Slæmt tap Real Anton Ingi Leifsson skrifar 30. janúar 2021 17:06 Kroos svekktur. David S. Bustamante/Getty Real Madrid er nánast úr leik í baráttunni um spænska meistaratitilinn eftir 2-1 tap liðsins gegn Levante á heimavelli í kvöld. Real var fyrir leikinn sjö stigum á eftir grönnunum í Atletico Madrid sem á einnig tvo leiki til góða og ekki skánaði ástandið eftir leik dagsins. Það byrjaði ekki vel fyrir Real á heimavelli því Eder Militao fékk rautt spjald strax á níundu mínútu. Fjórum mínútum síðar komust þeir þó yfir með marki Marcos Asensio. Jose Luis Morales kom þeim yfir á 32. mínútu og þeir fengu gullið tækifæri á 64. mínútu til að komast yfir en Roger klúðraði þá vítaspyrnu. Hann bætti þó upp fyrir það því hann tryggði Levante sigurinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1. Real er í öðru sætinu með 40 stig en Levante er í níunda sætinu með 26 stig. 🏁 FT: @realmadriden 1-2 @LevanteUDen⚽ @marcoasensio10 13'; Morales 32', Roger 78'#Emirates | #RealMadridLevante pic.twitter.com/quvpXBC7Lp— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) January 30, 2021 Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn
Real Madrid er nánast úr leik í baráttunni um spænska meistaratitilinn eftir 2-1 tap liðsins gegn Levante á heimavelli í kvöld. Real var fyrir leikinn sjö stigum á eftir grönnunum í Atletico Madrid sem á einnig tvo leiki til góða og ekki skánaði ástandið eftir leik dagsins. Það byrjaði ekki vel fyrir Real á heimavelli því Eder Militao fékk rautt spjald strax á níundu mínútu. Fjórum mínútum síðar komust þeir þó yfir með marki Marcos Asensio. Jose Luis Morales kom þeim yfir á 32. mínútu og þeir fengu gullið tækifæri á 64. mínútu til að komast yfir en Roger klúðraði þá vítaspyrnu. Hann bætti þó upp fyrir það því hann tryggði Levante sigurinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1. Real er í öðru sætinu með 40 stig en Levante er í níunda sætinu með 26 stig. 🏁 FT: @realmadriden 1-2 @LevanteUDen⚽ @marcoasensio10 13'; Morales 32', Roger 78'#Emirates | #RealMadridLevante pic.twitter.com/quvpXBC7Lp— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) January 30, 2021 Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.