Tuð á twitter Egill Þór Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 07:30 Í upphafi kjörtímabils Borgarstjórnar Reykjavíkur var yfirlýsing samþykkt þess efnis að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Sú yfirlýsing í byrjun kjörtímabils var góð, metnaðarfull. Þessi yfirlýsing átti að setja tóninn um betri loftgæði í Reykjavíkurborg til frambúðar. Samþykktinni yrði svo fylgt eftir með markvissum aðgerðum, til þess að bæta loftgæði í borginni. Yfirlýsing var samþykkt af öllum stjórnmálaflokkum í borginni. Í kjölfarið á samþykktri yfirlýsingu lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaráætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Fjölþættar aðgerðir. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: þrif verði aukin á umferðaræðum (sópun, þvottur og rykbinding), endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, dregið yrði úr notkun nagladekkja í borgarlandinu, frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dögum“, íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti, orkuskiptum hraðað, að nýting affallsvatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar sem myndi draga úr salt- og sandnotkun. að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggðar. Engin áhugi á lausnum Frá því að tillögurnar voru lagðar fram hefur svifryk farið ítrekað yfir heilsuverndarmörk, án þess að brugðist sé við á lausnamiðaðan hátt. Svifryk hefur farið yfir heilsuverndarmörk tuttugu og fimm sinnum eftir að borgarstjórn samþykkti í byrjun kjörtímabils yfirlýsingu þess efnis að leita allra leiða til að koma í veg fyrir það. Það er ekki nóg að tuða um svifryksmál á samfélagsmiðlinum twitter og vonast eftir því að ástandið breytist. Því miður minnir þetta óneitanlega á stór loforð um bætta þjónustu strætó sem öll borgarstjórn samþykkti í upphafi kjörtímabils. Hún hljóðaði svo að tíðni strætó á helstu stofnleiðum borgarinnar yrði aukin í 7,5 mínútur. En ekkert gerðist. Engin ein lausn við vandanum Það er ekki til nein ein lausn við svifryksvandanum. Orsakir svifryks eru fjölmargar, þess vegna höfum við Sjálfstæðismenn ávallt talað fyrir fjölþættum aðgerðum til að draga úr svifryksvandanum og auka loftgæðin í borginni. Umræðan snýst oft á tíðum um að banna nagladekk, banna akstur bifreiða með tiltekið skráningarnúmer, banna hitt og þetta. Undir þær hugmyndir er ekki hægt að taka, sérstaklega í ljósi þess að gengið er fram hjá einföldum lausnum. Lausnum sem hægt er að fara í strax. Á borgarstjórnarfundi 2. febrúar lögðum við Sjálfstæðismenn aftur fram tillögu sem á að stuðla að betri loftgæðum í borginni. Fyrir fólkið í borginni, fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir. Þrátt fyrir aðgerðarleysi síðustu ára, og áhugaleysi meirihlutans á loftgæðum í borginni verðum við að halda málinu á lofti og tala fyrir því. Talið er að rekja megi 60-80 dauðsföll á ári hverju til svifryksmengunar. Tillagan sem lögð var fram 2. febrúar var einföld, lausnarmiðuð og getur verið komin skjótlega til framkvæmda sé vilji til að bregðast við loftgæðavandanum. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: Auka þrif á götum borgarinnar, Bæta vetrarþjónustu í borginni, sérstaklega í efri byggðum, Breyta gjaldskrám á stöðumælagjöldum á þann veg að þeir sem notast við nagladekk greiði hærra verð fyrir bílastæði en þeir sem ekki nota þau. Ásamt þeim 8 tillögum sem við lögðum fram fyrr á kjörtímabilinu bætast núna við nýjar lausnir um að bæta loftgæði í borginni í baráttunni við svifrykið. Þessar hugmyndir eru á þann veg að það er á forræði borgarinnar að ráðast strax í þær. Við þurfum ekki að benda á ríkið, við þurfum ekki að snúa meira út úr umræðunni, við getum ráðist í þær strax. Höfundur er félagsfræðingur með BA frá Háskóla Íslands. Hann starfar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Egill Þór Jónsson Nagladekk Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í upphafi kjörtímabils Borgarstjórnar Reykjavíkur var yfirlýsing samþykkt þess efnis að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Sú yfirlýsing í byrjun kjörtímabils var góð, metnaðarfull. Þessi yfirlýsing átti að setja tóninn um betri loftgæði í Reykjavíkurborg til frambúðar. Samþykktinni yrði svo fylgt eftir með markvissum aðgerðum, til þess að bæta loftgæði í borginni. Yfirlýsing var samþykkt af öllum stjórnmálaflokkum í borginni. Í kjölfarið á samþykktri yfirlýsingu lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaráætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Fjölþættar aðgerðir. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: þrif verði aukin á umferðaræðum (sópun, þvottur og rykbinding), endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, dregið yrði úr notkun nagladekkja í borgarlandinu, frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dögum“, íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti, orkuskiptum hraðað, að nýting affallsvatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar sem myndi draga úr salt- og sandnotkun. að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggðar. Engin áhugi á lausnum Frá því að tillögurnar voru lagðar fram hefur svifryk farið ítrekað yfir heilsuverndarmörk, án þess að brugðist sé við á lausnamiðaðan hátt. Svifryk hefur farið yfir heilsuverndarmörk tuttugu og fimm sinnum eftir að borgarstjórn samþykkti í byrjun kjörtímabils yfirlýsingu þess efnis að leita allra leiða til að koma í veg fyrir það. Það er ekki nóg að tuða um svifryksmál á samfélagsmiðlinum twitter og vonast eftir því að ástandið breytist. Því miður minnir þetta óneitanlega á stór loforð um bætta þjónustu strætó sem öll borgarstjórn samþykkti í upphafi kjörtímabils. Hún hljóðaði svo að tíðni strætó á helstu stofnleiðum borgarinnar yrði aukin í 7,5 mínútur. En ekkert gerðist. Engin ein lausn við vandanum Það er ekki til nein ein lausn við svifryksvandanum. Orsakir svifryks eru fjölmargar, þess vegna höfum við Sjálfstæðismenn ávallt talað fyrir fjölþættum aðgerðum til að draga úr svifryksvandanum og auka loftgæðin í borginni. Umræðan snýst oft á tíðum um að banna nagladekk, banna akstur bifreiða með tiltekið skráningarnúmer, banna hitt og þetta. Undir þær hugmyndir er ekki hægt að taka, sérstaklega í ljósi þess að gengið er fram hjá einföldum lausnum. Lausnum sem hægt er að fara í strax. Á borgarstjórnarfundi 2. febrúar lögðum við Sjálfstæðismenn aftur fram tillögu sem á að stuðla að betri loftgæðum í borginni. Fyrir fólkið í borginni, fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir. Þrátt fyrir aðgerðarleysi síðustu ára, og áhugaleysi meirihlutans á loftgæðum í borginni verðum við að halda málinu á lofti og tala fyrir því. Talið er að rekja megi 60-80 dauðsföll á ári hverju til svifryksmengunar. Tillagan sem lögð var fram 2. febrúar var einföld, lausnarmiðuð og getur verið komin skjótlega til framkvæmda sé vilji til að bregðast við loftgæðavandanum. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: Auka þrif á götum borgarinnar, Bæta vetrarþjónustu í borginni, sérstaklega í efri byggðum, Breyta gjaldskrám á stöðumælagjöldum á þann veg að þeir sem notast við nagladekk greiði hærra verð fyrir bílastæði en þeir sem ekki nota þau. Ásamt þeim 8 tillögum sem við lögðum fram fyrr á kjörtímabilinu bætast núna við nýjar lausnir um að bæta loftgæði í borginni í baráttunni við svifrykið. Þessar hugmyndir eru á þann veg að það er á forræði borgarinnar að ráðast strax í þær. Við þurfum ekki að benda á ríkið, við þurfum ekki að snúa meira út úr umræðunni, við getum ráðist í þær strax. Höfundur er félagsfræðingur með BA frá Háskóla Íslands. Hann starfar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar