Hlaðborð fyrir stórlið Evrópu ef Dortmund kemst ekki í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2021 07:01 Fari svo að Borussia Dortmund komist ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti það þurft að selja tvo af sínum bestu mönnum, þá Jadon Sancho og Erling Braut Håland. Maja Hitij/Getty Images Gengi Borussia Dortmund hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Fari svo að liðið komist ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti það neyðst til að selja sína bestu leikmenn. Gengi Dortmund hefur verið brösugt að undanförnu. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Raunar hefur liðið tapað þremur, gert eitt jafntefli og unnið aðeins einn. Ljóst er að þjálfara skiptin hafa ekki skilað tilætluðum árangri en Lucien Favre var látinn taka poka sinn og Edin Terzić tók við starfinu út leiktíðina. Hvort Terzić entist miðað við árangurinn undanfarnar vikur verður ósagt látið en það er ljóst að liðið þarf að snúa bökum saman ef ekki á illa að fara. Forráðamenn Dortmund hafa eyrnamerkt Marco Rose – þjálfara Borussia Mönchengladbach – sem næsta þjálfara liðsins en það mun ekki gerast fyrr en í sumar. Dortmund are in danger of losing out on top four. It s a wake-up call for a club that s been coasting for too long.https://t.co/4sVCsEESUT— Raphael Honigstein (@honigstein) February 9, 2021 Ef gengi Dortmund heldur áfram er ljóst að verðugt verkefni bíður Rose en talið er að hann gæti svo gott sem þurft að byggja nýtt lið upp frá grunni. Talið er nær öruggt að tvær helstu stjörnur liðsins - norski sóknarmaðurinn Erling Braut Håland og enski vængmaðurinn Jadon Sancho – hverfi á braut ef liðið kemst ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Kórónufaraldurinn hefur farið illa með Dortmund og fyrr í vikunni tilkynnti félagið að það hefði tapað 26 milljónum evra á fyrri hluta tímabilsins. Þrátt fyrir að samið hafi verið við leikmenn þess um talsverða launalækkun. Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu einnig verið á förum fari svo að Dortmund vanti fjármagn.Harry Langer/Getty Images Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu farið sömu leið og samherjar þeirra sem eru nefndir hér að ofan. Reyna hefur einnig verið við Real Madrid og ljóst er að ef þýska félagið þarf á fjármunum að halda næsta sumar gæti farið svo að hinn 18 ára gamli leikmaður yrði seldur, hvort sem það yrði til Spánar eða annars lands í Evrópu. Sama má segja um hinn 17 ára gamla enska miðjumann Bellingham. Hann gekk í raðir Dortmund frá Birmingham City þegar nær öll lið ensku úrvalsdeildarinnar vildu fá hann í sínar raðir. Þó svo að staðan sé ekki björt hjá Dortmund eins og er þá eru enn fjórtán leikir eftir af tímabilinu í Þýskalandi og allt getur gerst. Þá munar aðeins fjórum stigum á Dortmund og Eintracht Frankfurt sem situr í 4. sæti deildarinnar svo það er algjör óþarfi að fara yfir um, allavega ekki strax. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Gengi Dortmund hefur verið brösugt að undanförnu. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Raunar hefur liðið tapað þremur, gert eitt jafntefli og unnið aðeins einn. Ljóst er að þjálfara skiptin hafa ekki skilað tilætluðum árangri en Lucien Favre var látinn taka poka sinn og Edin Terzić tók við starfinu út leiktíðina. Hvort Terzić entist miðað við árangurinn undanfarnar vikur verður ósagt látið en það er ljóst að liðið þarf að snúa bökum saman ef ekki á illa að fara. Forráðamenn Dortmund hafa eyrnamerkt Marco Rose – þjálfara Borussia Mönchengladbach – sem næsta þjálfara liðsins en það mun ekki gerast fyrr en í sumar. Dortmund are in danger of losing out on top four. It s a wake-up call for a club that s been coasting for too long.https://t.co/4sVCsEESUT— Raphael Honigstein (@honigstein) February 9, 2021 Ef gengi Dortmund heldur áfram er ljóst að verðugt verkefni bíður Rose en talið er að hann gæti svo gott sem þurft að byggja nýtt lið upp frá grunni. Talið er nær öruggt að tvær helstu stjörnur liðsins - norski sóknarmaðurinn Erling Braut Håland og enski vængmaðurinn Jadon Sancho – hverfi á braut ef liðið kemst ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Kórónufaraldurinn hefur farið illa með Dortmund og fyrr í vikunni tilkynnti félagið að það hefði tapað 26 milljónum evra á fyrri hluta tímabilsins. Þrátt fyrir að samið hafi verið við leikmenn þess um talsverða launalækkun. Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu einnig verið á förum fari svo að Dortmund vanti fjármagn.Harry Langer/Getty Images Giovanni Reyna og Jude Bellingham gætu farið sömu leið og samherjar þeirra sem eru nefndir hér að ofan. Reyna hefur einnig verið við Real Madrid og ljóst er að ef þýska félagið þarf á fjármunum að halda næsta sumar gæti farið svo að hinn 18 ára gamli leikmaður yrði seldur, hvort sem það yrði til Spánar eða annars lands í Evrópu. Sama má segja um hinn 17 ára gamla enska miðjumann Bellingham. Hann gekk í raðir Dortmund frá Birmingham City þegar nær öll lið ensku úrvalsdeildarinnar vildu fá hann í sínar raðir. Þó svo að staðan sé ekki björt hjá Dortmund eins og er þá eru enn fjórtán leikir eftir af tímabilinu í Þýskalandi og allt getur gerst. Þá munar aðeins fjórum stigum á Dortmund og Eintracht Frankfurt sem situr í 4. sæti deildarinnar svo það er algjör óþarfi að fara yfir um, allavega ekki strax.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira