„El Loco“ í þrítugasta félagið á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 13:01 Sebastian Abreu fagnar hér eftir að hafa skorað úr vítinu sem kom Úrúgvæ í undanúrslit á HM í Suður-Afríku árið 2010. Getty/Dominic Barnardt Gamli úrúgvæski landsliðsmaðurinn Sebastian „El Loco“ Abreu er ekki tilbúinn að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Sebastian Abreu var í gær kynntur sem nýr leikmaður hjá brasilíska félaginu Athletic Club. Með því nær kappinn því takmarki að spila með þrítugasta félaginu sínu á ferlinum. Abreu er orðinn 44 ára gamall og spilar sem framherji en fyrsti leikurinn var með Defensor Sporting í Úrúgvæ árið 1994. We have a record breaker! Uruguayan legend Sebastian Abreu, 44, has just signed for his 30th professional club pic.twitter.com/4GsxPOO1Xc— RegistaTV (@Regista_TV) February 9, 2021 Hann er búinn að eiga sæti í Heimsmetabók Guinness í fögur ár eða síðan að hann samdi við 26. félagið sitt árið 2017. Abreu skipti þá yfir í lið Audax Italiano í Síle. Sebastian hafði ekki spilað síðan á síðasta ári en hann lék þá með Boston River í heimalandi sínu. „Þeir vildu fá mig á síðasta ári en þá gekk það ekki upp. Þegar félagið komst svo upp í fyrsta sinn í 51 ár og var að fara að spila í fyrstu deildinni í fylkinu þá hringdu þeir aftur í mig og vildu semja við mig. Þegar ég sé fólk sem hefur eins mikla trú á mér og ég sjálfur þá er ég til að koma,“ sagði Sebastian Abreu. Sebastian Abreu extends his own record and joins the 30th club of his career https://t.co/7ZJchDS2Vk— Planet Fútbol (@si_soccer) February 9, 2021 Abreu hefur gælunafnið „El Loco“ eða geðsjúklingurinn. Hann fór með landsliði Úrúgvæ á tvö heimsmeistaramót og hjálpaði landsliðinu að verða Suðurameríkumeistari árið 2011. Alls skoraði Sebastian Abreu 26 mörk í 70 landsleikjum á ferlinum en hann skoraði líka úr sigurvítinu í vítakeppni á móti Gana á HM 2010 sem kom Úrúgvæ í undanúrslit keppninnar. Abreu hefur spilað í ellefu mismunandi löndum á ferlinum en þau eru Úrúgvæ, Argentína, Spánn, Brasilía, Mexíkó, Ísrael, Grikkland, Paragvæ, Ekvador, Síle og El Salvador. Abreu hefur farið mikið til Brasilíu en þetta verður hans fimmta brasilíska félag á ferlinum. Hann hafði áður spilað með Botafogo, Figueirense, Bangu og Rio Branco. Fótbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Sebastian Abreu var í gær kynntur sem nýr leikmaður hjá brasilíska félaginu Athletic Club. Með því nær kappinn því takmarki að spila með þrítugasta félaginu sínu á ferlinum. Abreu er orðinn 44 ára gamall og spilar sem framherji en fyrsti leikurinn var með Defensor Sporting í Úrúgvæ árið 1994. We have a record breaker! Uruguayan legend Sebastian Abreu, 44, has just signed for his 30th professional club pic.twitter.com/4GsxPOO1Xc— RegistaTV (@Regista_TV) February 9, 2021 Hann er búinn að eiga sæti í Heimsmetabók Guinness í fögur ár eða síðan að hann samdi við 26. félagið sitt árið 2017. Abreu skipti þá yfir í lið Audax Italiano í Síle. Sebastian hafði ekki spilað síðan á síðasta ári en hann lék þá með Boston River í heimalandi sínu. „Þeir vildu fá mig á síðasta ári en þá gekk það ekki upp. Þegar félagið komst svo upp í fyrsta sinn í 51 ár og var að fara að spila í fyrstu deildinni í fylkinu þá hringdu þeir aftur í mig og vildu semja við mig. Þegar ég sé fólk sem hefur eins mikla trú á mér og ég sjálfur þá er ég til að koma,“ sagði Sebastian Abreu. Sebastian Abreu extends his own record and joins the 30th club of his career https://t.co/7ZJchDS2Vk— Planet Fútbol (@si_soccer) February 9, 2021 Abreu hefur gælunafnið „El Loco“ eða geðsjúklingurinn. Hann fór með landsliði Úrúgvæ á tvö heimsmeistaramót og hjálpaði landsliðinu að verða Suðurameríkumeistari árið 2011. Alls skoraði Sebastian Abreu 26 mörk í 70 landsleikjum á ferlinum en hann skoraði líka úr sigurvítinu í vítakeppni á móti Gana á HM 2010 sem kom Úrúgvæ í undanúrslit keppninnar. Abreu hefur spilað í ellefu mismunandi löndum á ferlinum en þau eru Úrúgvæ, Argentína, Spánn, Brasilía, Mexíkó, Ísrael, Grikkland, Paragvæ, Ekvador, Síle og El Salvador. Abreu hefur farið mikið til Brasilíu en þetta verður hans fimmta brasilíska félag á ferlinum. Hann hafði áður spilað með Botafogo, Figueirense, Bangu og Rio Branco.
Fótbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti