Erlent

Út­göngu­bann stjórn­valda stangast á við stjórnar­skrá

Atli Ísleifsson skrifar
Útgöngubannið hefur gilt alla daga frá 21 á kvöldin og til 4:30 á morgnana.
Útgöngubannið hefur gilt alla daga frá 21 á kvöldin og til 4:30 á morgnana. EPA/SEM VAN DER WAL

Dómstóll í Haag í Hollandi hefur beint því til þarlendra stjórnvalda að aflétta útgöngubanni sem komið hafði verið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Dómstóllinn segir útgöngubannið ekki hafa stoð í stjórnarskrá og því skuli því aflétt fyrir 3. mars þegar núverandi reglur renna út.

Útgöngubannið gildir alla daga frá 21 á kvöldin og til 4:30 á morgnana.

Útgöngubanninu í Hollandi hefur verið mótmælt harðlega og undir lok síðasta mánaðar kom til mikilla óeirða víða í landinu.

Talsmenn ríkisstjórnar Hollands hafa sagt ríkisstjórnina ætla að vega og meta ákvörðun dómstólsins áður en gripið verði til einhverra ráðstafana.


Tengdar fréttir

Fleiri hundruð mót­mælendur hand­teknir víða um Evrópu

Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla.

Ó­eirðir í Hollandi vegna sótt­varna­að­gerða

Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×