Snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 06:21 Þessi mynd er tekin núna í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa í vetur lítið fengið af snjó enda er veturinn sá snjóléttasti í hundrað ár í Reykjavík. Í morgun vakna höfuðborgarbúar hins vegar við alhvíta jörð eftir snjókomu í nótt. Byrjað að ryðja götur, göngu- og hjólastíga en eins og gjarnan þegar það hefur snjóað má búast við því að umferðin gangi eitthvað hægar en venjulega. Því er ekki úr vegi fyrir ökumenn og aðra vegfarendur en að fara varlega og flýta sér hægt. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé búið að mæla hversu mikill jafnfallinn snjórinn er en þó sé líklegt að hann sé rúmir fimm sentimetrar miðað við fimm millimetra úrkomu í Reykjavík. Hann segir að einhverjar líkur séu á smá snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fyrir hádegi en síðan ætti að stytta upp og birta til. Það sé hins vegar hæpið að snjóinn taki allan upp; hann ætti að „lifa af“ daginn í dag og morgundaginn. Síðan er ekki nein snjókoma í kortunum á suðvesturhorninu, mögulega einhver slydduél eða él seinnipartinn á morgun, en síðan er spáð rigningu. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, 5-13 m/s en norðaustanátt á Vestfjörðum. Snjókoma með köflum, einkum vestan- og norðvestantil. Frost 0 til 10 stig en hiti um og yfir frostmarki syðst. Suðaustan 5-13 á morgun, hvassast syðst. Él eða slydduél sunnanlands, snjókoma framundir hádegi á Vestfjörðum en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hlýnar heldur. Á fimmtudag: Suðaustan 8-13 m/s, él og hiti um og yfir frostmarki sunnan- og vestanlands en hægari vindur, þurrt og frost 0 til 5 stig norðaustantil. Á föstudag: Suðaustan 10-18 m/s, hvassast syðst. Dálítil él sunnantil og hiti 0 til 4 stig. Heldur hægari vindur, bjart með köflum og vægt frost um norðanvert landið. Á laugardag: Ákveðin suðaustanátt með slyddu og síðar rigningu en úrkomulítið á Norðurlandi. Hlýnandi veður. Á sunnudag: Suðaustanátt og rigning en áfram úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig. Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Byrjað að ryðja götur, göngu- og hjólastíga en eins og gjarnan þegar það hefur snjóað má búast við því að umferðin gangi eitthvað hægar en venjulega. Því er ekki úr vegi fyrir ökumenn og aðra vegfarendur en að fara varlega og flýta sér hægt. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé búið að mæla hversu mikill jafnfallinn snjórinn er en þó sé líklegt að hann sé rúmir fimm sentimetrar miðað við fimm millimetra úrkomu í Reykjavík. Hann segir að einhverjar líkur séu á smá snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fyrir hádegi en síðan ætti að stytta upp og birta til. Það sé hins vegar hæpið að snjóinn taki allan upp; hann ætti að „lifa af“ daginn í dag og morgundaginn. Síðan er ekki nein snjókoma í kortunum á suðvesturhorninu, mögulega einhver slydduél eða él seinnipartinn á morgun, en síðan er spáð rigningu. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, 5-13 m/s en norðaustanátt á Vestfjörðum. Snjókoma með köflum, einkum vestan- og norðvestantil. Frost 0 til 10 stig en hiti um og yfir frostmarki syðst. Suðaustan 5-13 á morgun, hvassast syðst. Él eða slydduél sunnanlands, snjókoma framundir hádegi á Vestfjörðum en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hlýnar heldur. Á fimmtudag: Suðaustan 8-13 m/s, él og hiti um og yfir frostmarki sunnan- og vestanlands en hægari vindur, þurrt og frost 0 til 5 stig norðaustantil. Á föstudag: Suðaustan 10-18 m/s, hvassast syðst. Dálítil él sunnantil og hiti 0 til 4 stig. Heldur hægari vindur, bjart með köflum og vægt frost um norðanvert landið. Á laugardag: Ákveðin suðaustanátt með slyddu og síðar rigningu en úrkomulítið á Norðurlandi. Hlýnandi veður. Á sunnudag: Suðaustanátt og rigning en áfram úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig.
Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira