Erlent

Framkvæmdastjóri Icelandic Provisions segir staðhæfingar í skyr-málinu rangar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þessa mynd er að finna í stefnu lögmannsfyrirtækisins bandaríska en eins og sjá má kemur skýrt fram hvar skyrið er framelitt.
Þessa mynd er að finna í stefnu lögmannsfyrirtækisins bandaríska en eins og sjá má kemur skýrt fram hvar skyrið er framelitt.

Vísi hafa borist viðbrögð vegna fréttar um hópmálssókn gegn Icelandic Provisions vegna umbúða og markaðssetningar fyrirtækisins á skyri í Bandaríkjunum.

„Á sama tíma og við hjá Icelandic Provisions og íslenskum meðstofnanda okkar MS fögnum íslenskum rótum okkar og arfleifð, þá erum við afar hreinskilin gagnvart neytendum varðandi það hvar vörur okkar eru framleiddar. 

Við tökum skýrt fram á öllum vörum okkar að við séum „framleidd með stolti í Bandaríkjunum úr innlendum og innfluttum hráefnum“ og tökum þetta skýrt fram í öllum boðskiptum. Ásakanir um að við gerum það ekki eru einfaldlega ósannar,“ er haft eftir Mark Alexander, framkvæmdastjóra Icelandic Provisions í yfirlýsingunni.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að bandarísk lögmannsstofa hefði höfðað hópmálsókn á hendur Icelandic Provisions fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Í stefnu málsins er fyrirtækið sakað um að villa um fyrir neytendum með því að gefa í skyn með ýmsu móti að skyr frá fyrirtækinu sé framleitt á Íslandi þegar það er í raun og veru framleitt í New York.

Það kemur hins vegar sannarlega fram á umbúðunum, eins og segir í yfirlýsingunni frá fyrirtækinu, að skyrið sé framleitt í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×