#TheDress gengur aftur: Er steinn í avókadóinu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2021 12:03 „Hvernig er kjóllinn á litinn?“ var spurning ársins 2015. Nú er það avókadóið. Margir muna eftir kjólnum alræmda sem fór eins og eldur í sinu um netheima í ársbyrjun 2015. Allir höfðu skoðun á málinu og fólk skipaði sér í fylkingar eftir því hvort það sá hvítan og gylltan kjól eða bláan og svartan. Nú, sex árum síðar, stöndum við frammi fyrir annarri áleitinni spurningu. Er steinn í avókadóinu, eður ei? Daily Mail er meðal þeirra miðla sem hafa fjallað um málið en svo virðist sem sumir sjái stein í avokadóinu á meðan aðrir sjá holuna þar sem steinninn lá áður. #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu Hvert svarið er fylgir ekki sögunni en hvað varðar kjólinn kvisaðist sannleikurinn út að lokum. Margir höfðu þá tjáð skoðun sína, eða upplifun öllu heldur, á samfélagsmiðlum, meðal annars fræga fólkið, sem þarf jú stundum að finna eitthvað til að drepa tímann eins og við hin. Hvítur og gylltur! sagði Kim Kardashian. Blár og svartur! sagði Kanye West. Julianne Moore var sammála Kardashian en Justin Bieber sammála West. Fjölmargar fræðigreinar hafa verið ritaðar um #TheDress, bæði internetfyrirbærið og það af hverju fólk sér mismunandi liti. Upphaf málsins má rekja til brúðkaups Grace og Keir Johnston í Skotlandi en móðir Grace tók mynd af kjólnum í Cheshire Oaks-verslanamiðstöðinni. Hugðist hún klæðast honum í brúðkaupinu og sendi dóttur sinni myndina til að bera undir hana. Brúðurinn og aðrir sem fengu að sjá myndina voru ósammála um litinn á kjólnum og rataði myndin senn á Facebook. Vinkona brúðarinnar sendi hana svo til Buzzfeed sem deildi henni á Tumblr, þar sem hún var skoðuð allt að 14 þúsund sinnum á sekúndu. Þegar fárið náði hámarki var myllumerkinu #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu og miðlar á borð við Washington Post sáu sig tilneydda til að fjalla um málið. Á aðeins fjórum dögum lásu 37 milljónir „frétt“ Buzzfeed um kjólinn en skoðanakönnun miðilsins leiddi í ljós að 67% sáu hvítt og gyllt en 33% svart og blátt. Og já, það má svo nefna að kjóllinn reyndist raunar svartur og blár. Lífið Grín og gaman Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Nú, sex árum síðar, stöndum við frammi fyrir annarri áleitinni spurningu. Er steinn í avókadóinu, eður ei? Daily Mail er meðal þeirra miðla sem hafa fjallað um málið en svo virðist sem sumir sjái stein í avokadóinu á meðan aðrir sjá holuna þar sem steinninn lá áður. #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu Hvert svarið er fylgir ekki sögunni en hvað varðar kjólinn kvisaðist sannleikurinn út að lokum. Margir höfðu þá tjáð skoðun sína, eða upplifun öllu heldur, á samfélagsmiðlum, meðal annars fræga fólkið, sem þarf jú stundum að finna eitthvað til að drepa tímann eins og við hin. Hvítur og gylltur! sagði Kim Kardashian. Blár og svartur! sagði Kanye West. Julianne Moore var sammála Kardashian en Justin Bieber sammála West. Fjölmargar fræðigreinar hafa verið ritaðar um #TheDress, bæði internetfyrirbærið og það af hverju fólk sér mismunandi liti. Upphaf málsins má rekja til brúðkaups Grace og Keir Johnston í Skotlandi en móðir Grace tók mynd af kjólnum í Cheshire Oaks-verslanamiðstöðinni. Hugðist hún klæðast honum í brúðkaupinu og sendi dóttur sinni myndina til að bera undir hana. Brúðurinn og aðrir sem fengu að sjá myndina voru ósammála um litinn á kjólnum og rataði myndin senn á Facebook. Vinkona brúðarinnar sendi hana svo til Buzzfeed sem deildi henni á Tumblr, þar sem hún var skoðuð allt að 14 þúsund sinnum á sekúndu. Þegar fárið náði hámarki var myllumerkinu #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu og miðlar á borð við Washington Post sáu sig tilneydda til að fjalla um málið. Á aðeins fjórum dögum lásu 37 milljónir „frétt“ Buzzfeed um kjólinn en skoðanakönnun miðilsins leiddi í ljós að 67% sáu hvítt og gyllt en 33% svart og blátt. Og já, það má svo nefna að kjóllinn reyndist raunar svartur og blár.
Lífið Grín og gaman Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp