Sagðist vinna hjá Icelandic Vogue til að smygla sér inn á sína fyrstu tískusýningu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. febrúar 2021 17:10 Stílistinn og tískudrottningin Ellen Lofts í viðtali við Vísi um nýjustu strauma og stefnur í tískuheiminum. „Ég smyglaði mér inn á Marc Jakobs tískusýningu, án boðskorts, með því að segja að ég væri að vinna fyrir Icelandic Vogue, sem var ekki til og hefur aldrei verið til,“ segir Ellen Loftsdóttir stílisti og listrænn stjórnandi um reynslu sína af því hvernig hún komst á sína fyrstu tískusýningu fyrir um fjórtan árum síðan. „Ég ætlaði mér inn og það heppnaðist á þessari hvítu lygi,“ segir Ellen þegar hún talar um þetta skemmtilega fyrsta skipti sem hún fór á stóra tískusýningu erlendis. Ég man ennþá hvernig mér leið og hvað mér fannst þessi heimur heillandi og eitthvað sem ég sá fyrir að mig langaði að vinna við í framtíðinni. Danska merkið Ganni var eitt af þeim merkjum sem bar af að mati Ellenar á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Sá draumur hefur heldur betur ræst þar sem Ellen er í dag ein af reyndustu stílistum landsins með áralangan starfsferil að baki hérlendis og erlendis en hún hefur lifað og hrærst í tískuheiminum síðan hún var unglingur. Tískuvikurnar sem haldnar eru tvisvar á ári hefur hún sótt nánast ár hvert síðan 2009 og hafa það iðulega verið hápunktar ársins í tískuheiminum og stór hluti af hennar vinnu. Laus við hausverkinn að ákveða í hverju á að klæðast fyrir sýningar Á tímum heimsfaraldurs hefur tískuiðnaðurinn, eins og annar iðnaður, þurft að aðlaga sig breyttu landslagi og hafa nú tískusýningar og tengdir viðburðir nánast allir færst yfir á rafrænt form. Hvernig upplifun er að sækja sýningarnar nú á netinu? „Þetta er auðvitað allt öðruvísi og miklu ópersónulegra. Það má kannski líkja þessu við að hlusta á ný lög á Spotify eða fara svo á tónleika og upplifa. Ég kann samt alveg vel við þetta, maður er til dæmis laus við þann algenga hausverk að ákveða í hverju maður á að fara og allt stressið sem fylgir því að koma sér frá einum stað til annars. En sýningarnar eru út um allan bæ og borg og yfirleitt mjög stuttur tími á milli sýninga. Núna ræður maður bara ferðinni sjálfur og gerir þetta algjörlega á sínum forsendum svo að það eru vissulega kostir við þetta líka.“ Leður, ull og einföld snið voru áberandi hjá danska merkinu Stand Studio sem var eitt af þeim merkjum sem Ellen nefndi sem hápunkta tískuvikunnar í Kaupmannahöfn. Ellen segist þó sakna þess að hitta og eyða tíma með vinum sínum í Kaupmannahöfn og fólki úr tískusenunni og segir hún umræðurnar og stemmninguna sem skapast í kringum þetta allt vera stóran part af upplifuninni. „Tískuvikurnar eru alltaf nokkrir dagar í senn með þéttri dagskrá af skemmtilegum viðburðum og sýningum. Þó svo að maður sakni þess að sýna sig og sjá aðra þá finnst mér mjög fallegt og skemmtilegt að sjá hvað tískuvikur heimsins eins og Copenhagen Fashion Week eru að ná að aðlagast breyttum aðstæðum með glæsibrag.“ Tískuvikan í Kaupmannahöfn, sem var að klárast um helgina, er sú tískuvika sem flestir Íslendingar sækja til að kaupa inn vörur fyrir búðir sínar og eins til að skoða nýjar stefnur og strauma. Ég er allavega búin að skemmta mér konunglega þessa dagana að fylgjast með öllum þessum frábæru viðburðum. Bara heima í stofu, á kaffihúsi eða bara uppi í rúmi á náttfötunum með rjúkandi kaffibolla í hendi. Danska merkið Remain sem er einungis þriggja ára gamalt var með mjög sterka sýningu á tískuvikunni í Kaupmannahöfn að mati Ellenar. „Þessir tímar og þetta Covid ástand hefur auðvitað verið hræðilegt en hefur á sama tíma kennt okkur svo afskaplega mikið sem við ættum flest að vera þakklát fyrir. Það er ákveðinn einfaldleiki og ró sem hefur einkennt þetta tímabil. Við erum neydd til þess að hægja verulega á okkur, skoða umhverfið okkar með meiri virðingu og meta litlu hlutina í lífinu af meiri dýpt. Þetta á ekki síður við um tískuheiminn eins og okkur persónulega.“ Hvað er það sem þér finnst standa upp úr núna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn? „Ég á alltaf mín uppáhalds merki sem ég er spennt fyrir ár hvert. Mark Kenly Domino Tan sem að mínu mati stóð uppi sem ákveðinn sigurvegari þessa tískuvikuna, ég mæli með að fólk sem þekkir ekki það merki athugi það.“ Sigurvegari tískuvikunnar að mati Ellenar var danska merkið Mark Kenly Domino tan. Víð og herraleg snið á konum halda áfram að vera í tísku. Ellen nefndi líka stærri merki eins og Malene Birger, Ganni og Stand Studio sem hún segir einnig hafa staðið fyrir sínu. „Það eru nokkur nýrri merki sem ég hef verið að fylgjast með vaxa og dafna síðustu tvö ár eins og eitt danskt merki sem ég er mjög hrifin af þessa stundina og búin að fylgjast lauslega með frá því það var stofnað 2018 sem heitir REMAIN.“ Þægindi og stór snið áberandi á tískupöllunum Áhrif heimsfaraldursins á tískuna hefur meðal annars verið sá að fólk sækist meira í þægindi og föt sem henta betur til inniveru eins og svokölluð heimaföt. Íþróttaföt hafa sjaldan eða aldrei verið vinsælli og hafa tískumerkin náð að glæða gamla góða jogginggallann ákveðnum glamúrljóma sem flestar konur taka fagnandi. Klassík og glæsileiki í fyrirrúmi hjá danska merkinu Malene Birger sem Ellen nefnir sem eitt af bestu sýningum tískuvikunnar. Hver eru helstu tískutrendin? „Það er allskonar í gangi og auðvitað er allt í raun leyfilegt. En svona almennt að þá halda þægindi áfram að vera vinsæl og í fararbroddi. Stór og víð „herraleg“ snið fyrir konur eru ennþá áberandi eins og síðustu ár og mjög ofarlega hjá flestum merkjunum núna. Sem er í raun í takt við tíðarandann og ástandið. Fólk er mikið meira heima fyrir á þessum tímum og því ekki mikið fyrir að dressa sig upp, enda ekkert mikið hægt að fara þessa dagana. Persónulega er ég að elska stemninguna sem er í gangi í þessum trendum núna. Ég ætla allavega að tileinka mér þessi þægindi og öll þessi stóru, víðu snið aðeins lengur í mínu fatavali, svo að ég tek þessu öllu saman fagnandi.“ Ellen hoppandi á milli sýninga, ábyggilega í mikilli tímaþröng, á tískuvikunni í Köben fyrir heimsfaraldur. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með Ellen og lífi hennar sem stílista er hægt að nálgast Instagram prófíl hennar hér. Stuð og stemning á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Útskriftarsýning fatahönnunarnema LHÍ Sýnt verður frá útskriftarsýningu fatahönnunarnema frá Listaháskóla Íslands í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. Vegna heimsfaraldurs var brugðið á það ráð að hafa sýninguna með óhefðbundnum hætti en þetta verður blanda af myndböndum og tískusýningu. 1. september 2020 17:30 „Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið“ Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Hún er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. 1. september 2020 12:00 Vogue Scandinavia hefur göngu sína næsta vor Ný útgáfa tískutímaritsins Vogue er væntanleg næsta vor en tímaritið sem mun bera titilinn Vogue Scandinavia mun vera gefið út á ensku og einblína á norræna hönnun. 26. júní 2020 14:38 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
„Ég ætlaði mér inn og það heppnaðist á þessari hvítu lygi,“ segir Ellen þegar hún talar um þetta skemmtilega fyrsta skipti sem hún fór á stóra tískusýningu erlendis. Ég man ennþá hvernig mér leið og hvað mér fannst þessi heimur heillandi og eitthvað sem ég sá fyrir að mig langaði að vinna við í framtíðinni. Danska merkið Ganni var eitt af þeim merkjum sem bar af að mati Ellenar á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Sá draumur hefur heldur betur ræst þar sem Ellen er í dag ein af reyndustu stílistum landsins með áralangan starfsferil að baki hérlendis og erlendis en hún hefur lifað og hrærst í tískuheiminum síðan hún var unglingur. Tískuvikurnar sem haldnar eru tvisvar á ári hefur hún sótt nánast ár hvert síðan 2009 og hafa það iðulega verið hápunktar ársins í tískuheiminum og stór hluti af hennar vinnu. Laus við hausverkinn að ákveða í hverju á að klæðast fyrir sýningar Á tímum heimsfaraldurs hefur tískuiðnaðurinn, eins og annar iðnaður, þurft að aðlaga sig breyttu landslagi og hafa nú tískusýningar og tengdir viðburðir nánast allir færst yfir á rafrænt form. Hvernig upplifun er að sækja sýningarnar nú á netinu? „Þetta er auðvitað allt öðruvísi og miklu ópersónulegra. Það má kannski líkja þessu við að hlusta á ný lög á Spotify eða fara svo á tónleika og upplifa. Ég kann samt alveg vel við þetta, maður er til dæmis laus við þann algenga hausverk að ákveða í hverju maður á að fara og allt stressið sem fylgir því að koma sér frá einum stað til annars. En sýningarnar eru út um allan bæ og borg og yfirleitt mjög stuttur tími á milli sýninga. Núna ræður maður bara ferðinni sjálfur og gerir þetta algjörlega á sínum forsendum svo að það eru vissulega kostir við þetta líka.“ Leður, ull og einföld snið voru áberandi hjá danska merkinu Stand Studio sem var eitt af þeim merkjum sem Ellen nefndi sem hápunkta tískuvikunnar í Kaupmannahöfn. Ellen segist þó sakna þess að hitta og eyða tíma með vinum sínum í Kaupmannahöfn og fólki úr tískusenunni og segir hún umræðurnar og stemmninguna sem skapast í kringum þetta allt vera stóran part af upplifuninni. „Tískuvikurnar eru alltaf nokkrir dagar í senn með þéttri dagskrá af skemmtilegum viðburðum og sýningum. Þó svo að maður sakni þess að sýna sig og sjá aðra þá finnst mér mjög fallegt og skemmtilegt að sjá hvað tískuvikur heimsins eins og Copenhagen Fashion Week eru að ná að aðlagast breyttum aðstæðum með glæsibrag.“ Tískuvikan í Kaupmannahöfn, sem var að klárast um helgina, er sú tískuvika sem flestir Íslendingar sækja til að kaupa inn vörur fyrir búðir sínar og eins til að skoða nýjar stefnur og strauma. Ég er allavega búin að skemmta mér konunglega þessa dagana að fylgjast með öllum þessum frábæru viðburðum. Bara heima í stofu, á kaffihúsi eða bara uppi í rúmi á náttfötunum með rjúkandi kaffibolla í hendi. Danska merkið Remain sem er einungis þriggja ára gamalt var með mjög sterka sýningu á tískuvikunni í Kaupmannahöfn að mati Ellenar. „Þessir tímar og þetta Covid ástand hefur auðvitað verið hræðilegt en hefur á sama tíma kennt okkur svo afskaplega mikið sem við ættum flest að vera þakklát fyrir. Það er ákveðinn einfaldleiki og ró sem hefur einkennt þetta tímabil. Við erum neydd til þess að hægja verulega á okkur, skoða umhverfið okkar með meiri virðingu og meta litlu hlutina í lífinu af meiri dýpt. Þetta á ekki síður við um tískuheiminn eins og okkur persónulega.“ Hvað er það sem þér finnst standa upp úr núna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn? „Ég á alltaf mín uppáhalds merki sem ég er spennt fyrir ár hvert. Mark Kenly Domino Tan sem að mínu mati stóð uppi sem ákveðinn sigurvegari þessa tískuvikuna, ég mæli með að fólk sem þekkir ekki það merki athugi það.“ Sigurvegari tískuvikunnar að mati Ellenar var danska merkið Mark Kenly Domino tan. Víð og herraleg snið á konum halda áfram að vera í tísku. Ellen nefndi líka stærri merki eins og Malene Birger, Ganni og Stand Studio sem hún segir einnig hafa staðið fyrir sínu. „Það eru nokkur nýrri merki sem ég hef verið að fylgjast með vaxa og dafna síðustu tvö ár eins og eitt danskt merki sem ég er mjög hrifin af þessa stundina og búin að fylgjast lauslega með frá því það var stofnað 2018 sem heitir REMAIN.“ Þægindi og stór snið áberandi á tískupöllunum Áhrif heimsfaraldursins á tískuna hefur meðal annars verið sá að fólk sækist meira í þægindi og föt sem henta betur til inniveru eins og svokölluð heimaföt. Íþróttaföt hafa sjaldan eða aldrei verið vinsælli og hafa tískumerkin náð að glæða gamla góða jogginggallann ákveðnum glamúrljóma sem flestar konur taka fagnandi. Klassík og glæsileiki í fyrirrúmi hjá danska merkinu Malene Birger sem Ellen nefnir sem eitt af bestu sýningum tískuvikunnar. Hver eru helstu tískutrendin? „Það er allskonar í gangi og auðvitað er allt í raun leyfilegt. En svona almennt að þá halda þægindi áfram að vera vinsæl og í fararbroddi. Stór og víð „herraleg“ snið fyrir konur eru ennþá áberandi eins og síðustu ár og mjög ofarlega hjá flestum merkjunum núna. Sem er í raun í takt við tíðarandann og ástandið. Fólk er mikið meira heima fyrir á þessum tímum og því ekki mikið fyrir að dressa sig upp, enda ekkert mikið hægt að fara þessa dagana. Persónulega er ég að elska stemninguna sem er í gangi í þessum trendum núna. Ég ætla allavega að tileinka mér þessi þægindi og öll þessi stóru, víðu snið aðeins lengur í mínu fatavali, svo að ég tek þessu öllu saman fagnandi.“ Ellen hoppandi á milli sýninga, ábyggilega í mikilli tímaþröng, á tískuvikunni í Köben fyrir heimsfaraldur. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með Ellen og lífi hennar sem stílista er hægt að nálgast Instagram prófíl hennar hér. Stuð og stemning á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Útskriftarsýning fatahönnunarnema LHÍ Sýnt verður frá útskriftarsýningu fatahönnunarnema frá Listaháskóla Íslands í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. Vegna heimsfaraldurs var brugðið á það ráð að hafa sýninguna með óhefðbundnum hætti en þetta verður blanda af myndböndum og tískusýningu. 1. september 2020 17:30 „Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið“ Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Hún er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. 1. september 2020 12:00 Vogue Scandinavia hefur göngu sína næsta vor Ný útgáfa tískutímaritsins Vogue er væntanleg næsta vor en tímaritið sem mun bera titilinn Vogue Scandinavia mun vera gefið út á ensku og einblína á norræna hönnun. 26. júní 2020 14:38 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Útskriftarsýning fatahönnunarnema LHÍ Sýnt verður frá útskriftarsýningu fatahönnunarnema frá Listaháskóla Íslands í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. Vegna heimsfaraldurs var brugðið á það ráð að hafa sýninguna með óhefðbundnum hætti en þetta verður blanda af myndböndum og tískusýningu. 1. september 2020 17:30
„Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið“ Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Hún er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. 1. september 2020 12:00
Vogue Scandinavia hefur göngu sína næsta vor Ný útgáfa tískutímaritsins Vogue er væntanleg næsta vor en tímaritið sem mun bera titilinn Vogue Scandinavia mun vera gefið út á ensku og einblína á norræna hönnun. 26. júní 2020 14:38