Innlent

Fylgdar­lið Johns Snorra á heim­leið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
John Snorri ásamt Sadpara-feðgunum.
John Snorri ásamt Sadpara-feðgunum.

Fylgdar- og aðstoðarmenn Johns Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr eru á heimleið. Fjallagarpanna hefur verið saknað í níu daga á fjallinu K2 í Pakistan og hefur víðtæk leit farið fram að göngumönnunum en engin ummerki um þá fundist.

Pakistanski herinn mun halda til í grunnbúðum K2 áfram en fylgdarlið göngumannanna er nú á leið heim. Þetta segir Vanessa O‘Brien, sem er í fylgdarliðinu, á Twitter.

Yfirgripsmikil leit hefur farið fram að göngumönnunum í fjallinu, gervihnattamyndir verið skoðaðar, fjallið gengið að hluta og pakistanski herinn hefur leitað úr lofti. Að sögn O‘Brien fundust svefnpokar, rifin tjöld og dýnur á fjallinu en engin ummerki fundust um mennina.

Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherrann á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, segir á Twitter að John Snorri hafi verið með tvö tæki, sem gefa frá sér staðsetningarupplýsingar, með sér á fjallinu og fartölvu að auki. Hann hafi skilið fartölvuna og annað staðsetningartækið eftir í grunnbúðunum á K2.

Hitt staðsetningartækið hafi hætt að senda frá sér merki 5. febrúar klukkan 7:13 að staðartíma og hafi hann þá verið í 7843 metra hæð. Sajid hafi verið með honum á þeim tímapunkti en engin merki hafa borist frá tækinu síðan.

O‘Brien segir teymið þakklátt stuðningum sem það hefur fundið fyrir frá íbúum Gilgit Baltistan og Skardu en heimamenn hafa hjálpað til við leitina.

Hún segir mikilvægan blaðamannafund fara fram á morgun, mánudaginn 15. febrúar, og segir hún fréttirnar sem þar verða tilkynntar sérstaklega tengjast Ali Sadpara.

„Í dag er Valentínusardagurinn haldinn hátíðlega víða um heim þannig að þið skulið muna að vera góð við hvort annað og minna þá sem standa ykkur nærri á það hvað ykkur þykir vænt um þá,“ skrifar hún í tilkynningunni.

„Þessir þrír sterku og hugrökku fjallagarpar eiga 13 börn, John Snorri Sigurjónsson á 6, Ali Sadpara á 4 og Juan Pablo Mohr á 3, og ég veit að þeir vissu allir hvað fjölskyldur þeirra elska þá mikið,“ skrifar hún.


Tengdar fréttir

Tæknin sem brýst í gegnum skýja­huluna og veður­ofsann á K2

Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju.

Tæknin sem brýst í gegnum skýja­huluna og veður­ofsann á K2

Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju.

Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt

Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×