Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Atli Freyr Arason skrifar 1. febrúar 2021 19:51 Strákarnir hans Hjalta Þór Vilhjálmssonar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir helgi en svöruðu með sigri. vísir/hulda margrét Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. Keflavík voru töluvert betri í frákasta leiknum á meðan gestirnir leiddu í klikkuðum skotum. Mest var munurinn 15 stig í stöðunni 25-10 og svo aftur í 27-12. ÍR-ingar skoruðu þó síðustu 3 stig leikhlutans sem lauk 27-15. Breiðhyltingar gerðu þó töluvert betur í öðrum leikhluta en það voru þó heimamenn sem byrjuðu leikhlutann betur og komust mest í 19 stiga forskot þegar Hörður Axel stelur boltanum af ÍR-ingum og keyrir upp allan völlinn til að troða bolanum í körfuna hinu megin en þá var leikhlutinn rétt tæplega hálfnaður og staðan 41-22. Þá hófst endurkoma ÍR að alvöru. Gestirnir skoruðu 17 stig gegn 8 frá Keflvíkingum og lauk fyrri hálfleik 49-39. Þriðji leikhluti hélt áfram eins og sá annar kláraðist og var leikhlutinn í raun allur í eigu gestanna sem hægt og rólega söxuðu á forskot Keflvíkinga. Þegar 44 sekúndur lifðu eftir af þriðja leikhluta náði Benóný Svanur að minnka forystu Keflavík í 1 stig. Í sókn Keflavík í kjölfarið nær Milka ekki að setja boltann niður og Benóný fær tækifæri til að koma ÍR-ingum yfir í fyrsta sinn í leiknum en þriggja stiga tilraun hans geigar. Áhlaup gestanna heldur áfram í fjórða leikhluta og ná þeir að jafna leikinn í fyrsta sinn í stöðunni 67-67 þegar rúmar 3 mínútur eru búnar af fjórða leikhluta. Við það fer þó Keflavíkur vélinn aftur í gang og keyra yfir þreytta Breiðhyltinga með því að skora 19 stig gegn 12 stigum gestanna það sem eftir lifði leikhlutans. Lokatölur 86-79 fyrir Keflavík. Af hverju vann Keflavík? Dominykas Milka átti einn einn stórleikinn fyrir Keflavík. Hann skoraði alls 40% stiga Keflavíkur í leiknum ásamt því að taka 21% frákasta liðsins. ÍR-ingar réðu ekkert við hann. Hvað gekk illa? Það er erfitt að vinna fráköst þegar þú spilar við Deane og Milka en frákastaleikur ÍR var ekki góður í kvöld. Breiðhyltingar náðu aðeins 29 fráköstum gegn 47 frá heimamönnum. Hverjir stóðu upp úr? Aftur, Dominykas Milka. Hjá gestunum var Colin Pryor mjög góður og hélt hann ÍR lengi inn í leiknum. Colin gerði alls 22 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Keflavík fer í vesturbæinn og heimsækir ríkjandi Íslandsmeistara í KR á föstudaginn næsta á meðan ÍR tekur á móti Grindavík í Seljaskóla saman dag. Borche: Stoltur af strákunum að ná að koma til baka Fyrstu viðbrögð þjálfara ÍR eftir leik, Borche Ilievski, voru blendinn. „Ég er leiður yfir því að tapa leiknum en samt líka stoltur af strákunum að ná að koma til baka eftir að hafa verið 19 stigum undir. Við settum þá allt í leikinn og reyndum að vinna en það var erfitt að ná forskotinu. Við fengum nokkur góð tækifæri til þess en við tókum ekki skotin á sniðugum stöðum. En það sem gerist, gerist. Þeir eru með Milka sem var gjörsamlega óstöðvandi í kvöld. Á mikilvægum tímapunktum í leiknum þá er Milka að fá að skora allt of auðveldar körfur. Það er eitt af því sem skilar sigrinum fyrir þá sem og frákasta baráttan, þeir eru með 18 fráköst meira en við sem er allt of mikið. Það var kannski viðbúið þar sem að þeir eru með Milka og Williams. Aftur á móti þá spilaði Benóný vel, hann er enn þá ungur og ekki svo reynslumikill. Fyrir það er ég líka ánægður að Benóný hafi spilað vel. Hann notaði mínúturnar sínar mjög vel,“ sagði Borche, áður en hann bætti við, „í byrjun leiksins vorum við ekki að taka réttar ákvarðanir, það vantaði eitthvað í okkar leik í byrjun en það er hluti af leiknum, við þurfum að fara yfir þetta, vinna að því á æfingum og koma betri í næsta leik. Við höfum þó ekki mikinn tíma, Grindavík kemur næsta föstudag og við þurfum að koma inn í þann leik með öðruvísi orku á völlinn. Mér finnst samt liðið mitt vera á leiðina í rétta átt, eins og ég sagði áður þá vorum við 19 stigum undir en náum að jafna leikinn en akkúrat núna þá held ég að Keflavík sé aðeins betri en við. Þeir eru með betra byrjunarlið en við, við þurfum að mæta stóru mönnum þeirra vel en það opnar líka fyrir skot frá öðrum í þeirra liði, ég held að Burks hafi skorað 2-3 úr þannig aðstæðum. Zvonko er að koma, hann mun þurfa smá tíma í að aðlagast að leikstíl okkar. Vonandi getur hann hjálpað okkur í framtíðinni,“ sagði Borche og átti þar við Zvonko Bulijan sem samdi nýverið við ÍR eftir að hafa rift samningi sínum við Njarðvík þegar samkomubannið hófst. Eftir að hafa byrjað leikinn á afturfótunum komu ÍR-ingarnir frábærlega inn í þriðja leikhluta, sem þeir unnu 16-25. Borche var því spurður hvað hann hafi sagt inn í klefa í hálfleik til að kveikja í sínum mönnum. „Við töluðum um að berjast meira og njóta okkur meira á vellinum. Við sáum strax í öðrum leikhluta að við getum spilað mun betur en þetta. Í hálfleik vorum við 10 stigum undir og við komum með miklan kraft inn í þriðja leikhluta en þann vantaði smá upp á kraftinn í fjórða leikhlutanum. Við eyddum kannski of mikilli orku í annan og þriðja leikhluta og gátum því ekki haldið orkustiginu uppi í fjórða leikhluta,“ svaraði Borche Ilievski að lokum. Hjalti Þór Vilhjálmsson: Það verður gaman að mæta í Vesturbæ og taka á KR-ingum Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var mjög ánægður með leik sinna manna á köflum í kvöld gegn ÍR-ingum. „Frábært að fá tvö stig. Við vorum að spila rosa vel til að byrja með, það var rosa mikill kraftur í okkur en svo byrja þeir að koma til baka og þá datt svolítið botninn úr þessu hjá okkur, það var ekkert flæði hjá okkur og við vorum stirðir. Varnarlega vorum við líka að gleyma okkur svolítið. Svo síðustu 6-7 mínúturnar þá náðum við að rífa okkur aftur í gang og spila eins og við eigum að spila,“ sagði Hjalti Þór. Keflavík byrjaði leikinn töluvert betur og vann fyrsta leikhluta með yfirburðum 27-15 áður en þeir tapa svo öðrum og þriðja leikhluta. Hjalti skrifar tapið í þessum leikhlutum á gæði einstaka leikmanna í liði ÍR. „Þeir hafa ótrúleg gæði. Það má ekki taka neitt af ÍR-ingunum. Það var ekki beint við sem gerðum eitthvað illa, þetta var meira þeir að setja skotin og gera vel. Auðvitað voru samt nokkur atriði hjá okkur þar sem við vorum að gleyma okkur varnarlega og svona en aðallega voru þetta skotin hjá þeim sem voru að detta, einstaklingsgæði þeirra.“ Keflavík bætti í gær við breiddina í liðinu með því að semja við Max Montana. Aðspurður um það hvernig leikmaður Montana væri svaraði Hjalti, „ég verð að fá að sjá hann á æfingu áður en ég get svarað því, hann á að koma með ákveðin gæði fyrir okkur bæði í fjarka og þrista stöðu, hann er skotmaður,“ svaraði Hjalti. Næsti leikur Keflavíkur verður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR og kveðst Hjalti vera spenntur fyrir þeim leik. „Já ég er spenntur fyrir þeim leik eins og öllum leikjum. Það verður gaman að mæta í Vesturbæ og fá að taka á KR-ingum,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Dominykas Milka: Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum Dominykas Milka: Ég, Hössi og Deane verðum sýna að við séum leiðtogar Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur, var mjög ánægður með 86-79 sigur sinna gegn ÍR-ingum í kvöld en sérstaklega í ljósi þess að Keflavík tapaði stórt gegn Stjörnunni í síðasta leik sínum. „Við vildum ná sigri eftir tapið á föstudag. Við vildum sýna hærra orkustig í dag en við gerðum þá. Fyrir okkur snýst þetta bara um að vera betri með hverjum degi. Ég, Hössi [Axel Vilhjálmsson] og Deane [Williams] verðum sýna að við séum leiðtogar og leiða liðið áfram að reyna að verða betri í vörn og sókn,” sagði Milka í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði leik liðanna töluvert betur í kvöld og náði strax yfirburða forskoti áður en þeir hleyptu ÍR aftur inn í leikinn og gestirnir náðu að jafna í 67-67 snemma í fjórða leikhluta. „Við eigum enn þá eftir að læra hvernig á að drepa leikinn, það vantar aðeins í drápseðlið hjá okkur. Við náðum 19 stiga forskoti og þá fórum við að reyna að taka snögg skot og þvinga leikinn aðeins. ÍR er með sterkt lið, þeir gáfu okkur ákveðin “match-up” vandamál því þeir eru með snögga leikmenn og marga góða skorara. Þeir náðu fyrir rest að finna taktinn sinn og ná mörgum góðum skotum í röð.” Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í kvöld með 34 stig, 10 fráköst og eina stoðsendingu. Alls 36 framlagspunktar frá Litháanum knáa. Aðspurður um frammistöðu sína í kvöld var Milka þó hógvær „Ég er bara að reyna að spila eins vel og ég get. Reyna að leiða liðið með því að sýna ákveðið fordæmi. Strákarnir voru að finna mig vel í kvöld. Ég er bara að reyna mitt besta,” svaraði Milka. Næsti leikur Keflavíkur er í Vesturbænum gegn núverandi Íslandsmeisturum í KR. Milka er mjög spenntur fyrir þeim leik. „Síðan ég kom til Íslands þá er KR eina liðið sem við höfum ekki unnið enn þá, eða eina liðið sem ég hef ekki unnið enn þá. Við töpuðum tvisvar fyrir þeim í fyrra. Núna er frábært tækifæri fyrir okkur að mæta þeim. Þrátt fyrir að þeir hafa misst marga góða leikmenn þá eru þeir með meistara ættbókina. Þeir eru með leikmenn sem hafa farið í gegnum margt. Ég held að þessi leikur verði frábært próf fyrir okkur sem lið. Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum,” sagði Dominykas Milka að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF ÍR
Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. Keflavík voru töluvert betri í frákasta leiknum á meðan gestirnir leiddu í klikkuðum skotum. Mest var munurinn 15 stig í stöðunni 25-10 og svo aftur í 27-12. ÍR-ingar skoruðu þó síðustu 3 stig leikhlutans sem lauk 27-15. Breiðhyltingar gerðu þó töluvert betur í öðrum leikhluta en það voru þó heimamenn sem byrjuðu leikhlutann betur og komust mest í 19 stiga forskot þegar Hörður Axel stelur boltanum af ÍR-ingum og keyrir upp allan völlinn til að troða bolanum í körfuna hinu megin en þá var leikhlutinn rétt tæplega hálfnaður og staðan 41-22. Þá hófst endurkoma ÍR að alvöru. Gestirnir skoruðu 17 stig gegn 8 frá Keflvíkingum og lauk fyrri hálfleik 49-39. Þriðji leikhluti hélt áfram eins og sá annar kláraðist og var leikhlutinn í raun allur í eigu gestanna sem hægt og rólega söxuðu á forskot Keflvíkinga. Þegar 44 sekúndur lifðu eftir af þriðja leikhluta náði Benóný Svanur að minnka forystu Keflavík í 1 stig. Í sókn Keflavík í kjölfarið nær Milka ekki að setja boltann niður og Benóný fær tækifæri til að koma ÍR-ingum yfir í fyrsta sinn í leiknum en þriggja stiga tilraun hans geigar. Áhlaup gestanna heldur áfram í fjórða leikhluta og ná þeir að jafna leikinn í fyrsta sinn í stöðunni 67-67 þegar rúmar 3 mínútur eru búnar af fjórða leikhluta. Við það fer þó Keflavíkur vélinn aftur í gang og keyra yfir þreytta Breiðhyltinga með því að skora 19 stig gegn 12 stigum gestanna það sem eftir lifði leikhlutans. Lokatölur 86-79 fyrir Keflavík. Af hverju vann Keflavík? Dominykas Milka átti einn einn stórleikinn fyrir Keflavík. Hann skoraði alls 40% stiga Keflavíkur í leiknum ásamt því að taka 21% frákasta liðsins. ÍR-ingar réðu ekkert við hann. Hvað gekk illa? Það er erfitt að vinna fráköst þegar þú spilar við Deane og Milka en frákastaleikur ÍR var ekki góður í kvöld. Breiðhyltingar náðu aðeins 29 fráköstum gegn 47 frá heimamönnum. Hverjir stóðu upp úr? Aftur, Dominykas Milka. Hjá gestunum var Colin Pryor mjög góður og hélt hann ÍR lengi inn í leiknum. Colin gerði alls 22 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Keflavík fer í vesturbæinn og heimsækir ríkjandi Íslandsmeistara í KR á föstudaginn næsta á meðan ÍR tekur á móti Grindavík í Seljaskóla saman dag. Borche: Stoltur af strákunum að ná að koma til baka Fyrstu viðbrögð þjálfara ÍR eftir leik, Borche Ilievski, voru blendinn. „Ég er leiður yfir því að tapa leiknum en samt líka stoltur af strákunum að ná að koma til baka eftir að hafa verið 19 stigum undir. Við settum þá allt í leikinn og reyndum að vinna en það var erfitt að ná forskotinu. Við fengum nokkur góð tækifæri til þess en við tókum ekki skotin á sniðugum stöðum. En það sem gerist, gerist. Þeir eru með Milka sem var gjörsamlega óstöðvandi í kvöld. Á mikilvægum tímapunktum í leiknum þá er Milka að fá að skora allt of auðveldar körfur. Það er eitt af því sem skilar sigrinum fyrir þá sem og frákasta baráttan, þeir eru með 18 fráköst meira en við sem er allt of mikið. Það var kannski viðbúið þar sem að þeir eru með Milka og Williams. Aftur á móti þá spilaði Benóný vel, hann er enn þá ungur og ekki svo reynslumikill. Fyrir það er ég líka ánægður að Benóný hafi spilað vel. Hann notaði mínúturnar sínar mjög vel,“ sagði Borche, áður en hann bætti við, „í byrjun leiksins vorum við ekki að taka réttar ákvarðanir, það vantaði eitthvað í okkar leik í byrjun en það er hluti af leiknum, við þurfum að fara yfir þetta, vinna að því á æfingum og koma betri í næsta leik. Við höfum þó ekki mikinn tíma, Grindavík kemur næsta föstudag og við þurfum að koma inn í þann leik með öðruvísi orku á völlinn. Mér finnst samt liðið mitt vera á leiðina í rétta átt, eins og ég sagði áður þá vorum við 19 stigum undir en náum að jafna leikinn en akkúrat núna þá held ég að Keflavík sé aðeins betri en við. Þeir eru með betra byrjunarlið en við, við þurfum að mæta stóru mönnum þeirra vel en það opnar líka fyrir skot frá öðrum í þeirra liði, ég held að Burks hafi skorað 2-3 úr þannig aðstæðum. Zvonko er að koma, hann mun þurfa smá tíma í að aðlagast að leikstíl okkar. Vonandi getur hann hjálpað okkur í framtíðinni,“ sagði Borche og átti þar við Zvonko Bulijan sem samdi nýverið við ÍR eftir að hafa rift samningi sínum við Njarðvík þegar samkomubannið hófst. Eftir að hafa byrjað leikinn á afturfótunum komu ÍR-ingarnir frábærlega inn í þriðja leikhluta, sem þeir unnu 16-25. Borche var því spurður hvað hann hafi sagt inn í klefa í hálfleik til að kveikja í sínum mönnum. „Við töluðum um að berjast meira og njóta okkur meira á vellinum. Við sáum strax í öðrum leikhluta að við getum spilað mun betur en þetta. Í hálfleik vorum við 10 stigum undir og við komum með miklan kraft inn í þriðja leikhluta en þann vantaði smá upp á kraftinn í fjórða leikhlutanum. Við eyddum kannski of mikilli orku í annan og þriðja leikhluta og gátum því ekki haldið orkustiginu uppi í fjórða leikhluta,“ svaraði Borche Ilievski að lokum. Hjalti Þór Vilhjálmsson: Það verður gaman að mæta í Vesturbæ og taka á KR-ingum Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var mjög ánægður með leik sinna manna á köflum í kvöld gegn ÍR-ingum. „Frábært að fá tvö stig. Við vorum að spila rosa vel til að byrja með, það var rosa mikill kraftur í okkur en svo byrja þeir að koma til baka og þá datt svolítið botninn úr þessu hjá okkur, það var ekkert flæði hjá okkur og við vorum stirðir. Varnarlega vorum við líka að gleyma okkur svolítið. Svo síðustu 6-7 mínúturnar þá náðum við að rífa okkur aftur í gang og spila eins og við eigum að spila,“ sagði Hjalti Þór. Keflavík byrjaði leikinn töluvert betur og vann fyrsta leikhluta með yfirburðum 27-15 áður en þeir tapa svo öðrum og þriðja leikhluta. Hjalti skrifar tapið í þessum leikhlutum á gæði einstaka leikmanna í liði ÍR. „Þeir hafa ótrúleg gæði. Það má ekki taka neitt af ÍR-ingunum. Það var ekki beint við sem gerðum eitthvað illa, þetta var meira þeir að setja skotin og gera vel. Auðvitað voru samt nokkur atriði hjá okkur þar sem við vorum að gleyma okkur varnarlega og svona en aðallega voru þetta skotin hjá þeim sem voru að detta, einstaklingsgæði þeirra.“ Keflavík bætti í gær við breiddina í liðinu með því að semja við Max Montana. Aðspurður um það hvernig leikmaður Montana væri svaraði Hjalti, „ég verð að fá að sjá hann á æfingu áður en ég get svarað því, hann á að koma með ákveðin gæði fyrir okkur bæði í fjarka og þrista stöðu, hann er skotmaður,“ svaraði Hjalti. Næsti leikur Keflavíkur verður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR og kveðst Hjalti vera spenntur fyrir þeim leik. „Já ég er spenntur fyrir þeim leik eins og öllum leikjum. Það verður gaman að mæta í Vesturbæ og fá að taka á KR-ingum,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Dominykas Milka: Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum Dominykas Milka: Ég, Hössi og Deane verðum sýna að við séum leiðtogar Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur, var mjög ánægður með 86-79 sigur sinna gegn ÍR-ingum í kvöld en sérstaklega í ljósi þess að Keflavík tapaði stórt gegn Stjörnunni í síðasta leik sínum. „Við vildum ná sigri eftir tapið á föstudag. Við vildum sýna hærra orkustig í dag en við gerðum þá. Fyrir okkur snýst þetta bara um að vera betri með hverjum degi. Ég, Hössi [Axel Vilhjálmsson] og Deane [Williams] verðum sýna að við séum leiðtogar og leiða liðið áfram að reyna að verða betri í vörn og sókn,” sagði Milka í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði leik liðanna töluvert betur í kvöld og náði strax yfirburða forskoti áður en þeir hleyptu ÍR aftur inn í leikinn og gestirnir náðu að jafna í 67-67 snemma í fjórða leikhluta. „Við eigum enn þá eftir að læra hvernig á að drepa leikinn, það vantar aðeins í drápseðlið hjá okkur. Við náðum 19 stiga forskoti og þá fórum við að reyna að taka snögg skot og þvinga leikinn aðeins. ÍR er með sterkt lið, þeir gáfu okkur ákveðin “match-up” vandamál því þeir eru með snögga leikmenn og marga góða skorara. Þeir náðu fyrir rest að finna taktinn sinn og ná mörgum góðum skotum í röð.” Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í kvöld með 34 stig, 10 fráköst og eina stoðsendingu. Alls 36 framlagspunktar frá Litháanum knáa. Aðspurður um frammistöðu sína í kvöld var Milka þó hógvær „Ég er bara að reyna að spila eins vel og ég get. Reyna að leiða liðið með því að sýna ákveðið fordæmi. Strákarnir voru að finna mig vel í kvöld. Ég er bara að reyna mitt besta,” svaraði Milka. Næsti leikur Keflavíkur er í Vesturbænum gegn núverandi Íslandsmeisturum í KR. Milka er mjög spenntur fyrir þeim leik. „Síðan ég kom til Íslands þá er KR eina liðið sem við höfum ekki unnið enn þá, eða eina liðið sem ég hef ekki unnið enn þá. Við töpuðum tvisvar fyrir þeim í fyrra. Núna er frábært tækifæri fyrir okkur að mæta þeim. Þrátt fyrir að þeir hafa misst marga góða leikmenn þá eru þeir með meistara ættbókina. Þeir eru með leikmenn sem hafa farið í gegnum margt. Ég held að þessi leikur verði frábært próf fyrir okkur sem lið. Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum,” sagði Dominykas Milka að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum