Trump skyndilega án lögmanna þegar stutt er í réttarhöldin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 08:04 Trump stendur hér frammi fyrir hópi stuðningsmanna sinna í Washingtonborg þann 6. janúar síðastliðinn. Seinna sama dag réðst hópur stuðningsmanna hans inn í þinghúsið. Trump er ákærður fyrir meinta aðkomu sína að árásinni. Tasos Katopodis/Getty Lögmenn sem til stóð að myndu vinna að málsvörn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir honum fyrir embættisbrot, eru hættir. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er ástæðan ágreiningur um hvaða málsvarnarleið væri best að fara. Réttarhöldin yfir Trump, sem snúast um hvort hann hafi hvatt til árásar stuðningsmanna sinna á þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn og þannig framið embættisbrot, eiga að hefjast um eða eftir 8. febrúar næstkomandi. Enn styttra er þar til Trump og teymi hans þarf að skila af sér skriflegum gögnum vegna réttarhaldanna. Það er því lítill tími til stefnu fyrir forsetann fyrrverandi, sem nú er án verjenda í málinu. CNN greinir frá því að lögmennirnir Butch Bowers og Deborah Barbier, sem til stóð að yrðu aðalverjendur Trumps í málinu, væru hætt. CNN hefur þá eftir ónafngreindri heimildamanneskju að um sameiginlega ákvörðun lögmannanna og Trumps hafi verið að ræða. Þá hafa þrír aðrir lögmenn, Josh Howard, Johnny Gasser og Greg Harris, einnig hætt vinnu að máli Trumps. Þar með eru upp taldir allir þeir lögmenn sem tilkynnt höfðu að þeir hefðu aðkomu að málsvörn fyrrverandi forsetans, sem stendur í annað sinn frammi fyrir ákæru fyrir embættisbrot. Er hann fyrsti Bandaríkjaforsetinn til þess að vera ákærður tvisvar fyrir slíkt brot, en hann var sýknaður af slíkri ákæru snemma á síðasta ári. Vill bera fyrir sig kosningasvik Samkvæmt heimildamönnum CNN sneri ágreiningur lögmannanna og Trumps að því hvernig haga ætti málsvörn hans fyrir öldungadeildinni. Trump er sagður hafa viljað byggja vörn sína á þeim stoðum að svindlað hafi verið í forsetakosningunum í síðastliðnum nóvember, sem hann tapaði fyrir Joe Biden. Trump hefur ítrekað haldið fram stoðlausum staðhæfingum um að stórtækt kosningasvindl af ýmsum toga sé ástæða þess að hann tapaði kosningunum. Hann hefur einnig beitt sér fyrir því að úrslitunum yrði snúið, meðal annars með því að reyna að fá innanríkisráðherra Georgíuríkis til þess að „finna“ þann fjölda atkvæða sem Trump vantaði til þess að geta unnið í ríkinu. Sjá einnig: Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Lögmenn Trumps eru hins vegar sagðir hafa viljað einbeita sér að því hvort yfir höfuð væri löglegt að sakfella forseta fyrir embættisbrot eftir að hann lætur af embætti, en Joe Biden tók við embætti forseta þann 20. Janúar síðastliðinn. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað fyrr í þessum mánuði að ákæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Alls greiddu 232 þingmenn atkvæði með ákærunni, þar af tíu Repúblikanar, og 197 gegn henni. Ákæran hefur síðan verið send til öldungadeildarinnar. Í öldungadeildinni, sem telur hundrað þingmenn, þurfa þó tveir þriðju þingmanna að greiða atkvæði með sakfellingu forsetans fyrrverandi svo hún næði fram að ganga. Eins og stendur er jafnt milli Repúblikana og Demókrata í öldungadeildinni, fimmtíu þingmenn á hvorn flokk. Ekki er talið líklegt að Repúblikanar í öldungadeildinni fallist á að samþykkja sakfellingu. Á síðustu dögum hafa þingmenn flokksins orðið háværari í andstöðu sinni við ákæruna gegn Trump og hefur verið haft eftir Repúblikönum að þeir telji sig lítið græða á því að sakfella hann. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01 Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Réttarhöldin yfir Trump, sem snúast um hvort hann hafi hvatt til árásar stuðningsmanna sinna á þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn og þannig framið embættisbrot, eiga að hefjast um eða eftir 8. febrúar næstkomandi. Enn styttra er þar til Trump og teymi hans þarf að skila af sér skriflegum gögnum vegna réttarhaldanna. Það er því lítill tími til stefnu fyrir forsetann fyrrverandi, sem nú er án verjenda í málinu. CNN greinir frá því að lögmennirnir Butch Bowers og Deborah Barbier, sem til stóð að yrðu aðalverjendur Trumps í málinu, væru hætt. CNN hefur þá eftir ónafngreindri heimildamanneskju að um sameiginlega ákvörðun lögmannanna og Trumps hafi verið að ræða. Þá hafa þrír aðrir lögmenn, Josh Howard, Johnny Gasser og Greg Harris, einnig hætt vinnu að máli Trumps. Þar með eru upp taldir allir þeir lögmenn sem tilkynnt höfðu að þeir hefðu aðkomu að málsvörn fyrrverandi forsetans, sem stendur í annað sinn frammi fyrir ákæru fyrir embættisbrot. Er hann fyrsti Bandaríkjaforsetinn til þess að vera ákærður tvisvar fyrir slíkt brot, en hann var sýknaður af slíkri ákæru snemma á síðasta ári. Vill bera fyrir sig kosningasvik Samkvæmt heimildamönnum CNN sneri ágreiningur lögmannanna og Trumps að því hvernig haga ætti málsvörn hans fyrir öldungadeildinni. Trump er sagður hafa viljað byggja vörn sína á þeim stoðum að svindlað hafi verið í forsetakosningunum í síðastliðnum nóvember, sem hann tapaði fyrir Joe Biden. Trump hefur ítrekað haldið fram stoðlausum staðhæfingum um að stórtækt kosningasvindl af ýmsum toga sé ástæða þess að hann tapaði kosningunum. Hann hefur einnig beitt sér fyrir því að úrslitunum yrði snúið, meðal annars með því að reyna að fá innanríkisráðherra Georgíuríkis til þess að „finna“ þann fjölda atkvæða sem Trump vantaði til þess að geta unnið í ríkinu. Sjá einnig: Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Lögmenn Trumps eru hins vegar sagðir hafa viljað einbeita sér að því hvort yfir höfuð væri löglegt að sakfella forseta fyrir embættisbrot eftir að hann lætur af embætti, en Joe Biden tók við embætti forseta þann 20. Janúar síðastliðinn. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað fyrr í þessum mánuði að ákæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Alls greiddu 232 þingmenn atkvæði með ákærunni, þar af tíu Repúblikanar, og 197 gegn henni. Ákæran hefur síðan verið send til öldungadeildarinnar. Í öldungadeildinni, sem telur hundrað þingmenn, þurfa þó tveir þriðju þingmanna að greiða atkvæði með sakfellingu forsetans fyrrverandi svo hún næði fram að ganga. Eins og stendur er jafnt milli Repúblikana og Demókrata í öldungadeildinni, fimmtíu þingmenn á hvorn flokk. Ekki er talið líklegt að Repúblikanar í öldungadeildinni fallist á að samþykkja sakfellingu. Á síðustu dögum hafa þingmenn flokksins orðið háværari í andstöðu sinni við ákæruna gegn Trump og hefur verið haft eftir Repúblikönum að þeir telji sig lítið græða á því að sakfella hann.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01 Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01
Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent