Hafa handtekið yfir þúsund manns í fjölmennum mótmælum í Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 11:14 Óeirðalögregla heldur á handteknum mótmælanda í Moskvu. AP Photo/Alexander Zemlianichenko Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir eitt þúsund manns í tengslum við fjöldamótmæli um allt landið. Mótmælendur kalla eftir því að stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. Í höfuðborginni Moskvu hefur lestarstöðvum verið lokað í því skyni að draga úr samgöngumöguleikum mótmælenda. Þá hefur samgönguleiðum í miðborginni verið lokað og um hundrað verið handtekin í borginni, samkvæmt Reuters fréttastofunni. Á samfélagsmiðlum má finna gríðarlegt magn ljósmynda og myndskeiða frá mótmælunum. Af þeim má ráða að mótmælendur skipta þúsundum. Hér að neðan má til að mynda sjá stóran hóp mótmælenda saman kominn í Moskvu. „Pútín er þjófur,“ kyrjar hópurinn í kór. Sizeable crowd of Navalny protesters gathering at Moscow’s “3 Stations” neighborhood. They’re chanting “Putin Is A Thief!” (Video @AvtozakLIVE) pic.twitter.com/Rf0ZJokCoa— Mike Eckel (@Mike_Eckel) January 31, 2021 Þá sýna myndbönd einnig nokkuð harkalegar aðfarir lögreglu, bæði í viðleitni sinni til að hafa stjórn á mótmælendahópum, sem og við handtökur á stökum mótmælendum. Myndband frá borginni Seljabinsk í Úralfjöllum sýnir tvo lögreglumenn krjúpa á liggjandi mótmælanda sem hrópar „Ég get ekki andað,“ á meðan fleiri lögreglumenn fylgjast með. «Не могу дышать, парни!». В Челябинске силовики жестко задержали протестующего. Люди сзади кричат «Позор!»Видео: @uralmbkmedia pic.twitter.com/ZPJ8qdlVZZ— МБХ медиа (@MBKhMedia) January 31, 2021 Þá sýnir mynd frá borginni Krasnojarsk í Síberíu hvernig óeirðalögregla hefur króað lítinn hóp mótmælenda af og umkringt hann. #Russia 🇷🇺: photo from the city of #Krasnoyarsk.Small group of protesters is literally surrounded on all sides by riot police pic.twitter.com/M6hUAogSOu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 31, 2021 Enn annað myndband sýnir þá lögreglumenn í Sankti Pétursborg handtaka fréttamann sem er skilmerkilega merktur með gulu vesti. Í myndbandinu sjást lögreglumenn einfaldlega halda á fréttamanninum á brott. #Russia 🇷🇺: in #StPetersburg police arrested a journalist who was wearing a very distinguishable press vest. pic.twitter.com/o7mhnrZXv5— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 31, 2021 Skilaboðin þau að mótmælenda bíði afleiðingar Samkvæmt fréttamanni Sky í Moskvu skipta mótmælendur þar þúsundum, en þeim hefur reynst erfitt að koma saman á einum stað. „Lögreglan er búin að lýsa því yfir að um ólöglega samkomu sé að ræða og mótmælendur verði að fara. Svo velja þeir einfaldlega fólk úr mannfjöldanum fyrir það eitt að vera hér og taka það í burtu. Á síðustu þremur tímum hef ég séð tugi fólks handtekna, sumt fólkið var hvergi nálægt mótmælunum,“ segir Diana Magnay, fréttamaður Sky í Moskvu, í umfjöllun sinni um málið. "I have seen in the last three hours, dozens of people detained."Sky's @DiMagnaySky reports from Moscow, Russia where hundreds of people have been arrested as rallies have broken out in support of jailed opposition leader Alexei Navalny.Latest: https://t.co/7UZ5lavymQ pic.twitter.com/cQJAAkawl8— Sky News (@SkyNews) January 31, 2021 Hún segir þá að minnst sjö lestarstöðvum hafi verið lokað og að lögreglan hafi bókstaflega girt miðborg Moskvu af, til þess að draga úr áhrifum mótmælanna. Síðustu helgi voru yfir fjögur þúsund mótmælendur handteknir víðs vegar um Rússland og segist Magnay gera ráð fyrri að handtökur þessara helgar verði fleiri. Svo virðist sem skilaboð yfirvalda séu að mótmæli séu með öllu óheimil og að mótmælendur muni þurfa að svara til saka fyrir þau. Rússland Tengdar fréttir Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Alþjóðlegur þrýstingur gagnvart Rússlandi vegna handtöku og fangelsunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní hefur aukist. Ráðamenn í Rússlandi segja að mál hans og þrýstingur vesturlanda gæti leitt til versnandi samstarfs Rússlands og Evrópusambandsins. 27. janúar 2021 14:24 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Í höfuðborginni Moskvu hefur lestarstöðvum verið lokað í því skyni að draga úr samgöngumöguleikum mótmælenda. Þá hefur samgönguleiðum í miðborginni verið lokað og um hundrað verið handtekin í borginni, samkvæmt Reuters fréttastofunni. Á samfélagsmiðlum má finna gríðarlegt magn ljósmynda og myndskeiða frá mótmælunum. Af þeim má ráða að mótmælendur skipta þúsundum. Hér að neðan má til að mynda sjá stóran hóp mótmælenda saman kominn í Moskvu. „Pútín er þjófur,“ kyrjar hópurinn í kór. Sizeable crowd of Navalny protesters gathering at Moscow’s “3 Stations” neighborhood. They’re chanting “Putin Is A Thief!” (Video @AvtozakLIVE) pic.twitter.com/Rf0ZJokCoa— Mike Eckel (@Mike_Eckel) January 31, 2021 Þá sýna myndbönd einnig nokkuð harkalegar aðfarir lögreglu, bæði í viðleitni sinni til að hafa stjórn á mótmælendahópum, sem og við handtökur á stökum mótmælendum. Myndband frá borginni Seljabinsk í Úralfjöllum sýnir tvo lögreglumenn krjúpa á liggjandi mótmælanda sem hrópar „Ég get ekki andað,“ á meðan fleiri lögreglumenn fylgjast með. «Не могу дышать, парни!». В Челябинске силовики жестко задержали протестующего. Люди сзади кричат «Позор!»Видео: @uralmbkmedia pic.twitter.com/ZPJ8qdlVZZ— МБХ медиа (@MBKhMedia) January 31, 2021 Þá sýnir mynd frá borginni Krasnojarsk í Síberíu hvernig óeirðalögregla hefur króað lítinn hóp mótmælenda af og umkringt hann. #Russia 🇷🇺: photo from the city of #Krasnoyarsk.Small group of protesters is literally surrounded on all sides by riot police pic.twitter.com/M6hUAogSOu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 31, 2021 Enn annað myndband sýnir þá lögreglumenn í Sankti Pétursborg handtaka fréttamann sem er skilmerkilega merktur með gulu vesti. Í myndbandinu sjást lögreglumenn einfaldlega halda á fréttamanninum á brott. #Russia 🇷🇺: in #StPetersburg police arrested a journalist who was wearing a very distinguishable press vest. pic.twitter.com/o7mhnrZXv5— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 31, 2021 Skilaboðin þau að mótmælenda bíði afleiðingar Samkvæmt fréttamanni Sky í Moskvu skipta mótmælendur þar þúsundum, en þeim hefur reynst erfitt að koma saman á einum stað. „Lögreglan er búin að lýsa því yfir að um ólöglega samkomu sé að ræða og mótmælendur verði að fara. Svo velja þeir einfaldlega fólk úr mannfjöldanum fyrir það eitt að vera hér og taka það í burtu. Á síðustu þremur tímum hef ég séð tugi fólks handtekna, sumt fólkið var hvergi nálægt mótmælunum,“ segir Diana Magnay, fréttamaður Sky í Moskvu, í umfjöllun sinni um málið. "I have seen in the last three hours, dozens of people detained."Sky's @DiMagnaySky reports from Moscow, Russia where hundreds of people have been arrested as rallies have broken out in support of jailed opposition leader Alexei Navalny.Latest: https://t.co/7UZ5lavymQ pic.twitter.com/cQJAAkawl8— Sky News (@SkyNews) January 31, 2021 Hún segir þá að minnst sjö lestarstöðvum hafi verið lokað og að lögreglan hafi bókstaflega girt miðborg Moskvu af, til þess að draga úr áhrifum mótmælanna. Síðustu helgi voru yfir fjögur þúsund mótmælendur handteknir víðs vegar um Rússland og segist Magnay gera ráð fyrri að handtökur þessara helgar verði fleiri. Svo virðist sem skilaboð yfirvalda séu að mótmæli séu með öllu óheimil og að mótmælendur muni þurfa að svara til saka fyrir þau.
Rússland Tengdar fréttir Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Alþjóðlegur þrýstingur gagnvart Rússlandi vegna handtöku og fangelsunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní hefur aukist. Ráðamenn í Rússlandi segja að mál hans og þrýstingur vesturlanda gæti leitt til versnandi samstarfs Rússlands og Evrópusambandsins. 27. janúar 2021 14:24 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55
Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Alþjóðlegur þrýstingur gagnvart Rússlandi vegna handtöku og fangelsunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní hefur aukist. Ráðamenn í Rússlandi segja að mál hans og þrýstingur vesturlanda gæti leitt til versnandi samstarfs Rússlands og Evrópusambandsins. 27. janúar 2021 14:24