Hafþór áfrýjaði og fékk þyngri dóm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2021 16:28 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam vorið 2018. Hafþór birti þessa mynd á Instagram á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi hlaut tuttugu mánaða dóm í Bitcoin-málinu svokallaða og Sindri tæplega fimm ára dóm. @haffilogi Hafþór Logi Hlynsson hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Þyngdi Landsréttur þar með dóm yfir Hafþóri Loga sem hlaut tólf mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjavík í nóvember 2018. Hafþóri Loga var gefið að sök að hafa um nokkurt skeið, þar til í maí 2017, aflað sér rúmlega átta milljón króna ávinnings með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki nánar tilgreind en vísað var meðal annars í skattskýrslur Hafþórs og sambýliskonu hans til þess að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Peningarnir í rassvasanum voru fyrir húsaleigunni Hafþór var sagður hafa notað hluta af milljónunum átta til að kaupa Tesla Model S bíl, árgerð 2014. Var hún keypt í Litháen í apríl 2017 og var greitt fyrir hana í reiðufé, 46 þúsund evrur eða sem svarar til 5,6 milljóna króna. Fyrir dómi sagðist Hafþór kannast við að hafa keypt Tesluna í Litháen fyrir þá upphæð sem tilgreind var í ákærunni. Þá gaf hann einnig skýringar á því hvernig þeir fjármunir sem fundist á heimili hans voru tilkomnir. Sagðist hann eiga peningana sem fundust í dýnunni, þeir hafi upphaflega verið á bankareikning en millifært þá til kunningja síns vegna fasteignakaupa og fengið reiðufé í staðinn. Peningana sem hann var með í rassvasanum kvað hann hafa verið fyrir húsaleigunni. Peningana sem fundust í eldhúsinnréttingunni sagði hann hins vegar vera frá kunningjanum en hann hefði ekki nánari upplýsingar um leynihólfið. Einu tekjurnar frá Tryggingastofnun Þá sagðist hann hafa keypt Tesluna til þess að selja hana aftur. Einkahlutafélag hafi keypt bílinn en hann hafi fjármagnað kaupin. Hluti peninganna sem nýttur var til að kaupa Tesluna fékkst með greiðslu frá tryggingafélaginu VÍS vegna tjóns á Audi bíl sem félagi Hafórs keypti fyrir Hafþór í júlí 2016. Það sem vantaði upp á sagðist Hafþór hafa fengið að láni hjá kunningja. Í dómi héraðsdóms kom fram að einu tekjur Hafþórs á árunum 2015 og 2016 hafi verið frá Tryggingastofnun ríkisins. Hann hafi átt engar eignir en innistæður hans og sambýliskonu hans hafi verið 700 þúsund ár árið 2015 og 1,3 milljónir árið 2016. Þá sagði í niðurstöðunni í héraði að miðað við fjárhag ákærða og brotaferil hans, en hann hefur hefur hlotið ellefu dóma frá desember 2003, megi slá því föstu að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Milljónirnar sem fundust á heimili Hafþórs Loga voru gerðar upptækar, sem og Teslan, sem keypt var í Litháen. 8,1 milljón króna með refsiverðum brotum Í niðurstöðu Landsréttar kom fram að Hafþór hefði ekki gefið trúverðugar skýringar á misræmi í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum hans á sama tímabili. Þá hefði Hafþór verið sakfelldur í tveimur sakamálum á árunum 2017 og 2018 sem lutu meðal annars að fíkniefnalagabrotum og innflutningi fíkniefna til söludreifingar. Þannig væru brot hans til þess fallin að hafa í för með sér verulegan fjárhagslegan ávinning. Með hliðsjón af framangreindu og eins og atvikum var að öðru leyti háttað taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að Hafþór hefði á umræddum tíma aflað sér ávinnings að fjárhæð allt að 8,1 milljón krónum með refsiverðum brotum. Var niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu Hafþórs og upptöku fyrrnefndra fjármuna og bifreiðar staðfest. Við ákvörðun refsingar leit Landsréttur til þess að brot hans voru hegningarauki við þrjá eldri dóma og var einn þeirra skilorðsdómur sem var tekinn upp og dæmdur með málinu. Var refsing Hafþórs ákveðin tuttugu mánaða fangelsi. Dómsmál Tengdar fréttir Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30 Ágóði af peningaþvætti yfirleitt gerður upptækur Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 19. desember 2018 07:30 Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Hafþóri Loga var gefið að sök að hafa um nokkurt skeið, þar til í maí 2017, aflað sér rúmlega átta milljón króna ávinnings með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki nánar tilgreind en vísað var meðal annars í skattskýrslur Hafþórs og sambýliskonu hans til þess að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Peningarnir í rassvasanum voru fyrir húsaleigunni Hafþór var sagður hafa notað hluta af milljónunum átta til að kaupa Tesla Model S bíl, árgerð 2014. Var hún keypt í Litháen í apríl 2017 og var greitt fyrir hana í reiðufé, 46 þúsund evrur eða sem svarar til 5,6 milljóna króna. Fyrir dómi sagðist Hafþór kannast við að hafa keypt Tesluna í Litháen fyrir þá upphæð sem tilgreind var í ákærunni. Þá gaf hann einnig skýringar á því hvernig þeir fjármunir sem fundist á heimili hans voru tilkomnir. Sagðist hann eiga peningana sem fundust í dýnunni, þeir hafi upphaflega verið á bankareikning en millifært þá til kunningja síns vegna fasteignakaupa og fengið reiðufé í staðinn. Peningana sem hann var með í rassvasanum kvað hann hafa verið fyrir húsaleigunni. Peningana sem fundust í eldhúsinnréttingunni sagði hann hins vegar vera frá kunningjanum en hann hefði ekki nánari upplýsingar um leynihólfið. Einu tekjurnar frá Tryggingastofnun Þá sagðist hann hafa keypt Tesluna til þess að selja hana aftur. Einkahlutafélag hafi keypt bílinn en hann hafi fjármagnað kaupin. Hluti peninganna sem nýttur var til að kaupa Tesluna fékkst með greiðslu frá tryggingafélaginu VÍS vegna tjóns á Audi bíl sem félagi Hafórs keypti fyrir Hafþór í júlí 2016. Það sem vantaði upp á sagðist Hafþór hafa fengið að láni hjá kunningja. Í dómi héraðsdóms kom fram að einu tekjur Hafþórs á árunum 2015 og 2016 hafi verið frá Tryggingastofnun ríkisins. Hann hafi átt engar eignir en innistæður hans og sambýliskonu hans hafi verið 700 þúsund ár árið 2015 og 1,3 milljónir árið 2016. Þá sagði í niðurstöðunni í héraði að miðað við fjárhag ákærða og brotaferil hans, en hann hefur hefur hlotið ellefu dóma frá desember 2003, megi slá því föstu að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Milljónirnar sem fundust á heimili Hafþórs Loga voru gerðar upptækar, sem og Teslan, sem keypt var í Litháen. 8,1 milljón króna með refsiverðum brotum Í niðurstöðu Landsréttar kom fram að Hafþór hefði ekki gefið trúverðugar skýringar á misræmi í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum hans á sama tímabili. Þá hefði Hafþór verið sakfelldur í tveimur sakamálum á árunum 2017 og 2018 sem lutu meðal annars að fíkniefnalagabrotum og innflutningi fíkniefna til söludreifingar. Þannig væru brot hans til þess fallin að hafa í för með sér verulegan fjárhagslegan ávinning. Með hliðsjón af framangreindu og eins og atvikum var að öðru leyti háttað taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að Hafþór hefði á umræddum tíma aflað sér ávinnings að fjárhæð allt að 8,1 milljón krónum með refsiverðum brotum. Var niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu Hafþórs og upptöku fyrrnefndra fjármuna og bifreiðar staðfest. Við ákvörðun refsingar leit Landsréttur til þess að brot hans voru hegningarauki við þrjá eldri dóma og var einn þeirra skilorðsdómur sem var tekinn upp og dæmdur með málinu. Var refsing Hafþórs ákveðin tuttugu mánaða fangelsi.
Dómsmál Tengdar fréttir Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30 Ágóði af peningaþvætti yfirleitt gerður upptækur Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 19. desember 2018 07:30 Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30
Ágóði af peningaþvætti yfirleitt gerður upptækur Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 19. desember 2018 07:30
Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent