Dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða brotaþola 1,8 milljónir eftir nauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 21:58 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. vísir/hanna Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Austurlands um að Wiktor Tomasz W. Tómasson skyldi sæta tveggja ára fangelsisvist vegna kynferðislegrar áreitni og nauðgunar auk þess sem hann skyldi greiða brotaþola 1,8 milljónir króna í miskabætur. Fram kemur í dómi Landsréttar að aðfaranótt sunnudagsins 12. nóvember 2017 hafi brotaþolinn og Wiktor farið heim til hennar eftir að hafa verið á skemmtistað. Þau voru ekki ein heima hjá henni heldur kom þangað nokkur hópur fólks og af varð teiti sem varði nokkuð lengi. Lögregla var á heimilinu fyrr um morguninn Þegar leið á morgun fór brotaþoli að sofa í herbergi sínu á efri hæð heimils hennar en enn voru nokkrir gestir á neðri hæðinni, þar á meðal Wiktor og nokkrir vinir konunnar. Wiktor og vinur konunnar, sem kallaður er X, áttu í einhverjum orðaskiptum og kastaðist í kekki milli þeirra. Það endaði þannig að Wiktor sló X hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Hringt var á lögreglu sem kom á staðinn korter yfir átta um morguninn og var X fluttur til aðhlynningar á heilsugæslu. Wiktor ásamt þremur öðrum gestum og konunni voru enn í húsinu á þeim tímapunkti. Lögreglan kom aftur að húsinu klukkan hálf tíu þennan morgun þar sem lögregla tók ljósmyndir innandyra vegna slagsmálanna. Þá var Wiktor sofandi í stofunni og annar maður var sofandi í öðrum sófa í stofunni. Eftir að lögregla yfirgaf heimilið fór Wiktor upp í herbergi til brotaþola. Hún bar fyrir héraðsdómi að hún hafi vaknað við það að ákærði hafi reynt að lyfta henni úr rúminu. Hún hafi verið hálfsofandi og drukkin og því ekki rankað nógu vel við sér. Þegar hún rankaði aftur við sér hafði ákærði tekið niður brjóstarhaldara hennar og var að sleikja eða sjúga hægri geirvörtu hennar. Brotaþoli og Wiktor voru ekki ein í herberginu, en vinkona brotaþola var þar sofandi en vaknaði við atvikið. Hún sagði honum að fara út úr herberginu og hótaði að hringja á lögregluna. Hafði læst hurðinni fyrir brotið Eftir atvikið fór brotaþoli aftur að sofa en vaknaði svo við að Wiktor var kominn upp í rúm til hennar. Hann var þá með fingur í leggöngum hennar og var að kyssa hana á hálsin. Hann snerti einnig á henni brjóstin með munninum. Konan lýsti því fyrir héraðsdómi að hún hafi verið hálf sofandi og það hafi tekið hana nokkra stunda að vakna. Þegar hún hafi loks vaknað almennilega hafi ákæri lagst niður og þóst vera sofandi. Eftir að brotaþoli hafði náð að stönglast út úr rúminu tók hún veski Wiktors sem lá á náttborði en við það vaknaði hann og krafðist þess að fá veskið. Þegar hún sagði honum að hann fengi það ekki fyrr en hann klæddi sig og færi út hrópaði hann að henni fúkyrðum og þegar hún reyndi að yfirgefa herbergið komst hún að því að hann hafði læst hurðinni. Í kjölfarið leitaði brotaþoli til Neyðarmóttöku Landspítala þar sem henni var vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp. Í samantekt sálfræðings kemur fram að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu sem þekkt eru hjá fólk sem hafi upplifað alvarleg áhrif svo sem nauðgun. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Fram kemur í dómi Landsréttar að aðfaranótt sunnudagsins 12. nóvember 2017 hafi brotaþolinn og Wiktor farið heim til hennar eftir að hafa verið á skemmtistað. Þau voru ekki ein heima hjá henni heldur kom þangað nokkur hópur fólks og af varð teiti sem varði nokkuð lengi. Lögregla var á heimilinu fyrr um morguninn Þegar leið á morgun fór brotaþoli að sofa í herbergi sínu á efri hæð heimils hennar en enn voru nokkrir gestir á neðri hæðinni, þar á meðal Wiktor og nokkrir vinir konunnar. Wiktor og vinur konunnar, sem kallaður er X, áttu í einhverjum orðaskiptum og kastaðist í kekki milli þeirra. Það endaði þannig að Wiktor sló X hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Hringt var á lögreglu sem kom á staðinn korter yfir átta um morguninn og var X fluttur til aðhlynningar á heilsugæslu. Wiktor ásamt þremur öðrum gestum og konunni voru enn í húsinu á þeim tímapunkti. Lögreglan kom aftur að húsinu klukkan hálf tíu þennan morgun þar sem lögregla tók ljósmyndir innandyra vegna slagsmálanna. Þá var Wiktor sofandi í stofunni og annar maður var sofandi í öðrum sófa í stofunni. Eftir að lögregla yfirgaf heimilið fór Wiktor upp í herbergi til brotaþola. Hún bar fyrir héraðsdómi að hún hafi vaknað við það að ákærði hafi reynt að lyfta henni úr rúminu. Hún hafi verið hálfsofandi og drukkin og því ekki rankað nógu vel við sér. Þegar hún rankaði aftur við sér hafði ákærði tekið niður brjóstarhaldara hennar og var að sleikja eða sjúga hægri geirvörtu hennar. Brotaþoli og Wiktor voru ekki ein í herberginu, en vinkona brotaþola var þar sofandi en vaknaði við atvikið. Hún sagði honum að fara út úr herberginu og hótaði að hringja á lögregluna. Hafði læst hurðinni fyrir brotið Eftir atvikið fór brotaþoli aftur að sofa en vaknaði svo við að Wiktor var kominn upp í rúm til hennar. Hann var þá með fingur í leggöngum hennar og var að kyssa hana á hálsin. Hann snerti einnig á henni brjóstin með munninum. Konan lýsti því fyrir héraðsdómi að hún hafi verið hálf sofandi og það hafi tekið hana nokkra stunda að vakna. Þegar hún hafi loks vaknað almennilega hafi ákæri lagst niður og þóst vera sofandi. Eftir að brotaþoli hafði náð að stönglast út úr rúminu tók hún veski Wiktors sem lá á náttborði en við það vaknaði hann og krafðist þess að fá veskið. Þegar hún sagði honum að hann fengi það ekki fyrr en hann klæddi sig og færi út hrópaði hann að henni fúkyrðum og þegar hún reyndi að yfirgefa herbergið komst hún að því að hann hafði læst hurðinni. Í kjölfarið leitaði brotaþoli til Neyðarmóttöku Landspítala þar sem henni var vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp. Í samantekt sálfræðings kemur fram að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu sem þekkt eru hjá fólk sem hafi upplifað alvarleg áhrif svo sem nauðgun.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent