Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2021 18:01 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að árásin hafi breytt viðhorfi hans til að kjósa sig fram aftur. Hann vilji þó ekki setja slæmt fordæmi að ógn geti hrakið fólk af pólitísku sviði. Vísir/Einar Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. „Ég vil gjarnan geta gengið um göturnar eða boðið fólki heim á Menningarnótt eða hvað það nú er. Stjórnmálin eiga að vera hluti af samfélaginu og hluti af góðu samfélagi,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Öryggi stjórnmálamanna hefur verið mikið til umræðu í vikunni eftir að skotið var á bíl borgarstjóra og á skrifstofu Samfylkingarinnar með byssu. Í kjölfarið kom í ljós að skotið hefur verið á höfuðstöðvar fleiri stjórnmálaflokka á undanförnum tveimur árum. Dagur segist hafa orðið þess áskynja að fjöldi fólks, sem tekur þátt í stjórnmálum og opinberri umræðu, sé hrætt vegna hótana sem þeim hafa borist. „Ég hef fundið það mjög sterkt að það er fjöldi fólks, bæði í stjórnmálum og sérstaklega stjórnmálakonur, sem hafa fengið hótanir, nafnlausar jafnvel og alvarlegar, en líka fjölmiðlafólk, lögmenn og alls konar fólk sem á sögu um það að hafa fengið hótanir og oftar en ekki er þetta ekki gert opinbert og kemst ekki í hámæli,“ segir Dagur. Aukin harka í samskiptum Hann telur að þarna megi greina einhverja þróun sem þurfi að ræða. „Því að ég held að við viljum öll búa í friðsamlegu og öruggu samfélagi,“ segir Dagur. Hann segir að einnig megi greina aukna hörku í umræðunni. Sífellt sé verið að færa siðferðislínuna og telur hann að ef þróunin heldur svona áfram verðum við komin á stað sem enginn vill vera á. „Það eru mjög margir sem bera vitni um aukna hörku í samskiptum, ákveðna óbilgirni, mjög mikla óþolinmæði oft og það er líka mjög stutt í vantraust. Það er kannski alþjóðleg þróun líka að það eru grafnar miklar skotgrafir,“ segir Dagur. „Mér finnst mikilvægt að við sem samfélag speglum okkur í þessu, hvort að þetta sé leið sem við viljum fara. Það sem mér hefur fundist einkenna borgina og Ísland og þetta góða samfélag er það að geta um frjálst höfuð strokið.“ Hann segir mikilvægt að mannlegi þátturinn sé dreginn fram. Mikilvægt sé að allir geti greint frá sínum skoðunum án þess að verða fyrir aðkasti og þá sé mikilvægt að fólk geti skipst á skoðunum af virðingu. „Ég held að við verðum betur að draga fram þennan mannlega þátt og þessa augljósu staðreynd að stjórnmálin endurspegla og eiga að endurspegla samfélagið. Þar er fólk af öllum sviðum samfélagsins, með alls konar bakgrunn. Þannig á það að vera.“ Vill ekki setja það fordæmi að ógn hreki fólk af pólitísku sviði Aðspurður hvort hann ætli að bjóða sig fram aftur sem leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum segist hann ekki ætla sér það. „Ég hef alltaf haft þann háttinn á að leyfa mér að velta því fyrir mér á kosningahausti hvað ég vilji gera. Ég neita því ekki að þessir atburðir hafa fengið mann til þess að hugsa ýmislegt,“ segir Dagur. „Ég staldra við af því að það getur ekki gengið út yfir allt og manns nánustu. Heldur vill maður ekki tala þannig eða setja það fordæmi að einhver ógn hreki fólk af hinu pólitíska sviði,“ segir Dagur. Reykjavík Víglínan Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri í Víglínunni Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag til að ræða nýlegar skotárásir á bíl borgarstjórans og skrifstofur stjórnmálaflokka. Áhrif kórónuveirukreppunnar á borgina verða einnig til umræðu ásamt stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættisins. 31. janúar 2021 16:30 Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
„Ég vil gjarnan geta gengið um göturnar eða boðið fólki heim á Menningarnótt eða hvað það nú er. Stjórnmálin eiga að vera hluti af samfélaginu og hluti af góðu samfélagi,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Öryggi stjórnmálamanna hefur verið mikið til umræðu í vikunni eftir að skotið var á bíl borgarstjóra og á skrifstofu Samfylkingarinnar með byssu. Í kjölfarið kom í ljós að skotið hefur verið á höfuðstöðvar fleiri stjórnmálaflokka á undanförnum tveimur árum. Dagur segist hafa orðið þess áskynja að fjöldi fólks, sem tekur þátt í stjórnmálum og opinberri umræðu, sé hrætt vegna hótana sem þeim hafa borist. „Ég hef fundið það mjög sterkt að það er fjöldi fólks, bæði í stjórnmálum og sérstaklega stjórnmálakonur, sem hafa fengið hótanir, nafnlausar jafnvel og alvarlegar, en líka fjölmiðlafólk, lögmenn og alls konar fólk sem á sögu um það að hafa fengið hótanir og oftar en ekki er þetta ekki gert opinbert og kemst ekki í hámæli,“ segir Dagur. Aukin harka í samskiptum Hann telur að þarna megi greina einhverja þróun sem þurfi að ræða. „Því að ég held að við viljum öll búa í friðsamlegu og öruggu samfélagi,“ segir Dagur. Hann segir að einnig megi greina aukna hörku í umræðunni. Sífellt sé verið að færa siðferðislínuna og telur hann að ef þróunin heldur svona áfram verðum við komin á stað sem enginn vill vera á. „Það eru mjög margir sem bera vitni um aukna hörku í samskiptum, ákveðna óbilgirni, mjög mikla óþolinmæði oft og það er líka mjög stutt í vantraust. Það er kannski alþjóðleg þróun líka að það eru grafnar miklar skotgrafir,“ segir Dagur. „Mér finnst mikilvægt að við sem samfélag speglum okkur í þessu, hvort að þetta sé leið sem við viljum fara. Það sem mér hefur fundist einkenna borgina og Ísland og þetta góða samfélag er það að geta um frjálst höfuð strokið.“ Hann segir mikilvægt að mannlegi þátturinn sé dreginn fram. Mikilvægt sé að allir geti greint frá sínum skoðunum án þess að verða fyrir aðkasti og þá sé mikilvægt að fólk geti skipst á skoðunum af virðingu. „Ég held að við verðum betur að draga fram þennan mannlega þátt og þessa augljósu staðreynd að stjórnmálin endurspegla og eiga að endurspegla samfélagið. Þar er fólk af öllum sviðum samfélagsins, með alls konar bakgrunn. Þannig á það að vera.“ Vill ekki setja það fordæmi að ógn hreki fólk af pólitísku sviði Aðspurður hvort hann ætli að bjóða sig fram aftur sem leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum segist hann ekki ætla sér það. „Ég hef alltaf haft þann háttinn á að leyfa mér að velta því fyrir mér á kosningahausti hvað ég vilji gera. Ég neita því ekki að þessir atburðir hafa fengið mann til þess að hugsa ýmislegt,“ segir Dagur. „Ég staldra við af því að það getur ekki gengið út yfir allt og manns nánustu. Heldur vill maður ekki tala þannig eða setja það fordæmi að einhver ógn hreki fólk af hinu pólitíska sviði,“ segir Dagur.
Reykjavík Víglínan Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri í Víglínunni Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag til að ræða nýlegar skotárásir á bíl borgarstjórans og skrifstofur stjórnmálaflokka. Áhrif kórónuveirukreppunnar á borgina verða einnig til umræðu ásamt stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættisins. 31. janúar 2021 16:30 Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri í Víglínunni Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag til að ræða nýlegar skotárásir á bíl borgarstjórans og skrifstofur stjórnmálaflokka. Áhrif kórónuveirukreppunnar á borgina verða einnig til umræðu ásamt stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættisins. 31. janúar 2021 16:30
Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51
Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55