Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 22:23 Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Brussel í dag. Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. Í Brussel hafa fleiri en þrjú hundruð verið handtekin í kvöld eftir mótmæli sem fram fóru í miðborginni. Fólkið mun hafa verið handtekið þegar lögregla reyndi að leysa upp mótmælin við aðallestarstöð belgísku borgarinnar og í Mont des Art hverfinu í dag. Enginn hefur þó verið kærður enn sem komið er að því er segir í frétt Politico. Meðal mótmælenda í Brussel voru svokallaðir gulvestungar og fótboltabullur að því er miðillinn Bruzz greinir frá. Mótmælunum mun hafa verið lokið um klukkan þrjú síðdegis í dag að staðartíma. Frá mótmælum í belgísku borginni Brussel í dag. (Photo by Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Fyrir helgi hafði beiðni mótmælenda um leyfi til að mótmæla verið synjað af yfirvöldum á þeim forsendum að það hefði í för með sér of mikla smithættu. Belgía hefur orðið illa úti í faraldrinum þar sem dánartíðni var á tímabili með þeirri hæstu í heiminum en afar strangar reglur eru enn í gildi í landinu og voru ferðatakmarkanir hertar enn frekar í síðustu viku. Í nágrannaríkinu Hollandi hafa mótmælendur einnig komið saman til mótmæla en í síðustu viku brutust út töluverðar óeirðir þegar mótmælendur gengu langt í aðgerðum sínum til að mótmæla ströngum sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda. Í dag kom fólk aftur á móti saman til friðsælla mótmæla í Apeldoorn og fóru mótmælin fram undir slagorðinu „drekkum kaffi saman,“ að því er Guardian segir frá. Í Amsterdam braut lögregla upp ósamþykkt mótmæli, sem þó fóru að mestu friðsamlega fram. Einnig er mótmælt í Vín. Getty/Askin Kiyagan/Anadolu Agency Um fimm þúsund mótmælendur hundsuðu bann við mótmælagöngu í Vín og komu saman til að mótmæla útgöngubanni og öðrum ströngum aðgerðum stjórnvalda. Mótmælagangan var skipulögð af öfga-hægriflokknum FPO og virti fjöldi mótmælenda tilmæli yfirvalda að vettugi, til að mynda hvað varðar reglur um grímunotkun og fjarlægðarmörk manna á milli. Glæpagengi og ofbeldisfullur hópur ný-nasista eru sagðir hafa verið meðal mótmælenda, sem neituðu að leysa upp mótmælin og stöðvuðu umferð þegar hópurinn lagði leið sína í átt að þinghúsinu í Vín. Lögreglan hafði afskipti af mótmælendum og voru nokkrir þeirra handteknir. Ungverjar hafa einnig mótmælt í Búdapest um helgina. Getty/Arpad Kurucz/Anadolu Agency Þá hefur lögreglan einnig skorist í leikinn í ungversku höfuðborginni Búdapest þar sem mótmælendur voru að stórum hluta úr röðum starfsfólks í þjónustustörfum sem hefur orðið illa úti vegna þeirra áhrifa sem harðar sóttvarnaaðgerðir hafa haft á vinnustaði þeirra. Þar hafa mótmælendur hvatt til borgaralegrar óhlýðni og þess krafist að slakað verði á aðgerðum. Belgía Holland Ungverjaland Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í Brussel hafa fleiri en þrjú hundruð verið handtekin í kvöld eftir mótmæli sem fram fóru í miðborginni. Fólkið mun hafa verið handtekið þegar lögregla reyndi að leysa upp mótmælin við aðallestarstöð belgísku borgarinnar og í Mont des Art hverfinu í dag. Enginn hefur þó verið kærður enn sem komið er að því er segir í frétt Politico. Meðal mótmælenda í Brussel voru svokallaðir gulvestungar og fótboltabullur að því er miðillinn Bruzz greinir frá. Mótmælunum mun hafa verið lokið um klukkan þrjú síðdegis í dag að staðartíma. Frá mótmælum í belgísku borginni Brussel í dag. (Photo by Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Fyrir helgi hafði beiðni mótmælenda um leyfi til að mótmæla verið synjað af yfirvöldum á þeim forsendum að það hefði í för með sér of mikla smithættu. Belgía hefur orðið illa úti í faraldrinum þar sem dánartíðni var á tímabili með þeirri hæstu í heiminum en afar strangar reglur eru enn í gildi í landinu og voru ferðatakmarkanir hertar enn frekar í síðustu viku. Í nágrannaríkinu Hollandi hafa mótmælendur einnig komið saman til mótmæla en í síðustu viku brutust út töluverðar óeirðir þegar mótmælendur gengu langt í aðgerðum sínum til að mótmæla ströngum sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda. Í dag kom fólk aftur á móti saman til friðsælla mótmæla í Apeldoorn og fóru mótmælin fram undir slagorðinu „drekkum kaffi saman,“ að því er Guardian segir frá. Í Amsterdam braut lögregla upp ósamþykkt mótmæli, sem þó fóru að mestu friðsamlega fram. Einnig er mótmælt í Vín. Getty/Askin Kiyagan/Anadolu Agency Um fimm þúsund mótmælendur hundsuðu bann við mótmælagöngu í Vín og komu saman til að mótmæla útgöngubanni og öðrum ströngum aðgerðum stjórnvalda. Mótmælagangan var skipulögð af öfga-hægriflokknum FPO og virti fjöldi mótmælenda tilmæli yfirvalda að vettugi, til að mynda hvað varðar reglur um grímunotkun og fjarlægðarmörk manna á milli. Glæpagengi og ofbeldisfullur hópur ný-nasista eru sagðir hafa verið meðal mótmælenda, sem neituðu að leysa upp mótmælin og stöðvuðu umferð þegar hópurinn lagði leið sína í átt að þinghúsinu í Vín. Lögreglan hafði afskipti af mótmælendum og voru nokkrir þeirra handteknir. Ungverjar hafa einnig mótmælt í Búdapest um helgina. Getty/Arpad Kurucz/Anadolu Agency Þá hefur lögreglan einnig skorist í leikinn í ungversku höfuðborginni Búdapest þar sem mótmælendur voru að stórum hluta úr röðum starfsfólks í þjónustustörfum sem hefur orðið illa úti vegna þeirra áhrifa sem harðar sóttvarnaaðgerðir hafa haft á vinnustaði þeirra. Þar hafa mótmælendur hvatt til borgaralegrar óhlýðni og þess krafist að slakað verði á aðgerðum.
Belgía Holland Ungverjaland Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira