Handbolti

„Hann er frá annarri plánetu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikkel og félagar gátu fagnað í gær. Sérstaklega hann sjálfur en eftir afhroðið gegn Egyptalandi steig hann upp í gær.
Mikkel og félagar gátu fagnað í gær. Sérstaklega hann sjálfur en eftir afhroðið gegn Egyptalandi steig hann upp í gær. Slavko Midzor/Getty Images

Danskir fjölmiðlar voru eðlilega í skýjunum eftir sigur danska handboltalandsliðsins á Spáni, 35-33, í síðari undanúrslitarimmunni á HM í Egyptalandi. Danir eru ríkjandi heimsmeistarar.

Danir mæta grönnum sínum í Svíþjóð í úrslitaleiknum sem fer fram á morgun í Egyptalandi en í leiknum um þriðja sætið verða það Frakkar gegn ríkjandi Evrópumeisturum, í Spáni. Danir og Svíar hafa ekki leikið til úrslita á stórmóti hingað til.

Danskir fjölmiðlar hafa gefið leikmönnum liðsins einkunnir, sem og þjálfaranum, eftir hvern einasta leik liðsins á mótinu og það kom ekkert á óvart að Mikkel Hansen hafi fengið tíu í einkunn fyrir leik sinn í gær.

„Hann hefur verið veikur, legið í rúminu og ekki borðað. Hann fékk stórt högg í leiknum gegn Egyptalandi en honum er alveg sama. Stærstu leikmennirnir spila vel í stærstu leikjunum og það gerði danska stjarnan,“ sagði í umsögn BT. Þar sagði enn fremur:

„Hann er frá annarri plánetu og hann sýndi að hann er besti sóknarmaður í heimi. Hann getur allt og getur gert það fullkomnlega. Þeir spænsku voru aukapersónur í señor Hansens sýningunni. Við tökum að ofan hattinn, beygjum okkur og berum mikla virðingu fyrir þér.“

Hinn Daninn til að fá tíu var Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska liðsins.

„Þjálfaraframmistaða úr efstu hillu,“ sagði í umsögninni. Þar var honum einnig hrósað fyrir að gefa yngri leikmönnum liðsins svo mikið traust.

Allar umsagnir og einkunn BT má sjá hér.


Tengdar fréttir

Ævintýri Svía heldur áfram

Svíþjóð er komið í úrslitaleikinn á HM eftir öruggan sigur á Frökkum, 32-26. Svíarnir voru 16-13 yfir í hálfleik og leiddu í raun frá upphafi til enda. Þetta eru frábær úrslit enda Svíar með ansi vængbrotið lið á mótinu.

Mikkel Han­sen frá­bær og heims­meistararnir í úr­slit

Danir eru komnir í úrslitaleikinn, annað heimsmeistaramótið í röð, er þeir unnu 35-33 sigur á Spánverjum í kvöld. Danir eru ríkjandi heimsmeistarar eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegarar á heimavelli árið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×