„Eitt svona mál er bara einu máli of mikið” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 15:08 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Egill Aðalsteinsson Eltihrellar gætu átt von á allt að fjögurra ára fangelsisvist, nú eftir að Alþingi hefur samþykkt sérstök lög um umsáturseinelti. Um sex prósent landsmanna varð fyrir barðinu á eltihrelli árið 2019. Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mikilvægt að grípa til aðgerða. Hvert mál sé máli of mikið. Frumvarpið var lagt fram af dómsmálaráðherra í október og samþykkt samhljóða á Alþingi á föstudag. Um er að ræða viðbót við almenn hegningarlög þar sem segir að hver sem endurtekið hótar, fylgist með, setur sig í samband við eða situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. „Þetta er auðvitað allt gert til að tryggja vernd fólks til að ganga um þetta samfélag óáreitt og það er það sem við viljum tryggja. Við höfum heyrt of margar sögur um það að núverandi ákvæði hafi ekki dugað,” segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Nálgunarbann dugað skammt Nálgunarbann hefur hingað til dugað skammt í þessum aðstæðum og litlir eftirmálar á brotum gegn nálgunarbanni aðrir en sektargreiðslur í ákveðnum tilfellum. Áslaug Arna segir að fólk hafi getað fundið glufur á lögum um nálgunarbann og því hafi þurft að bregðast við. „Oft á tíðum sér fólk sér leik á borð og finnur þær glufur sem eru á því og það er þess vegna sem þetta ákvæði er nauðsynlegt,” segir hún. Heimildir í lögum séu nú orðnar víðtækari til að bregðast við hvers kyns umsátri eða ofsóknum. „Við höfum séð dæmi þess og umfjöllun í fjölmiðlum um mál þar sem kannski er verið að skilja eftir einhverjar vísbendingar eða sitja um einhverja manneskju eða slíkt án þess að það sé beinlínis hótun eða ofbeldi en getur valdið manneskju mikilli hræðslu eða kvíða og skert lífsgæði hennar.” Könnun ríkislögreglustjóra sem var birt í janúar 2021. Í könnun sem unnin var fyrir ríkislögreglustjóra í fyrra sögðust sex prósent landsmanna hafa orðið fyrir því að einstaklingur hafi ítrekað eða endurtekið sýnt af sér hegðun sem gæti flokkast sem eltihrelli. Algengasta tegund hegðunarinnar var að viðkomandi hafði samband á óvelkominn hátt miðað við samband þeirra, og næst algengast voru ógnandi tilburðir. Algengustu tengsl voru kunningjar, yfirmenn eða vinnufélagar og ókunnugir komu þar á eftir. „Eitt svona mál er bara einu máli of mikið,” segir Áslaug Arna, sem fagnar því að frumvarp hennar hafi fengið fram að ganga. Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31 Í klóm ofbeldis Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Frumvarpið var lagt fram af dómsmálaráðherra í október og samþykkt samhljóða á Alþingi á föstudag. Um er að ræða viðbót við almenn hegningarlög þar sem segir að hver sem endurtekið hótar, fylgist með, setur sig í samband við eða situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. „Þetta er auðvitað allt gert til að tryggja vernd fólks til að ganga um þetta samfélag óáreitt og það er það sem við viljum tryggja. Við höfum heyrt of margar sögur um það að núverandi ákvæði hafi ekki dugað,” segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Nálgunarbann dugað skammt Nálgunarbann hefur hingað til dugað skammt í þessum aðstæðum og litlir eftirmálar á brotum gegn nálgunarbanni aðrir en sektargreiðslur í ákveðnum tilfellum. Áslaug Arna segir að fólk hafi getað fundið glufur á lögum um nálgunarbann og því hafi þurft að bregðast við. „Oft á tíðum sér fólk sér leik á borð og finnur þær glufur sem eru á því og það er þess vegna sem þetta ákvæði er nauðsynlegt,” segir hún. Heimildir í lögum séu nú orðnar víðtækari til að bregðast við hvers kyns umsátri eða ofsóknum. „Við höfum séð dæmi þess og umfjöllun í fjölmiðlum um mál þar sem kannski er verið að skilja eftir einhverjar vísbendingar eða sitja um einhverja manneskju eða slíkt án þess að það sé beinlínis hótun eða ofbeldi en getur valdið manneskju mikilli hræðslu eða kvíða og skert lífsgæði hennar.” Könnun ríkislögreglustjóra sem var birt í janúar 2021. Í könnun sem unnin var fyrir ríkislögreglustjóra í fyrra sögðust sex prósent landsmanna hafa orðið fyrir því að einstaklingur hafi ítrekað eða endurtekið sýnt af sér hegðun sem gæti flokkast sem eltihrelli. Algengasta tegund hegðunarinnar var að viðkomandi hafði samband á óvelkominn hátt miðað við samband þeirra, og næst algengast voru ógnandi tilburðir. Algengustu tengsl voru kunningjar, yfirmenn eða vinnufélagar og ókunnugir komu þar á eftir. „Eitt svona mál er bara einu máli of mikið,” segir Áslaug Arna, sem fagnar því að frumvarp hennar hafi fengið fram að ganga.
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31 Í klóm ofbeldis Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31
Í klóm ofbeldis Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar. 2. maí 2019 08:00