Martin með tíu stig er Valencia féll úr leik í spænska konungsbikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2021 22:46 Martin í leik kvöldsins. @valenciabasket Valencia tapaði í kvöld fyrir Real Madrid í átta liða úrslitum spænska konungsbikarsins. Martin Hermannsson skoraði tíu stig í ellefu stiga tapi Valencia, lokatölur 85-74. Það var ljóst fyrir leik að Martin og félagar myndu eiga á brattann að sækja en Real er langbesta lið spænsku úrvalsdeildarinnar og unnið sextán af sautján leikjum sínum til þessa í deildinni. Valencia vann Real hins vegar í EuroLeague og því ekki um ómögulegt verkefni að ræða. Real byrjaði leikinn hins vegar mun betur og skoraði 29 stig gegn aðeins 17 hjá Valencia í fyrsta leikhluta. Þó annar leikhluti hafi verið mun jafnari var munurinn kominn upp í fimmtán stig í hálfleik, 49-34. Martin og félagar lögðu ekki árar í bát og komu sterkir inn í síðari hálfleik. Þeir unnu þriðja leikhluta með sjö stiga mun en nær komust þeir ekki og Real bætti við forystuna í síðasta leikhluta leiksins. Fór það svo að Real vann öruggan ellefu stiga sigur, 85-74, og er þar með komi í undanúrslit bikarsins. Martin skoraði tíu stig fyrir Valencia ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Sam Van Rossom var stigahæstur í liði gestanna með 16 stig á meðan Trey Thompkins var stigahæstur hjá Real með 23 stig. Crónica 1/4 #CopaACB @RMBaloncesto 85@valenciabasket 74Cas Derrota en los cuartos de final de la Copa del Rey ante el Real Madridhttps://t.co/XXoEUhf4DgVal https://t.co/w1ElxzlZmNEng https://t.co/ptDL95wNHQ ACB Photo pic.twitter.com/73ZIey1Lp9— Valencia Basket Club (@valenciabasket) February 11, 2021 Real Madrid mætir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski konungsbikarinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Það var ljóst fyrir leik að Martin og félagar myndu eiga á brattann að sækja en Real er langbesta lið spænsku úrvalsdeildarinnar og unnið sextán af sautján leikjum sínum til þessa í deildinni. Valencia vann Real hins vegar í EuroLeague og því ekki um ómögulegt verkefni að ræða. Real byrjaði leikinn hins vegar mun betur og skoraði 29 stig gegn aðeins 17 hjá Valencia í fyrsta leikhluta. Þó annar leikhluti hafi verið mun jafnari var munurinn kominn upp í fimmtán stig í hálfleik, 49-34. Martin og félagar lögðu ekki árar í bát og komu sterkir inn í síðari hálfleik. Þeir unnu þriðja leikhluta með sjö stiga mun en nær komust þeir ekki og Real bætti við forystuna í síðasta leikhluta leiksins. Fór það svo að Real vann öruggan ellefu stiga sigur, 85-74, og er þar með komi í undanúrslit bikarsins. Martin skoraði tíu stig fyrir Valencia ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Sam Van Rossom var stigahæstur í liði gestanna með 16 stig á meðan Trey Thompkins var stigahæstur hjá Real með 23 stig. Crónica 1/4 #CopaACB @RMBaloncesto 85@valenciabasket 74Cas Derrota en los cuartos de final de la Copa del Rey ante el Real Madridhttps://t.co/XXoEUhf4DgVal https://t.co/w1ElxzlZmNEng https://t.co/ptDL95wNHQ ACB Photo pic.twitter.com/73ZIey1Lp9— Valencia Basket Club (@valenciabasket) February 11, 2021 Real Madrid mætir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski konungsbikarinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira