Hefur ákveðið að segja fólki ekki „að fokka sér“ í opinberri umræðu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 13:48 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna. vísir/Vilhelm „Ég hef ákveðið í ljósi alls þess sem gerst hefur, að setja mér ákveðnar reglur,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þar vísaði hann í skotárásir á bíl borgarstjóra og skrifstofur stjórnmálaflokka og vísaði í sambærileg mál í nágrannalöndum. „Ég hef ákveðið að haga orðum mínum ekki þannig að ég saki samþingfólk mitt um ofbeldi, sem ákveður eina leið umfram aðra við afgreiðslu þingmála, saka ekki um landráð; þau sem hafa aðrar skoðanir en ég hef, kalla þau ekki illum nöfnum eða saka um mannvonsku, segja fólki ekki að fokka sér í opinberri umræðu, reyna ekki að nota niðrandi og smættandi merkimiða,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn sagðist í vikunni hafa setið fund þingmannanefndar Eystrasaltsráðsins þar sem svipuð mál í Svíðþjóð voru til umfjöllunar. „Þar er staðan sú að einn af hverjum þremur stjórnmálamönnum hefur orðið fyrir áreiti, hótunum, ofbeldi og ákveðið að tala ekki um einstaka mál af ótta við þetta allt saman. Þar er staðan sú að fjórir af hverjum tíu blaðamönnum hafa forðast að fjalla um ákveðin málefni vegna hótana. Þetta er grafalvarleg staða sem við búum við alls staðar í heiminum.“ Hann hvatti þingmenn og aðra sem koma að stjórnmálum til árvekni. „Við þurfum að taka saman höndum um að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna gegn þessu.“ Alþingi Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þar vísaði hann í skotárásir á bíl borgarstjóra og skrifstofur stjórnmálaflokka og vísaði í sambærileg mál í nágrannalöndum. „Ég hef ákveðið að haga orðum mínum ekki þannig að ég saki samþingfólk mitt um ofbeldi, sem ákveður eina leið umfram aðra við afgreiðslu þingmála, saka ekki um landráð; þau sem hafa aðrar skoðanir en ég hef, kalla þau ekki illum nöfnum eða saka um mannvonsku, segja fólki ekki að fokka sér í opinberri umræðu, reyna ekki að nota niðrandi og smættandi merkimiða,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn sagðist í vikunni hafa setið fund þingmannanefndar Eystrasaltsráðsins þar sem svipuð mál í Svíðþjóð voru til umfjöllunar. „Þar er staðan sú að einn af hverjum þremur stjórnmálamönnum hefur orðið fyrir áreiti, hótunum, ofbeldi og ákveðið að tala ekki um einstaka mál af ótta við þetta allt saman. Þar er staðan sú að fjórir af hverjum tíu blaðamönnum hafa forðast að fjalla um ákveðin málefni vegna hótana. Þetta er grafalvarleg staða sem við búum við alls staðar í heiminum.“ Hann hvatti þingmenn og aðra sem koma að stjórnmálum til árvekni. „Við þurfum að taka saman höndum um að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna gegn þessu.“
Alþingi Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira