Hundrað prósent helgi hjá Álex Abrines Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 12:00 Alex Abrines fagnar hér þriggja stiga körfu í bikarúrslitaleiknum móti Real Madrid. Getty/Borja B. Hojas Barcelona leikmaðurinn Álex Abrines náði einstöku afreki þegar Barcelona tryggði sér sigur í spænska Konungsbikarnum i körfubolta í gær. Barcelona tryggði sér Konungsbikarinn í 26. sinn með því að vinna fimmtán stiga sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum, 88-73. Börsungar hafa unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins var valinn mikilvægasti leikmaður helgarinnar en hann var með 19 stig að meðaltali fyrir Barcelonaliðið. Það var aftur á móti frammistaða annars leikmanns sem kom honum í sögubækurnar. TREMENDO @alexabrines!!!!Primer jugador en TODA la historia que completa una #CopaACB con 100% de acierto en triples, en cuartos (3 de 3), en semis (3 de 3) y en la final (2 de 2).Y aún hay más: Abrines JAMÁS ha fallado un tiro de campo en un partido de #CopaACB (16 de 16) pic.twitter.com/M3JaS9IRV5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) February 14, 2021 Einhverjir þjálfarar hefðu kannski sett upp meira fyrir spænska landsliðsmanninn Álex Abrines sem klikkaði ekki á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna alla helgina. Við erum ekki að tala um sniðskot eða vítaskot. Við erum að tala um skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Barcelona liðið spilaði þrjá leiki á þremur dögum, átta liða úrslit á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og loks úrslitaleikinn á sunnudegi. Álex Abrines tók þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á Unicaja á föstudagskvöldið, þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á TD Systems Baskonia í undanúrslitunum og loks tvö í úrslitaleiknum á móti Real Madrid. Öll þessi átta þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og Abrines var því með hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í leikjunum þremur. Hér fyrir neðan má sjá myndband með skotum kappans í Konungsbikarnum. @alexabrines, PERFECTO desde el 6,75 en la #CopaACB ¡8 de 8 en triples!#DíseloConBasket pic.twitter.com/PDXJ4cDJtJ— #CopaACB (@ACBCOM) February 15, 2021 Abrines var reyndar hundrað prósent á öllum sviðum því hann hitti úr eina tveggja stiga skotinu sínu og báðum vítunum líka. Hann var alls með 28 stig á 57 mínútum í leikjunum þremur og því aðeins að spila 19,1 mínútu í leik. Álex Abrines er 27 ára gamall skotbakvörður sem lék með Oklahoma City Thunder frá 2016 til 2019. Þá hafði hann verið hjá Barcelona í fjögur ár og hann kom aftur í Barcelona eftir tíma sinn í NBA-deildinni þar sem hann var með 5,3 stig í leik á þremur tímabilum. Spænski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Barcelona tryggði sér Konungsbikarinn í 26. sinn með því að vinna fimmtán stiga sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum, 88-73. Börsungar hafa unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins var valinn mikilvægasti leikmaður helgarinnar en hann var með 19 stig að meðaltali fyrir Barcelonaliðið. Það var aftur á móti frammistaða annars leikmanns sem kom honum í sögubækurnar. TREMENDO @alexabrines!!!!Primer jugador en TODA la historia que completa una #CopaACB con 100% de acierto en triples, en cuartos (3 de 3), en semis (3 de 3) y en la final (2 de 2).Y aún hay más: Abrines JAMÁS ha fallado un tiro de campo en un partido de #CopaACB (16 de 16) pic.twitter.com/M3JaS9IRV5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) February 14, 2021 Einhverjir þjálfarar hefðu kannski sett upp meira fyrir spænska landsliðsmanninn Álex Abrines sem klikkaði ekki á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna alla helgina. Við erum ekki að tala um sniðskot eða vítaskot. Við erum að tala um skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Barcelona liðið spilaði þrjá leiki á þremur dögum, átta liða úrslit á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og loks úrslitaleikinn á sunnudegi. Álex Abrines tók þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á Unicaja á föstudagskvöldið, þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á TD Systems Baskonia í undanúrslitunum og loks tvö í úrslitaleiknum á móti Real Madrid. Öll þessi átta þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og Abrines var því með hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í leikjunum þremur. Hér fyrir neðan má sjá myndband með skotum kappans í Konungsbikarnum. @alexabrines, PERFECTO desde el 6,75 en la #CopaACB ¡8 de 8 en triples!#DíseloConBasket pic.twitter.com/PDXJ4cDJtJ— #CopaACB (@ACBCOM) February 15, 2021 Abrines var reyndar hundrað prósent á öllum sviðum því hann hitti úr eina tveggja stiga skotinu sínu og báðum vítunum líka. Hann var alls með 28 stig á 57 mínútum í leikjunum þremur og því aðeins að spila 19,1 mínútu í leik. Álex Abrines er 27 ára gamall skotbakvörður sem lék með Oklahoma City Thunder frá 2016 til 2019. Þá hafði hann verið hjá Barcelona í fjögur ár og hann kom aftur í Barcelona eftir tíma sinn í NBA-deildinni þar sem hann var með 5,3 stig í leik á þremur tímabilum.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum