Fengu mildari dóma í nauðgunarmáli en fara nú fyrir Hæstarétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 16:09 Málið fer fyrir Hæstarétt. Vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir nauðgunarmál gegn tveimur mönnum, sem Landsréttur dæmdi í lok síðasta árs. Ríkissaksóknari telur refsingu mannanna, sem milduð var um ár í Landsrétti, of væga. Mennirnir, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2019 fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku. Fram kom í dómi héraðsdóms að brot mannanna hafi verið alvarleg og ófyrirleitin en rakið var að Tomasz hafi nauðgað stúlkunni og að því búnu stýrt henni inn í herbergi til Lukaszar, þar sem henni var aftur nauðgað. Landsréttur dæmdi mennina í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín í desember síðastliðnum og mildaði þannig dómana yfir þeim báðum um eitt ár. Sérstaklega var tiltekið þeim til refsilækkunar hve langur tími hefði liðið frá því brotið var framið uns ákæra var gefin út, eða 27 mánuðir. Telja dóminn bersýnilega rangan Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í byrjun janúar. Rakið er í ákvörðun Hæstaréttar að ríkissaksóknari telji refsingu mannanna of væga. Þá hafi það verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um það hver sé hæfileg refsing í nauðgunarmálum – og hvaða áhrif dráttur á málsmeðferð eigi að hafa á ákvörðun refsingar í slíkum málið. Þá telji ákæruvaldið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni hvað varðar ákvörðun refsingar. Hæstiréttur lítur svo á að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga í því og samþykkir áfrýjunarbeiðnina. Dómaframkvæmd Landsréttar í kynferðisbrotamálum hefur vakið athygli undanfarin misseri, líkt og Fréttablaðið fór yfir í ítarlegri umfjöllun í byrjun janúar. Þar kemur fram að í sex af sautján nauðgunardómum Landsréttar árið 2020 hafi ákærði verið sýknaður eftir sakfellingu í héraði. Refsing hafi verið milduð í sjö tilvikum, oftast með vísan til tafa á málsmeðferð. Í umfjöllunin gagnrýnir Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður að dómstólar virðist eingöngu láta ákærða njóta þess, með mildari refsingu, að tafir hafi orðið á meðferð máls hjá ákæruvaldi og dómstólum. Hún telji að einnig eigi að horfa til hagsmuna brotaþola í þessu samhengi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mennirnir, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2019 fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku. Fram kom í dómi héraðsdóms að brot mannanna hafi verið alvarleg og ófyrirleitin en rakið var að Tomasz hafi nauðgað stúlkunni og að því búnu stýrt henni inn í herbergi til Lukaszar, þar sem henni var aftur nauðgað. Landsréttur dæmdi mennina í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín í desember síðastliðnum og mildaði þannig dómana yfir þeim báðum um eitt ár. Sérstaklega var tiltekið þeim til refsilækkunar hve langur tími hefði liðið frá því brotið var framið uns ákæra var gefin út, eða 27 mánuðir. Telja dóminn bersýnilega rangan Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í byrjun janúar. Rakið er í ákvörðun Hæstaréttar að ríkissaksóknari telji refsingu mannanna of væga. Þá hafi það verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um það hver sé hæfileg refsing í nauðgunarmálum – og hvaða áhrif dráttur á málsmeðferð eigi að hafa á ákvörðun refsingar í slíkum málið. Þá telji ákæruvaldið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni hvað varðar ákvörðun refsingar. Hæstiréttur lítur svo á að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga í því og samþykkir áfrýjunarbeiðnina. Dómaframkvæmd Landsréttar í kynferðisbrotamálum hefur vakið athygli undanfarin misseri, líkt og Fréttablaðið fór yfir í ítarlegri umfjöllun í byrjun janúar. Þar kemur fram að í sex af sautján nauðgunardómum Landsréttar árið 2020 hafi ákærði verið sýknaður eftir sakfellingu í héraði. Refsing hafi verið milduð í sjö tilvikum, oftast með vísan til tafa á málsmeðferð. Í umfjöllunin gagnrýnir Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður að dómstólar virðist eingöngu láta ákærða njóta þess, með mildari refsingu, að tafir hafi orðið á meðferð máls hjá ákæruvaldi og dómstólum. Hún telji að einnig eigi að horfa til hagsmuna brotaþola í þessu samhengi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira