Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2021 11:54 Félagarnir Kalli Örvars og Kári Stefáns. Á föstudagskvöldi fyrir viku var bankað uppá hjá Kára, þar var mættur nágranni og afhenti honum klósettrúllu. Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. Upp kom upp sú hugdetta í hópnum að gera grín. Eins og ýmsir vita er Kalli sérfræðingur í að herma eftir Kára Stefánssyni. Þeir félagar fundu til símanúmer nágranna Kára og hringdu. Það var svo tekið upp á myndband sem sjá má hér neðar. Vísir ræddi við Kalla en honum brá nokkuð í brún þegar hann áttaði sig á því að myndbandið væri komið í hendurnar á grjóthörðum rannsóknarblaðamanni en náði sér skjótt af því enda um græskulaust gaman að ræða. Hann segir að þeir hafi fyrst lent á nágranna sem bara hló að honum og skellti á. Betur hafi gengið með þann næsta, Svein. Sem brást skjótt við. Sjón er sögu ríkari. Klippa: Símaat Kalla Örvarssonar „Ég er búinn að tala við Kára. Þannig var að hann hefur talað um að ég sé hans innra sjálf. Þannig að ég sendi honum skilaboð þess efnis að hugsanlega hafi það farið á stjá og orðið á axarskaft,“ segir Kalli. Þetta var á þriðjudaginn en þá var Kalli búinn að sveiflast á milli þess að hafa móral yfir hrekknum og þess að telja, eða vona öllu heldur, að þetta væri í lagi. En það komu upp efasemdir þannig að hann ákvað að gefa sig fram. Hefndin kemur þegar Kalli á sér einskis ills von „Þú skalt ekki halda það, Karl Örvarsson,“ segir Kalli og hermir eftir Kára og samtali þeirra, „að þú komist upp með þetta án þess að fá eitthvað til baka. Og það verður þegar þú átt síst von á.“ Kári sem sagt hyggur á hefndir en Kalli segir að hann hafi að öðru leyti tekið þessu vel og haft húmor fyrir uppátækinu. Og enginn hafi meiðst. Kalli segir að í sjónvarpinu á sínum tíma hafi verið þáttur sem heitir Tekinn. Þá hafi einn verið að atast í öðrum. Nú hafi þetta verið þannig að hvorugur sem tók þátt hafi vitað af þessu og því megi þetta heita Tvítekinn. „Það er sem sagt bankað uppá hjá Kára, honum rétt rúlla og sagt: Vonandi batnar þér í maganum. Og fengið svarið: Það er ekkert að mér í maganum… eða, ég veit ekki alveg hvernig það samtal fór fram.“ Þeir félagar hittust fyrr í vetur í Bítinu og fór þá vel á með þeim. Næturlíf Heilbrigðismál Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Upp kom upp sú hugdetta í hópnum að gera grín. Eins og ýmsir vita er Kalli sérfræðingur í að herma eftir Kára Stefánssyni. Þeir félagar fundu til símanúmer nágranna Kára og hringdu. Það var svo tekið upp á myndband sem sjá má hér neðar. Vísir ræddi við Kalla en honum brá nokkuð í brún þegar hann áttaði sig á því að myndbandið væri komið í hendurnar á grjóthörðum rannsóknarblaðamanni en náði sér skjótt af því enda um græskulaust gaman að ræða. Hann segir að þeir hafi fyrst lent á nágranna sem bara hló að honum og skellti á. Betur hafi gengið með þann næsta, Svein. Sem brást skjótt við. Sjón er sögu ríkari. Klippa: Símaat Kalla Örvarssonar „Ég er búinn að tala við Kára. Þannig var að hann hefur talað um að ég sé hans innra sjálf. Þannig að ég sendi honum skilaboð þess efnis að hugsanlega hafi það farið á stjá og orðið á axarskaft,“ segir Kalli. Þetta var á þriðjudaginn en þá var Kalli búinn að sveiflast á milli þess að hafa móral yfir hrekknum og þess að telja, eða vona öllu heldur, að þetta væri í lagi. En það komu upp efasemdir þannig að hann ákvað að gefa sig fram. Hefndin kemur þegar Kalli á sér einskis ills von „Þú skalt ekki halda það, Karl Örvarsson,“ segir Kalli og hermir eftir Kára og samtali þeirra, „að þú komist upp með þetta án þess að fá eitthvað til baka. Og það verður þegar þú átt síst von á.“ Kári sem sagt hyggur á hefndir en Kalli segir að hann hafi að öðru leyti tekið þessu vel og haft húmor fyrir uppátækinu. Og enginn hafi meiðst. Kalli segir að í sjónvarpinu á sínum tíma hafi verið þáttur sem heitir Tekinn. Þá hafi einn verið að atast í öðrum. Nú hafi þetta verið þannig að hvorugur sem tók þátt hafi vitað af þessu og því megi þetta heita Tvítekinn. „Það er sem sagt bankað uppá hjá Kára, honum rétt rúlla og sagt: Vonandi batnar þér í maganum. Og fengið svarið: Það er ekkert að mér í maganum… eða, ég veit ekki alveg hvernig það samtal fór fram.“ Þeir félagar hittust fyrr í vetur í Bítinu og fór þá vel á með þeim.
Næturlíf Heilbrigðismál Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira