóttir skoraði fimmtán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í liði Blika. Sóllilja Bjarnadóttir kom næst með ellefu stig og fimm fráköst. Skallagrímur lenti ekki í neinum vandræðum með botnlið KR á heimavelli en lokatölur 67-53. KR-liðið er en án stiga en Borgnesingar voru með góð tök á leiknum. Þær voru 33-22 yfir í hálfleik og unnu svo þriðja leikhlutann 26-17. Tuttugu stiga munur fyrir fjórða leikhlutann var of stór biti fyrir KR. Sanja Orozovic gerði átján stig fyrir Skallagrím og tók tíu fráköst. Nikita Telesford bætti við sextán stigum og Embla Kristínardóttir tólf. Taryn Ashley Mc Cutcheon skoraði sautján stig og tók fjögur fráköst fyrir gestina sem og gaf níu stoðsendingar. Annika Holopainen gerði fimmtán stig. Skallagrímur er með átta stig í fimmta sæti deilarinnar en KR er á botninum, án stiga eftir átta leiki. Keflavík er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö umferðir en þær keflvísku sóttu tvö stig í Stykkishólm í kvöld. Mikið var skorað í fyrsta leikhlutanum, 28-31, en Keflavík leiddi með þrettán stigum í hálfleik, 54-41. Lokatölur 91-79. Daniela Wallen Morillo var mögnuð hjá Keflavík. Hún skoraði 37 stig og tók sautján fráköst. Katla Rún Garðarsdóttir bætti við sextán stigum og Anna Ingunn Svansdóttir fjórtán. Emese Vida gerði 22 stig og tók átján fráköst fyrir Snæfell en Haiden Denise Palmer kom næst með sextán. Keflavík er með fjórtán stig á toppi deildarinnar — með fullt hús stiga en Snæfell er í sjötta sætinu með fjögur stig.
Dominos-deild kvenna KR Keflavík ÍF Skallagrímur Snæfell Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Í beinni: Valur - Fjölnir | Spútnikliðið mætir meisturunum Fjölnir hefur komið liða mest á óvart í Domino's deild kvenna og er í 2. sæti. Íslandsmeistarar Vals eru í 3. sætinu en jafna Fjölni að stigum með sigri í kvöld. 17. febrúar 2021 19:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Í beinni: Valur - Fjölnir | Spútnikliðið mætir meisturunum Fjölnir hefur komið liða mest á óvart í Domino's deild kvenna og er í 2. sæti. Íslandsmeistarar Vals eru í 3. sætinu en jafna Fjölni að stigum með sigri í kvöld. 17. febrúar 2021 19:30