Langamma veit best Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. febrúar 2021 10:09 Hallfríður langamma mín fæddist um miðja þar síðustu öld og dó í hárri elli á stríðsárunum um miðja þá síðustu, þegar hún átti nokkra daga í nírætt. Hún lifði því mikla breytingatíma; frá vakningu sveitanna á tímum sjálfstæðisbaráttu, kaupfélaga, ungmennafélaga og kvenfélaga í gegnum iðnbyltingu sjávarbyggðanna, mótun bæjarfélaga með almennum kosningarétti, alþýðuhúsum, verkalýðsfélögum, stúkum, félagslífi, fjölmiðlum og uppbyggingu almenns skólakerfis, heilbrigðisþjónustu og fæðingu velferðarkerfis. Þessu fylgdi tæknibreytingar; vatnsveita, rafmagnsveita, hitaveita o.s.frv. Einhverju sinni kveikti Hallfríður langamma mín undir katlinum á Rafha-eldavélinni í Hafnarfirði þar sem hún bjó síðustu árin á heimili dóttur sinnar. Hún átti rúm í herbergiskitru innan af eldhúsinu, eins og algengt var með gamlar konur í þá daga. Gestkomandi maður horfði á þessa gömlu konu á peysufötunum við Rafha-eldavélina og fannst sem þarna mættust andstæður hins gamla tíma og þess nýja, og spurði: Finnst þér ekki undarlegt frú Hallfríður að þú getir snúið einum takka á þessari eldavél og hitað með því vatnið í katlinum? Nei, svaraði Hallfríður, það finnst mér ekki. Skárra væri það nú ef engar væru framfarirnar. Stundum verður mér hugsað til langömmu minnar, sem ég aldrei sá, en lifir í frásögnum móður minnar. Sérstaklega þegar mér finnst alþýða manna krefjast of lítils og óska sér of smárra framfara, réttinda og lífskjarabóta. Í raun er sköpunarkraftur mannfélagsins nánast óendanlegur. Hann getur magnað upp slæmt samfélag og hefur sterkan eyðileggingarmátt; getur brotið niður árangur fyrri kynslóða á skömmum tíma. En hann hefur líka lífskraft sem getur gert líf hinna fátækustu og vinnulúnustu, hinna valdaminnstu og kúguðustu, svo miklu miklu auðveldara, öruggara og gjöfulla. Stundum er vandinn sá að við tölum ekki um nógu stóra drauma og stefnum því ekki nógu hátt.Eigum við að byggja réttlátt samfélag af jöfnuði og virðingu fyrir öllu fólki? Þar sem lífsbaráttan er ekki þrúgandi og fólk óttast ekki um afkomu sína og framtíð? Eigum við að stefna að góðu samfélagi fyrir alla? Eigum við að velja hið góða? Það hefði hún langamma mín kosið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Alþingi Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hallfríður langamma mín fæddist um miðja þar síðustu öld og dó í hárri elli á stríðsárunum um miðja þá síðustu, þegar hún átti nokkra daga í nírætt. Hún lifði því mikla breytingatíma; frá vakningu sveitanna á tímum sjálfstæðisbaráttu, kaupfélaga, ungmennafélaga og kvenfélaga í gegnum iðnbyltingu sjávarbyggðanna, mótun bæjarfélaga með almennum kosningarétti, alþýðuhúsum, verkalýðsfélögum, stúkum, félagslífi, fjölmiðlum og uppbyggingu almenns skólakerfis, heilbrigðisþjónustu og fæðingu velferðarkerfis. Þessu fylgdi tæknibreytingar; vatnsveita, rafmagnsveita, hitaveita o.s.frv. Einhverju sinni kveikti Hallfríður langamma mín undir katlinum á Rafha-eldavélinni í Hafnarfirði þar sem hún bjó síðustu árin á heimili dóttur sinnar. Hún átti rúm í herbergiskitru innan af eldhúsinu, eins og algengt var með gamlar konur í þá daga. Gestkomandi maður horfði á þessa gömlu konu á peysufötunum við Rafha-eldavélina og fannst sem þarna mættust andstæður hins gamla tíma og þess nýja, og spurði: Finnst þér ekki undarlegt frú Hallfríður að þú getir snúið einum takka á þessari eldavél og hitað með því vatnið í katlinum? Nei, svaraði Hallfríður, það finnst mér ekki. Skárra væri það nú ef engar væru framfarirnar. Stundum verður mér hugsað til langömmu minnar, sem ég aldrei sá, en lifir í frásögnum móður minnar. Sérstaklega þegar mér finnst alþýða manna krefjast of lítils og óska sér of smárra framfara, réttinda og lífskjarabóta. Í raun er sköpunarkraftur mannfélagsins nánast óendanlegur. Hann getur magnað upp slæmt samfélag og hefur sterkan eyðileggingarmátt; getur brotið niður árangur fyrri kynslóða á skömmum tíma. En hann hefur líka lífskraft sem getur gert líf hinna fátækustu og vinnulúnustu, hinna valdaminnstu og kúguðustu, svo miklu miklu auðveldara, öruggara og gjöfulla. Stundum er vandinn sá að við tölum ekki um nógu stóra drauma og stefnum því ekki nógu hátt.Eigum við að byggja réttlátt samfélag af jöfnuði og virðingu fyrir öllu fólki? Þar sem lífsbaráttan er ekki þrúgandi og fólk óttast ekki um afkomu sína og framtíð? Eigum við að stefna að góðu samfélagi fyrir alla? Eigum við að velja hið góða? Það hefði hún langamma mín kosið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun