Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2021 11:54 Félagarnir Kalli Örvars og Kári Stefáns. Á föstudagskvöldi fyrir viku var bankað uppá hjá Kára, þar var mættur nágranni og afhenti honum klósettrúllu. Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. Upp kom upp sú hugdetta í hópnum að gera grín. Eins og ýmsir vita er Kalli sérfræðingur í að herma eftir Kára Stefánssyni. Þeir félagar fundu til símanúmer nágranna Kára og hringdu. Það var svo tekið upp á myndband sem sjá má hér neðar. Vísir ræddi við Kalla en honum brá nokkuð í brún þegar hann áttaði sig á því að myndbandið væri komið í hendurnar á grjóthörðum rannsóknarblaðamanni en náði sér skjótt af því enda um græskulaust gaman að ræða. Hann segir að þeir hafi fyrst lent á nágranna sem bara hló að honum og skellti á. Betur hafi gengið með þann næsta, Svein. Sem brást skjótt við. Sjón er sögu ríkari. Klippa: Símaat Kalla Örvarssonar „Ég er búinn að tala við Kára. Þannig var að hann hefur talað um að ég sé hans innra sjálf. Þannig að ég sendi honum skilaboð þess efnis að hugsanlega hafi það farið á stjá og orðið á axarskaft,“ segir Kalli. Þetta var á þriðjudaginn en þá var Kalli búinn að sveiflast á milli þess að hafa móral yfir hrekknum og þess að telja, eða vona öllu heldur, að þetta væri í lagi. En það komu upp efasemdir þannig að hann ákvað að gefa sig fram. Hefndin kemur þegar Kalli á sér einskis ills von „Þú skalt ekki halda það, Karl Örvarsson,“ segir Kalli og hermir eftir Kára og samtali þeirra, „að þú komist upp með þetta án þess að fá eitthvað til baka. Og það verður þegar þú átt síst von á.“ Kári sem sagt hyggur á hefndir en Kalli segir að hann hafi að öðru leyti tekið þessu vel og haft húmor fyrir uppátækinu. Og enginn hafi meiðst. Kalli segir að í sjónvarpinu á sínum tíma hafi verið þáttur sem heitir Tekinn. Þá hafi einn verið að atast í öðrum. Nú hafi þetta verið þannig að hvorugur sem tók þátt hafi vitað af þessu og því megi þetta heita Tvítekinn. „Það er sem sagt bankað uppá hjá Kára, honum rétt rúlla og sagt: Vonandi batnar þér í maganum. Og fengið svarið: Það er ekkert að mér í maganum… eða, ég veit ekki alveg hvernig það samtal fór fram.“ Þeir félagar hittust fyrr í vetur í Bítinu og fór þá vel á með þeim. Næturlíf Heilbrigðismál Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Upp kom upp sú hugdetta í hópnum að gera grín. Eins og ýmsir vita er Kalli sérfræðingur í að herma eftir Kára Stefánssyni. Þeir félagar fundu til símanúmer nágranna Kára og hringdu. Það var svo tekið upp á myndband sem sjá má hér neðar. Vísir ræddi við Kalla en honum brá nokkuð í brún þegar hann áttaði sig á því að myndbandið væri komið í hendurnar á grjóthörðum rannsóknarblaðamanni en náði sér skjótt af því enda um græskulaust gaman að ræða. Hann segir að þeir hafi fyrst lent á nágranna sem bara hló að honum og skellti á. Betur hafi gengið með þann næsta, Svein. Sem brást skjótt við. Sjón er sögu ríkari. Klippa: Símaat Kalla Örvarssonar „Ég er búinn að tala við Kára. Þannig var að hann hefur talað um að ég sé hans innra sjálf. Þannig að ég sendi honum skilaboð þess efnis að hugsanlega hafi það farið á stjá og orðið á axarskaft,“ segir Kalli. Þetta var á þriðjudaginn en þá var Kalli búinn að sveiflast á milli þess að hafa móral yfir hrekknum og þess að telja, eða vona öllu heldur, að þetta væri í lagi. En það komu upp efasemdir þannig að hann ákvað að gefa sig fram. Hefndin kemur þegar Kalli á sér einskis ills von „Þú skalt ekki halda það, Karl Örvarsson,“ segir Kalli og hermir eftir Kára og samtali þeirra, „að þú komist upp með þetta án þess að fá eitthvað til baka. Og það verður þegar þú átt síst von á.“ Kári sem sagt hyggur á hefndir en Kalli segir að hann hafi að öðru leyti tekið þessu vel og haft húmor fyrir uppátækinu. Og enginn hafi meiðst. Kalli segir að í sjónvarpinu á sínum tíma hafi verið þáttur sem heitir Tekinn. Þá hafi einn verið að atast í öðrum. Nú hafi þetta verið þannig að hvorugur sem tók þátt hafi vitað af þessu og því megi þetta heita Tvítekinn. „Það er sem sagt bankað uppá hjá Kára, honum rétt rúlla og sagt: Vonandi batnar þér í maganum. Og fengið svarið: Það er ekkert að mér í maganum… eða, ég veit ekki alveg hvernig það samtal fór fram.“ Þeir félagar hittust fyrr í vetur í Bítinu og fór þá vel á með þeim.
Næturlíf Heilbrigðismál Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira