Hverju munar um 100.000 krónur? Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. febrúar 2021 08:00 Við sjáum fyrir okkur stóra lottóvinninginn sem fjárhæð sem myndi gjörbreyta lífi okkar. En eins og Laddi sagði þegar hann stýrði Skrælingjalottói í Imbakassanum á sínum tíma þá vinnur aldrei neinn. Það er því ekki stóri vinningurinn sem mestu munar um en tiltölulega lítil fjárhæð getur þó haft afgerandi áhrif á fjárhag okkar, ef við beitum henni með skynsamlegum hætti. Neysluskuldir eru lúmskar Neysluskuldir köllum við þessi litlu hversdagslegu lán. Það getur sem dæmi verið yfirdráttur, greiðsludreifing í verslun, raðgreiðslur eða dreifing greiðslukortareiknings. Hvað svo sem við kjósum að kalla slíkt hafa kaup í dag sem greidd eru síðar þau áhrif að við borgum meira fyrir vörur og þjónustu en verðmiðinn segir til um. Hlutirnir fara að kosta meira en þeir eiga og þurfa að kosta. Þegar við venjum okkur á slíkt geta vaxtagreiðslur og ýmiss kostnaður með tímanum vegið ansi þungt á okkur, auk þess sem greiða þarf lánin upp fyrr eða síðar. Í slíkum aðstæðum má ekkert út af bregða í heimilisfjármálunum og komi eitthvað upp á er ef til vill ekkert í stöðunni annað en að bæta enn við skuldirnar. Þessu fylgir óöryggi og óþægilegur hnútur í maganum en ekki síst bágari fjárhagur sem versnar bara með árunum. Bara ef það væri nú hægt að draga úr þörfinni fyrir slíka skuldsetningu með einhverjum hætti. Bólusetning við neyslulánasöfnun Það segir sig sjálft að svigrúm fólks til að spara er mjög misjafnt. Margir eiga í fullu fangi með að hafa í sig og á, ekki síst í dag þegar atvinnuleysi er í met hæðum. En sé eitthvað svigrúm til staðar má freista þess að laga stöðuna með skipulögðum hætti. Fyrsta skrefið er að reyna að greiða upp þau neyslulán sem þegar hafa verið tekin, eins fljótt og kostur er. Það getur krafist fórna um skeið en kemur til með að borga sig. Því næst söfnum við í varasjóð sem haldið er aðskildum öðrum sparnaði. Þá fjármuni grípum við í ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þetta geta sem dæmi verið 100.000 krónur eða önnur fjárhæð sem ykkur þykir líklegt að geti komið sér vel svo sem ef eitthvað bilar, skemmtileg tækifæri bjóðast eða í dýrum mánuðum á borð við desember. Þegar gengið er á varasjóðinn hefjumst við handa við að fylla hann að nýju. Þegar við temjum okkur að viðhalda slíkum varasjóði ætti tilefnum til að taka dýr neyslulán og dreifa greiðslum að geta fækkað umtalsvert, með tilheyrandi sparnaði. Þessi 100.000 króna varasparnaður getur því reynst okkur geysilega verðmætur eftir því sem árin líða. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Við sjáum fyrir okkur stóra lottóvinninginn sem fjárhæð sem myndi gjörbreyta lífi okkar. En eins og Laddi sagði þegar hann stýrði Skrælingjalottói í Imbakassanum á sínum tíma þá vinnur aldrei neinn. Það er því ekki stóri vinningurinn sem mestu munar um en tiltölulega lítil fjárhæð getur þó haft afgerandi áhrif á fjárhag okkar, ef við beitum henni með skynsamlegum hætti. Neysluskuldir eru lúmskar Neysluskuldir köllum við þessi litlu hversdagslegu lán. Það getur sem dæmi verið yfirdráttur, greiðsludreifing í verslun, raðgreiðslur eða dreifing greiðslukortareiknings. Hvað svo sem við kjósum að kalla slíkt hafa kaup í dag sem greidd eru síðar þau áhrif að við borgum meira fyrir vörur og þjónustu en verðmiðinn segir til um. Hlutirnir fara að kosta meira en þeir eiga og þurfa að kosta. Þegar við venjum okkur á slíkt geta vaxtagreiðslur og ýmiss kostnaður með tímanum vegið ansi þungt á okkur, auk þess sem greiða þarf lánin upp fyrr eða síðar. Í slíkum aðstæðum má ekkert út af bregða í heimilisfjármálunum og komi eitthvað upp á er ef til vill ekkert í stöðunni annað en að bæta enn við skuldirnar. Þessu fylgir óöryggi og óþægilegur hnútur í maganum en ekki síst bágari fjárhagur sem versnar bara með árunum. Bara ef það væri nú hægt að draga úr þörfinni fyrir slíka skuldsetningu með einhverjum hætti. Bólusetning við neyslulánasöfnun Það segir sig sjálft að svigrúm fólks til að spara er mjög misjafnt. Margir eiga í fullu fangi með að hafa í sig og á, ekki síst í dag þegar atvinnuleysi er í met hæðum. En sé eitthvað svigrúm til staðar má freista þess að laga stöðuna með skipulögðum hætti. Fyrsta skrefið er að reyna að greiða upp þau neyslulán sem þegar hafa verið tekin, eins fljótt og kostur er. Það getur krafist fórna um skeið en kemur til með að borga sig. Því næst söfnum við í varasjóð sem haldið er aðskildum öðrum sparnaði. Þá fjármuni grípum við í ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þetta geta sem dæmi verið 100.000 krónur eða önnur fjárhæð sem ykkur þykir líklegt að geti komið sér vel svo sem ef eitthvað bilar, skemmtileg tækifæri bjóðast eða í dýrum mánuðum á borð við desember. Þegar gengið er á varasjóðinn hefjumst við handa við að fylla hann að nýju. Þegar við temjum okkur að viðhalda slíkum varasjóði ætti tilefnum til að taka dýr neyslulán og dreifa greiðslum að geta fækkað umtalsvert, með tilheyrandi sparnaði. Þessi 100.000 króna varasparnaður getur því reynst okkur geysilega verðmætur eftir því sem árin líða. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun