Körfubolti

„Þor­láks­hafnarprinsinn“ á­nægður með byrjunina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Styrmir Snær í settinu í fyrrakvöld.
Styrmir Snær í settinu í fyrrakvöld. vísir/skjáskot

Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu.

Þór hefur farið virkilega vel af stað á leiktíðinni. Þeir eru með átta stig eftir fyrstu sex leikina og eru í fimmta sæti deildarinnar.

Þeir unnu meðal annars stórsigur á KR á fimmtudagskvöldið. Þeir unnu þeir með þrjátíu stiga mun, 107-77, eftir að hafa mest leitt með fjörutíu stiga mun.

Hinn nítján ára gamli Styrmir, sem hefur fengið viðurnefnið „Þorlákshafnarprinsinn“, hefur verið frábær á tímabilinu og fengið mikið traust frá Lárusi Jónssyni þjálfara liðsins.

Styrmir var +42 með Styrmi inn á vellinum á fimmtudagskvöldið en hann fór yfir byrjun Þórs liðsins í settinu á föstudagskvöldið.

Hann segist þakklátur fyrir tækifærið frá Lárusi og segir að Þórsliðið ætli ekkert að hætta núna. Það vilji einfaldlega fara alla leið, liðið sem spekingar Domino's Körfuboltakvölds spáðu ekki einu sinni í úrslitakeppni.

Allt spjallið við Styrmi má sjá hér að neðan - sem og skemmtilega tölfræði úr leiknum og um Styrmi.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Styrmir Snær í heimsókn

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×