Söguleg dagbókarfærsla ekki tilkynningarskyldur öryggisbrestur Birgir Olgeirsson skrifar 10. febrúar 2021 11:17 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áréttað þær reglur sem eru í gildi í samskiptum við fjölmiðla við þá sem starfsmenn embættisins sem sjá um gerð dagbókarfærslna sem sendar eru út á degi hverjum. Þetta kemur fram í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu vegna skoðunar lögreglu á dagbókarfærslu sem birt var á aðfangadegi í fyrra. Þar var sagt frá samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla leysti upp og að „háttvirtur ráðherra“ í ríkisstjórn hefði verið einn þeirra sem voru í sýningarsalnum. Ráðherrann reyndist vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Lögregla sendi frá sér tilkynningu á öðrum degi jóla þar sem að það hefðu verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadegi. Embættið lagðist í skoðun á hvort umrædd dagbókarfærsla teljist til öryggisbrests í skilningi persónuverndarlaga. Var það niðurstaða embættisins að ekki hafi verið tilefni til að líta svo á að um öryggisbrest hafi verið að ræða sem tilkynningarskyldur væri til Persónuverndar, þegar horft sé til eðlis upplýsinganna. „Umfjöllunin gefi þó tilefni til að endurskoða og skýra betur það viðmið sem embættið setur varðandi miðlun að frumkvæði þess. Fyrir liggur að verklagsreglur embættisins um samskipti lögreglu við fjölmiðla verði uppfærðar og er sú vinna hafin,“ segir í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu. Búið er að ræða við þá starfsmenn sem koma að gerð dagbókarfærslna og áréttað þær reglur sem í gildi eru varðandi fjölmiðlasamskipti með það að markmiði að tryggja að persónugreinanlegar upplýsingar fari ekki frá embættinu. Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Þetta kemur fram í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu vegna skoðunar lögreglu á dagbókarfærslu sem birt var á aðfangadegi í fyrra. Þar var sagt frá samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla leysti upp og að „háttvirtur ráðherra“ í ríkisstjórn hefði verið einn þeirra sem voru í sýningarsalnum. Ráðherrann reyndist vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Lögregla sendi frá sér tilkynningu á öðrum degi jóla þar sem að það hefðu verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadegi. Embættið lagðist í skoðun á hvort umrædd dagbókarfærsla teljist til öryggisbrests í skilningi persónuverndarlaga. Var það niðurstaða embættisins að ekki hafi verið tilefni til að líta svo á að um öryggisbrest hafi verið að ræða sem tilkynningarskyldur væri til Persónuverndar, þegar horft sé til eðlis upplýsinganna. „Umfjöllunin gefi þó tilefni til að endurskoða og skýra betur það viðmið sem embættið setur varðandi miðlun að frumkvæði þess. Fyrir liggur að verklagsreglur embættisins um samskipti lögreglu við fjölmiðla verði uppfærðar og er sú vinna hafin,“ segir í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu. Búið er að ræða við þá starfsmenn sem koma að gerð dagbókarfærslna og áréttað þær reglur sem í gildi eru varðandi fjölmiðlasamskipti með það að markmiði að tryggja að persónugreinanlegar upplýsingar fari ekki frá embættinu.
Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira